Innlent

Brýnt að auka stærðfræðikennslu í skólakerfinu

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá athöfninni í dag.
Frá athöfninni í dag. Mynd/Kristinn Ingvarsson
Mjög brýnt er að auka áherslu á stærðfræðikennslu á öllum stigum íslenska skólakerfisins. Þetta sagði Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, í ræðu sinni við brautskráningu kandídata frá skólanum í dag. Sagði Kristín að stærðfræði hefði orðið undirstöðugrein á vaxandi fjölda fræðasviða og í atvinnulífi.

„Þrátt fyrir að vera slík undirstöðugrein eru margir hræddir við stærðfræðina,“ sagði Kristín. „Því verðum við að breyta og það verk verður að byrja á yngri skólastigum.  Það er sérstakt áhersluverkefni háskólans að efla menntun stærðfræðikennara á öllum skólastigum, bjóða starfandi kennurum endurmenntun, þróa stærðfræðina til samstarfs við aðrar greinar innan háskólans og auka vitund um mikilvægi stærðfræði í samfélaginu.“

Hátt í 480 kandídatar voru í dag brautskráðir frá Háskóla Íslands. Athöfnin fór fram í Háskólabíói að viðstöddu fjölmenni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×