Innlent

Samningur um sóknaráætlun Austurlands

Samningar undirritaðir. F.v. Kristján Þór Júlísson, heilbrigðisráðherra, Sigrún Blöndal, formaður SSA, Logi Már Einarsson formaður stjórnar Eyþings og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.
Samningar undirritaðir. F.v. Kristján Þór Júlísson, heilbrigðisráðherra, Sigrún Blöndal, formaður SSA, Logi Már Einarsson formaður stjórnar Eyþings og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.
Atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti, mennta- og menningamálaráðuneyti og Samband sveitarfélaga á Austurlandi undirrituðu í dag samning um sóknaráætlun Austurlands 2015-2019. Alls renna um 95 milljónir króna til Austurlands.  Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi.

Með samningnum er verið að sameina sóknaráætlanir landshluta, vaxtarsamninga og menningarsamninga. Heildarupphæð samninganna á landinu öllu er ríflega 550 milljónir króna.

Sem fyrr segir er verið að sameina fjóra potta úr tveimur ráðuneytum; menningarsamningar, framlög til menningartengdrar ferðaþjónustu, vaxtarsamnignar og gömlu sóknaráætlanirnar. Til viðbótar koma framlög sveitarfélaganna í hverjum landshluta sem mótframlag til menningarmála.

Landshlutasamtökunum er falið að ráðstafa fjármagni til allra þessara liða í samræmi við eigin sóknaráætlanir, að því er fram kemur í tilkynningunni. Með samningnum verður til nýr Uppbyggingarsjóður.

„Það geta verið ýmis konar áhersluverkefni innan landshlutanna eins og t.d. gerð svæðisskipulags eða efling Egilsstaðaflugvallar. Við þurfum meira fjármagn í slík verkefni og að það verður að tryggja til lengri tíma,“ segir Sigrún Blöndal formaður SSA. Þá segir hún að verkefni SSA á næstu árum verði að sækja enn meira fé til ríkisins sem ekki eru nú þegar eyrnamerkt fyrirfram skilgreindum verkefnum á sviði atvinnu, nýsköpunar og menningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×