Innlent

Metfjöldi hælisumsókna á síðasta ári

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/gva
Stjórnvöldum bárust á síðasta ári 175 umsóknir um hæli hér á landi. Það er örlítil aukning frá síðasta ári, en þó metfjöldi umsókna. Þá varð töluverð aukning í upprunaríkjum sem í ár voru 45 borið saman við 35 á síðasta ári. Meðalafgreiðslutími ákvarðana í fyrra voru 92 dagar.

Utanríkisráðuneytið býst við frekari aukningu á árinu og áætlar að umsóknir verði allt að 250 talsins.  

Undirritaður var samningur innanríkisráðuneytis og Rauða krossins um útlendingamál í júní á síðasta ári en hann felur í sér að biðtíminn styttist í 90 daga á hvoru stjórnsýslustigi. Bið hælisleitenda eftir málsmeðferð hér á landi hefur verið tvö til þrjú ár. Um er að ræða svokallaða norska leið sem miðar að því að stytta meðferð hælisumsókna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×