Forsætisráðherra segir ESB hrjáð af innanmeinum Heimir Már Pétursson skrifar 12. febrúar 2015 19:57 Forsætisráðherra sagði að Viðskiptaþingi í dag að Evrópusambandið væri veikt og hrjáð af innanmeinum en Íslendingar ættu í fjölbreyttu sambandi við umheiminn utan þess. Þá hefði föllu bankarnir nánast þryfist í bómull innan haftanna sem brýnt væri að aflétta. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ávarpaði viðskiptaþing Viðskiptaráðs á Hilton-Nordica í dag og ræddi meðal annars hvernig hagræða mætti í opinberum rekstri og hvernig trúverðug stefna ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum hefði m.a. leitt til betra lánshæfismats ríkissjóðs. Nauðsynlegt væri að efla nýsköpun og verðmætasköpun enda hafi meira fé verið varið til þeirra mála. En forsætisráðherra ræddi einnig stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. „Fá ríki eða ríkjasambönd njóta jafn þéttriðins fríverslunarnets og Ísland. Ríkin eru að nálgast 70 þar sem viðskiptahindrunum af ýmsu tagi hefur verið rutt úr vegi,“ sagði Sigmundur Davíð. Lega landsins, náttúruauðlindir og uppbygging hagkerfisins gerðu það hins vegar ekki eftirsóknarvert að ganga í Evrópusambandið, eins og meirihluti Íslendinga hefði verið sammála um í langan tíma. Staða Evrópusambandsins væri veik og sambandið hrjáð af innanmeinum. Upptaka evru myndi leysa úr læðingi ný vandamál í stað þeirra gömlu. „Íslenska hagkerfið er örsmátt og opið fyrir utanaðkomandi sveiflum. Við getum síður búist við langvarandi efnahagslegum stöðugleika en margar aðrar þjóðir. Við mætum ekki þessum vanda með því að gefa frá okkur möguleikana á að stjórna eigin peningamálum. Enda myndi það leiða til þess að sveiflur á vinnumarkaði tækju við af gengisswveiflum,“ segir forsætisráðherra. Þá vék Sigmundur Davíð að gjaldeyrishöftunum og sagði brýnt að aflétta þeim. Slitastjórnir föllu bankanna hefðu hins vegar ekki lagt fram neinar raunhæfar leiðir í þeim efnum, en þess í stað rekið öfluga hagsmunagæslu með fjölda lögfræðinga og almannatengla á launum. „Og innan haftakerfisins hefur svo verið búið um þá í bómull má segja og þeir fóðraðir vel. Og það þótt jafnvel hefði verið tilefni til að sekta fyrirtækin frekar en búa þeim þessar aðstæður, rétt einis og gert var í mörgum öðrum löndum,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Fleiri fréttir Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira
Forsætisráðherra sagði að Viðskiptaþingi í dag að Evrópusambandið væri veikt og hrjáð af innanmeinum en Íslendingar ættu í fjölbreyttu sambandi við umheiminn utan þess. Þá hefði föllu bankarnir nánast þryfist í bómull innan haftanna sem brýnt væri að aflétta. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ávarpaði viðskiptaþing Viðskiptaráðs á Hilton-Nordica í dag og ræddi meðal annars hvernig hagræða mætti í opinberum rekstri og hvernig trúverðug stefna ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum hefði m.a. leitt til betra lánshæfismats ríkissjóðs. Nauðsynlegt væri að efla nýsköpun og verðmætasköpun enda hafi meira fé verið varið til þeirra mála. En forsætisráðherra ræddi einnig stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. „Fá ríki eða ríkjasambönd njóta jafn þéttriðins fríverslunarnets og Ísland. Ríkin eru að nálgast 70 þar sem viðskiptahindrunum af ýmsu tagi hefur verið rutt úr vegi,“ sagði Sigmundur Davíð. Lega landsins, náttúruauðlindir og uppbygging hagkerfisins gerðu það hins vegar ekki eftirsóknarvert að ganga í Evrópusambandið, eins og meirihluti Íslendinga hefði verið sammála um í langan tíma. Staða Evrópusambandsins væri veik og sambandið hrjáð af innanmeinum. Upptaka evru myndi leysa úr læðingi ný vandamál í stað þeirra gömlu. „Íslenska hagkerfið er örsmátt og opið fyrir utanaðkomandi sveiflum. Við getum síður búist við langvarandi efnahagslegum stöðugleika en margar aðrar þjóðir. Við mætum ekki þessum vanda með því að gefa frá okkur möguleikana á að stjórna eigin peningamálum. Enda myndi það leiða til þess að sveiflur á vinnumarkaði tækju við af gengisswveiflum,“ segir forsætisráðherra. Þá vék Sigmundur Davíð að gjaldeyrishöftunum og sagði brýnt að aflétta þeim. Slitastjórnir föllu bankanna hefðu hins vegar ekki lagt fram neinar raunhæfar leiðir í þeim efnum, en þess í stað rekið öfluga hagsmunagæslu með fjölda lögfræðinga og almannatengla á launum. „Og innan haftakerfisins hefur svo verið búið um þá í bómull má segja og þeir fóðraðir vel. Og það þótt jafnvel hefði verið tilefni til að sekta fyrirtækin frekar en búa þeim þessar aðstæður, rétt einis og gert var í mörgum öðrum löndum,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Fleiri fréttir Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira