Innlent

Lögreglan leitar að eiganda Labradorhunds

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/getty
Ekið var á ljósbrúnan Labradorhund við Miklubraut, móts við Rauðagerði rétt fyrir hádegi í dag. Hundurinn hljóp af vettvangi.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer því þess á leit að eigandinn gefi sig fram eða einhver sem þekkir til eiganda.

Hægt er að hafa samband við lögregluna í gegnum Facebook eða með því að senda tölvupóst á netfangið abending@lrh.is. Þá er símanúmerið hjá lögreglunni 444-1000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×