Laun hafa hækkað um 57 til 74 prósent frá árinu 2006 Heimir Már Pétursson skrifar 13. febrúar 2015 19:15 Kaupmáttur launa var 4,2 prósentum meiri í lok síðasta árs en hann var árið 2006, samkvæmt nýrri skýrslu stóru bandalaganna í verkalýðshreyfingunni, Samtaka atvinnulífsins, ríkis og sveitarfélaga. Almennt hafa laun einstakra hópa hækkað svipað á þessu tímabili en þó ekki alltaf samtímis. Nú þegar risavaxinn samningalota er að hefjast á vinnumarkaðnum er lögð fram skýrsla sem sýnir hvernig launaþróunin hefur verið á íslandi allt frá árinu 2006 og hvernig efnahagsumhverfið á Íslandi er í samanburði við ástandið í löndunum í kring um okkur. Skýrslan er gerð af fulltrúm allra stóru bandalaga verkalýðshreyfingarinnar, Samtaka atvinnulífsins, ríkisins og sveitarfélaganna. En um 30 prósent vinnumarkaðrins falla utan við skýrsluna, svo sem eins og læknar, flugmenn og aðrar stéttir sem ekki eru hluti stóru bandalaganna. Rannsóknin leiðir í ljós að launaþróun einstakra hópa frá árinu 2006 til síðasta árs er með svipuðum hætti á tímabilinu, þótt misjafnt sé á hverjum tíma hverjir eru að hækka mest. Þannig hafi laun hækkað um 57,4 prósent hjá félagsmönnum BSRB hjá sveitarfélögunum upp í 73,9 prósent hjá félögum í ASÍ í störfum hjá ríkinu frá 2006. Þá hefur kaupmáttur nokkurn veginn fylgt þróun launavísitölu. Hann hrundi eins og sjá má á þessari mynd sýnir á árunum 2008 og níu, en hefur að jafnaði aukist um 4,2 prósent frá árinu 2006. Oddur Jakobsson hagfræðingur og fulltrúi Kennarasambands Íslands í vinnuhópi sem sá um skýrslugerðina, segir einstaka hópa innan verkalýðshreyfingarinnar fá svipaðar launahækkanir þegar til lengri tíma er litið. „Já frá 2006 má kannski segja það. En auðvitað er staðan ekki hnífjöfn og menn deila um muninn,“ segir Oddur. Vinnumarkaðurinn á Íslandi er um margt ólíkur vinnumarkaði í helstu viðskiptalöndum þar sem stöðugleikinn er meiri. Þannig náði tímakaup í evrum í iðnaði á Íslandi að komast nokkuð nærri tímakaupi viðskiptalandanna á árunum 2005 til 2007. En árið 2013 var tímakaupið 54 prósentum hærra í viðskiptalöndunum og í fyrra var það um 43 prósentum hærra en hér. Megin munur efnahagslífs okkar og viðskiptalandanna sögulega séð samkvæmt skýrslunni, er mikil verðbólga, óstöðugur gjaldmiðill og miklar sveiflur almennt á Íslandi. Þá eru vextir skammtímavextir um fjórum prósentum og langtímavextir um sex prósentum hærri hér en í viðskiptalöndunum. Hannes G. Sigurðsson hagfræðingur og fulltrúi Samtaka atvinnulífsins í vinnuhópnum segir að ef vextir væru þeir sömu hér og í viðskiptalöndum Íslendinga, mætti hækka laun um 10 prósent. Enda hafi vextir áhrif á framleiðni. Hannes segir Íslendinga yfirleitt ná tökum á kreppum. „En í kjölfar þeirra virðist þolinmæðin bresta og einhvers konar veislustemming skapast og aðhaldsleysi. Það sem við erum að mælast til í skýrslunni er að það verði beitt auknum aga með langtímahagsmuni og langtímaávinning að leiðarljósi,“ segir Hannes G. Sigurðsson. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Fleiri fréttir Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira
Kaupmáttur launa var 4,2 prósentum meiri í lok síðasta árs en hann var árið 2006, samkvæmt nýrri skýrslu stóru bandalaganna í verkalýðshreyfingunni, Samtaka atvinnulífsins, ríkis og sveitarfélaga. Almennt hafa laun einstakra hópa hækkað svipað á þessu tímabili en þó ekki alltaf samtímis. Nú þegar risavaxinn samningalota er að hefjast á vinnumarkaðnum er lögð fram skýrsla sem sýnir hvernig launaþróunin hefur verið á íslandi allt frá árinu 2006 og hvernig efnahagsumhverfið á Íslandi er í samanburði við ástandið í löndunum í kring um okkur. Skýrslan er gerð af fulltrúm allra stóru bandalaga verkalýðshreyfingarinnar, Samtaka atvinnulífsins, ríkisins og sveitarfélaganna. En um 30 prósent vinnumarkaðrins falla utan við skýrsluna, svo sem eins og læknar, flugmenn og aðrar stéttir sem ekki eru hluti stóru bandalaganna. Rannsóknin leiðir í ljós að launaþróun einstakra hópa frá árinu 2006 til síðasta árs er með svipuðum hætti á tímabilinu, þótt misjafnt sé á hverjum tíma hverjir eru að hækka mest. Þannig hafi laun hækkað um 57,4 prósent hjá félagsmönnum BSRB hjá sveitarfélögunum upp í 73,9 prósent hjá félögum í ASÍ í störfum hjá ríkinu frá 2006. Þá hefur kaupmáttur nokkurn veginn fylgt þróun launavísitölu. Hann hrundi eins og sjá má á þessari mynd sýnir á árunum 2008 og níu, en hefur að jafnaði aukist um 4,2 prósent frá árinu 2006. Oddur Jakobsson hagfræðingur og fulltrúi Kennarasambands Íslands í vinnuhópi sem sá um skýrslugerðina, segir einstaka hópa innan verkalýðshreyfingarinnar fá svipaðar launahækkanir þegar til lengri tíma er litið. „Já frá 2006 má kannski segja það. En auðvitað er staðan ekki hnífjöfn og menn deila um muninn,“ segir Oddur. Vinnumarkaðurinn á Íslandi er um margt ólíkur vinnumarkaði í helstu viðskiptalöndum þar sem stöðugleikinn er meiri. Þannig náði tímakaup í evrum í iðnaði á Íslandi að komast nokkuð nærri tímakaupi viðskiptalandanna á árunum 2005 til 2007. En árið 2013 var tímakaupið 54 prósentum hærra í viðskiptalöndunum og í fyrra var það um 43 prósentum hærra en hér. Megin munur efnahagslífs okkar og viðskiptalandanna sögulega séð samkvæmt skýrslunni, er mikil verðbólga, óstöðugur gjaldmiðill og miklar sveiflur almennt á Íslandi. Þá eru vextir skammtímavextir um fjórum prósentum og langtímavextir um sex prósentum hærri hér en í viðskiptalöndunum. Hannes G. Sigurðsson hagfræðingur og fulltrúi Samtaka atvinnulífsins í vinnuhópnum segir að ef vextir væru þeir sömu hér og í viðskiptalöndum Íslendinga, mætti hækka laun um 10 prósent. Enda hafi vextir áhrif á framleiðni. Hannes segir Íslendinga yfirleitt ná tökum á kreppum. „En í kjölfar þeirra virðist þolinmæðin bresta og einhvers konar veislustemming skapast og aðhaldsleysi. Það sem við erum að mælast til í skýrslunni er að það verði beitt auknum aga með langtímahagsmuni og langtímaávinning að leiðarljósi,“ segir Hannes G. Sigurðsson.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Fleiri fréttir Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira