Innlent

Sagðist hafa keypt vegabréfið

Atli Ísleifsson skrifar
Mál mannsins er komið í hefðbundið ferli.
Mál mannsins er komið í hefðbundið ferli. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á Suðurnesjum handtók nýverið erlendan ferðamann sem ferðaðist á vegabréfi annars manns.

Maðurinn kom frá Svíþjóð og var á leið til Toronto í Kanada þegar lögregla hafði afskipti af honum.

Vegabréfið hafði verið gefið út í Svíþjóð og kvaðst maðurinn hafa keypt það af karlmanni þar í landi fyrir fimm þúsund sænskar, eða um 80 þúsund íslenskar.

Í frétt lögreglunnar segir að mál mannsins sé komið í hefðbundið ferli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×