Innlent

Margra tonna byggingarkrani féll á hliðina í Garðabæ

Stefán Árni Pálsson skrifar
Slysið átti sér stað við Lyngás í Garðabæ. Jónas Gunnarsson, framkvæmdarstjóri Mannverk.
Slysið átti sér stað við Lyngás í Garðabæ. Jónas Gunnarsson, framkvæmdarstjóri Mannverk. mynd/haraldur
Byggingarkrani féll á hliðina í morgun og átti slysið sér stað við Lyngás 1 í Garðabæ.

Mikill vindur er á höfuðborgarsvæðinu og mikil mildi þykir að enginn hafi slasast en krani af þessari tegund er mörg tonn að þyngd.

Unnið er að því að taka kranann í sundur til að flytja hann til hliðar.

„Mínir menn fóru þarna í morgun og verið er að færa kranann til hliðar,“ segir Jónas Gunnarsson, framkvæmdarstjóri Mannverk, í samtali við Vísi.

Kraninn er á svæðinu vegna vinnuframkvæmda sem Mannverk stendur fyrir. 

„Það veit í raun enginn hvað gerðist nákvæmlega og það verður farið vel yfir málið á mánudaginn,“ segir Jónas sem staddur er á Akureyri. 

Búist er við stormi víða um land í dag og verður meðalvindur yfir 20 m/s síðdegis með mikilli rigningu suðaustanlands í kvöld.

mynd/haraldur
mynd/haraldur
mynd/haraldur
mynd/haraldur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×