Gróf vanræksla íslenska ríkisins á EES bitnar á almenningi Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. febrúar 2015 21:30 Alvarlegt ástand er til staðar varðandi innleiðingu EES tilskipana í íslenska löggjöf, ástand sem veikir skuldbindingar Íslands gagnvart öðrum aðildarríkjum EES, lögaðilum og einstaklingum. Þetta er mat fyrrverandi ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu. Sverrir Haukur Gunnlaugsson, lögfræðingur og fyrrverandi ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu var í stjórn ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, á árunum 2010-2013. Sverrir birti grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hann rakti alvarlega bresti og samningsbrot Íslendinga á EES-samningnum. Staðreyndirnar eru hrollvekjandi þegar nokkrar þeirra eru dregnar saman, upp úr grein Sverris. 1. Á síðustu þremur árum hefur ESA þurft að höfða 22 samningsbrotamál gegn íslenska ríkinu vegna brota á EES-samningnum. 2. Orðstír Íslands bíður skaða og óánægja skapast hjá öðrum aðildarríkjum EES (alls 31) vegna vanrækslu íslenska ríkisins. 3. Verulega fjármuni og starfsmenn þarf til að ráða fram úr vandanum. 4. Vandi Íslands liggur í því að bæði ráðuneytin og Alþingi taka allt of seint við sér við mótun, undirbúning að upptöku og innleiðingu tilskipana (gerða) ESB. 5. Norðmenn leggja mun meiri rækt en Íslendingar við að koma að mótun tilskipana sem eru í undirbúningi hjá ESB, sem þar að auki flýtir fyrir samþykki síðar meir. Vantar mannauð „Ráðuneytin sjálf, fyrir utan sendiráðin í Brussel, verða stöðugt að hafa nægilega marga starfsmenn sem þekkja til verka. Í sumum ráðuneytum hefur ástandið verið þannig að það eru bara einn eða tveir. Mér sýnist sameining ráðuneyta ekki hafa bætt mikið úr því. Alþingi byrjar allt of seint að fjalla um málin og hér áður fyrr þá kom ítrekað fram sú staðhæfing að það þýddi ekki fyrir okkur að blanda okkur of mikið í mótun gerða (tilskipana) ESB en Norðmenn hafa sýnt að þeir hafa áhrif við mótun gerða,“ segir Sverrir Haukur Gunnlaugsson. Vanræksla löggjafans og ráðuneyta bitnar á hagsmunum einstaklinga og lögaðila á Íslandi því aðkoma sérfræðinga að undirbúningi vissra mála er forsenda fyrir því að tekið sé tillit til íslenskra hagsmuna áður en sameiginleg ákvörðun um upptöku tilskipunar í EES-samninginn á sér stað. Þessu má líkja við mann sem undirgengst íþyngjandi lagaskyldu en hefur enga skoðun á henni og vanrækir að hafa áhrif á mótun hennar í samræmi við þann rétt sem hann hefur samkvæmt gildandi reglum. Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Sjá meira
Alvarlegt ástand er til staðar varðandi innleiðingu EES tilskipana í íslenska löggjöf, ástand sem veikir skuldbindingar Íslands gagnvart öðrum aðildarríkjum EES, lögaðilum og einstaklingum. Þetta er mat fyrrverandi ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu. Sverrir Haukur Gunnlaugsson, lögfræðingur og fyrrverandi ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu var í stjórn ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, á árunum 2010-2013. Sverrir birti grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hann rakti alvarlega bresti og samningsbrot Íslendinga á EES-samningnum. Staðreyndirnar eru hrollvekjandi þegar nokkrar þeirra eru dregnar saman, upp úr grein Sverris. 1. Á síðustu þremur árum hefur ESA þurft að höfða 22 samningsbrotamál gegn íslenska ríkinu vegna brota á EES-samningnum. 2. Orðstír Íslands bíður skaða og óánægja skapast hjá öðrum aðildarríkjum EES (alls 31) vegna vanrækslu íslenska ríkisins. 3. Verulega fjármuni og starfsmenn þarf til að ráða fram úr vandanum. 4. Vandi Íslands liggur í því að bæði ráðuneytin og Alþingi taka allt of seint við sér við mótun, undirbúning að upptöku og innleiðingu tilskipana (gerða) ESB. 5. Norðmenn leggja mun meiri rækt en Íslendingar við að koma að mótun tilskipana sem eru í undirbúningi hjá ESB, sem þar að auki flýtir fyrir samþykki síðar meir. Vantar mannauð „Ráðuneytin sjálf, fyrir utan sendiráðin í Brussel, verða stöðugt að hafa nægilega marga starfsmenn sem þekkja til verka. Í sumum ráðuneytum hefur ástandið verið þannig að það eru bara einn eða tveir. Mér sýnist sameining ráðuneyta ekki hafa bætt mikið úr því. Alþingi byrjar allt of seint að fjalla um málin og hér áður fyrr þá kom ítrekað fram sú staðhæfing að það þýddi ekki fyrir okkur að blanda okkur of mikið í mótun gerða (tilskipana) ESB en Norðmenn hafa sýnt að þeir hafa áhrif við mótun gerða,“ segir Sverrir Haukur Gunnlaugsson. Vanræksla löggjafans og ráðuneyta bitnar á hagsmunum einstaklinga og lögaðila á Íslandi því aðkoma sérfræðinga að undirbúningi vissra mála er forsenda fyrir því að tekið sé tillit til íslenskra hagsmuna áður en sameiginleg ákvörðun um upptöku tilskipunar í EES-samninginn á sér stað. Þessu má líkja við mann sem undirgengst íþyngjandi lagaskyldu en hefur enga skoðun á henni og vanrækir að hafa áhrif á mótun hennar í samræmi við þann rétt sem hann hefur samkvæmt gildandi reglum.
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Sjá meira