Innlent

Leggja þurfi stóraukna áherslu á stærðfræðikennslu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Frá athöfninni í dag.
Frá athöfninni í dag.
Leggja þarf stóraukna áherslu á stærðfræðikennslu á öllum skólastigum Háskóla Íslands. Því mun háskólinn á næstunni ráðast í breytingar, meðal annars á námi stærðfræðikennara. Þá verður öllum nemendum skólans fært að styrkja stærðfræðikunnáttu sína með nýjum hugbúnaði sem nú er í þróun, þeim að kostnaðarlausu.

Þetta er á meðal þess sem fram kom í ávarpi Kristínar Ingólfsdóttur rektors við brautskráningarathöfn 480 kandídata í dag. Hún sagði stærðfræði vera orðna undirstöðugrein í vaxandi fjölda fræðisviða og í atvinnulífi. Því þyrfti að auka áherslu á stærðfræði í kennaranámi og finna nýjar leiðir til að vekja áhuga barna og unglinga á stærðfræði. Þá sagði hún að unnið verði að breytingum á námi kennara sem margar taki gildi í upphafi næsta skólaárs.

Lesa má ræðu Kristínar í heild í meðfylgjandi skjali.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×