Innlent

Bjóða níu ára börnum hraðbankakort

Atli Ísleifsson skrifar
Helgi Teitur Helgason, framkvæmdarstjóri einstaklingsviðskipta hjá Landsbankanum.
Helgi Teitur Helgason, framkvæmdarstjóri einstaklingsviðskipta hjá Landsbankanum. Vísir/Stefán
„Ég skil alveg viðbrögð pabbans. Þetta kemur væntanlega til vegna þess að sonur hans er að færast á milli klúbba hjá okkur. Hann er að fara upp í Klassann og ég reikna með að því að í þessu bréfi hafi verið rætt um möguleika sonar mannsins að fá hraðbankakort,“ segir Helgi Teitur Helgason, framkvæmdarstjóri einstaklingsviðskipta hjá Landsbankanum, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag.

Þættinum hafði borist bréf frá föður sem sagði að Landsbankinn hefði sent níu ára syni sínum bréf þar sem syninum hafi verið bent á að hann hafi nú náð þeim aldri að hann gæti fengið greiðslukort. Föðurnum þótti þetta mikil svívirða að senda stráknum slíkt bréf og reyna að fá hann í viðskipti.

Helgi Teitur að ekki sé um kreditkort að ræða, vera án endurgjalds og að engin væru færslugjöldin. „En það má alltaf spyrja hvort níu ára aldur sé réttur fyrir þetta. Þetta er svolítið mismunandi milli krakka hvernig þetta er, en möguleikinn opnast fyrir krakka sem eru á aldrinum níu til tólf ára. En það er algerlega foreldrunum háð.“

Bréfið sem barst frá bankanum var stílað á móður drengsins og drenginn sjálfan. „Það má velta því fyrir sér hvort það sé rétt að hafa drenginn þar með. Það vekur kannski áhuga hans á þessu, en þetta er undir foreldrunum komið.“

Helgi Teitur segir að einhverjir krakkar á þessum aldri hafi þörf fyrir að nálgast reiðufé í hraðbanka. „Það er kannski verið að benda fólki á þann möguleika frekar en að að vera með beina markaðsherferð gagnvart börnum eins og þetta hljómaði hjá þér í upphafi.“

Hlusta má á viðtalið við Helga Teit í spilaranum að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×