Lækkun veiðigjalda beint í aukna framlegð Heimir Már Pétursson skrifar 27. febrúar 2015 13:22 Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra benti á það á Alþingi í morgun að framlegð stærsta sjávarútvegsfyrirtækis landsins hefði aukist á síðasta ári um sömu upphæð og stjórnvöld hefðu lækkað veiðigjöldin á fyrirtækið. Þetta fyrirtæki skilaði methagnaði og greiddi eigendum sínum tæpa þrjá milljarða í arð. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra gerði nýbirtar afkomutölur HB Granda, stærsta og kvótamesta útgerðarfyrirtækis landsins, að umtalsefni á Alþingi í morgun. Árið í fyrra hafi verið blómlegt hjá fyrirtækinu. Hagnaður hafi aukist um 200 milljónir milli ára og verið 5,5 milljarðar í fyrra. Þá hefði framlegð fyrirtækisins verið 7,5 milljarðar á síðasta ári og aukist um 700 milljónir króna frá árinu á undan. Steingrímur sagði að þetta væri athygliverð tala í ljósi þess að HB Grandi hefði greitt um 1,8 milljarða í veiðigjöld árið 2013, en þau hefðu lækkað niður í rúman 1,1 milljarð árið 2014. „Með öðrum orðum framlegðin vex um 700 milljónir, nákvæmlega sömu tölu og greidd veiðigjöld lækka um. Sjö hundruð milljónir króna eru flutt af auðlindarrentu frá þjóðinni til eigenda HB Granda. Sem gera svo vel við sjálfa sig og greiða sér annað árið í röð um 2,7 milljarða króna í arð,“ sagði Steingrímur. Eigendur HB Granda hefðu fengið um sex milljarða króna greidda í arð á undanförnum tveimur árum en þjóðin langt innan við þrjá milljaðra í veiðigjöldum. Það væri því augljóst að stærstu útgerðarfyrirtæki landsins gætu vel staðið undir hærri auðlindarrentu til þjóðarinnar. „Ég bendi á að þetta tiltekna fyrirtæki, eins og háttvirtur fyrirspyrjandi minntist reyndar á, er eitt af okkar öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum. Er í gríðarlegum fjárfestingum. Ætli eitt skip sé ekki svona sirka fjárfestingarkostnaður upp á svona fjóra milljarða. Fyrir utan þá fjárfestingu sem er víða í landi,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. Þá greiddi fyrirtækið mikið í laun og sjávarútvegurinn hefði í heild sinni greitt um 30 milljarða í skatta á síðasta ári. „Um leið eigum við að muna að það eru 620 fyrirtæki í landinu í sjávarútvegi. Þau hin og ég hef hitt mörg þeirra sem hafa sagt að hefðu menn haldið áfram á þeirri braut sem háttvirtur fyrirspyrjandi þegar hann var í ríkisstjórn og stýrði því að hér yrðu lögð á ofurhá veiðigjöld, þá hefðu þau öll farið á hausinn. Þá hefðum við setið hér uppi með fimm Granda-fyrirtæki í landinu. Það er ekki minn vilji að svo sé,“ sagði Sigurður Ingi. Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra benti á það á Alþingi í morgun að framlegð stærsta sjávarútvegsfyrirtækis landsins hefði aukist á síðasta ári um sömu upphæð og stjórnvöld hefðu lækkað veiðigjöldin á fyrirtækið. Þetta fyrirtæki skilaði methagnaði og greiddi eigendum sínum tæpa þrjá milljarða í arð. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra gerði nýbirtar afkomutölur HB Granda, stærsta og kvótamesta útgerðarfyrirtækis landsins, að umtalsefni á Alþingi í morgun. Árið í fyrra hafi verið blómlegt hjá fyrirtækinu. Hagnaður hafi aukist um 200 milljónir milli ára og verið 5,5 milljarðar í fyrra. Þá hefði framlegð fyrirtækisins verið 7,5 milljarðar á síðasta ári og aukist um 700 milljónir króna frá árinu á undan. Steingrímur sagði að þetta væri athygliverð tala í ljósi þess að HB Grandi hefði greitt um 1,8 milljarða í veiðigjöld árið 2013, en þau hefðu lækkað niður í rúman 1,1 milljarð árið 2014. „Með öðrum orðum framlegðin vex um 700 milljónir, nákvæmlega sömu tölu og greidd veiðigjöld lækka um. Sjö hundruð milljónir króna eru flutt af auðlindarrentu frá þjóðinni til eigenda HB Granda. Sem gera svo vel við sjálfa sig og greiða sér annað árið í röð um 2,7 milljarða króna í arð,“ sagði Steingrímur. Eigendur HB Granda hefðu fengið um sex milljarða króna greidda í arð á undanförnum tveimur árum en þjóðin langt innan við þrjá milljaðra í veiðigjöldum. Það væri því augljóst að stærstu útgerðarfyrirtæki landsins gætu vel staðið undir hærri auðlindarrentu til þjóðarinnar. „Ég bendi á að þetta tiltekna fyrirtæki, eins og háttvirtur fyrirspyrjandi minntist reyndar á, er eitt af okkar öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum. Er í gríðarlegum fjárfestingum. Ætli eitt skip sé ekki svona sirka fjárfestingarkostnaður upp á svona fjóra milljarða. Fyrir utan þá fjárfestingu sem er víða í landi,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. Þá greiddi fyrirtækið mikið í laun og sjávarútvegurinn hefði í heild sinni greitt um 30 milljarða í skatta á síðasta ári. „Um leið eigum við að muna að það eru 620 fyrirtæki í landinu í sjávarútvegi. Þau hin og ég hef hitt mörg þeirra sem hafa sagt að hefðu menn haldið áfram á þeirri braut sem háttvirtur fyrirspyrjandi þegar hann var í ríkisstjórn og stýrði því að hér yrðu lögð á ofurhá veiðigjöld, þá hefðu þau öll farið á hausinn. Þá hefðum við setið hér uppi með fimm Granda-fyrirtæki í landinu. Það er ekki minn vilji að svo sé,“ sagði Sigurður Ingi.
Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira