Vilja sambærilegar hækkanir og læknar Linda Blöndal skrifar 14. febrúar 2015 19:30 Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga. Mynd/Stöð 2 Hjúkrunarfræðingar líta til lækna í komandi kjaraviðræðum, segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga sem nú móta kröfugerð sína. Hjúkrunarfræðingar stefna í að minnsta kosti tuttugu prósenta launahækkunarkröfu miðað við orð formannsins. Grunnlaunakrafan fremst„Það er ekkert leyndarmál að laun hjúkrunarfræðinga eru ekki samkeppnishæf miðað við aðrar háskólastéttir. Okkar meginkrafa er sú að laun okkar verði leiðrétt til jafns á við þær. Það er aðallega grunnlaunakrafan sem verður sett fram", sagði Ólafur í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Forysta félags hjúkrunarfræðinga er nú á ferð um landið til fundar við félagsmenn í ólíkum sveitarfélögunum vegna komandi kjaraviðræðna og eru næstu fundir á Norðfirði og Egilsstöðum. Yfir 3700 manns eru í félaginu og árið 2013 þáðu tæplega þrjú þúsund hjúkrunarfræðinga laun samkvæmt kjarasamningum. Horfa til lækna Hjúkrunarfræðingar móta kröfur sínar til fulls þessa dagana í húsi sáttasemjara og ekki enn víst hvort farið verði fram á krónutöluhækkun launa eða prósentutölu, né hvort samið verði til lengri tíma nú eða meira en til eins árs. Öruggt er þó að hjúkrunarfræðingar munu taka mið að því sem læknar sömdu um í fyrri mánuði, launahækkunumnum upp á að minnsta kosti 20 prósent. „Allur vinnumarkaðurinn horfir auðvitað þangað", sagði Ólafur um samningar lækna við ríkið. „Við erum hluti af þessum opinbera geira sem er um tólf prósent af vinnumarkaðnum þannig að við teljum að við eigum að fá svipaðar launaleiðréttingar og læknarnir. Það eru sömu rök sem gilda um okkar stétt og þeirra. Við horfum vissulega til þeirra". Meiri menntun en lægri launHelstu baráttumál hjúkrunarfræðinga undanfarinn áratug eða svo er að fá dagvinnulaun hækkuð og vinnutíma styttan, sér í lagi hjá vaktavinnufólki. Hjá félaginu er til dæmis bent á mikinn mismun á launakjörum háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna. Starfsmenn stjórnarráðsins, líkt og til dæmis tæknifræðingar og viðskiptafræðingar fái um fimmtungi hærri laun en hjúkrunarfræðingar sem þó hafa almennt lengri menntun að baki. „Við miðum okkur við aðrar háskólamenntaðar stéttir. Til dæmis sjáum við að stéttir sem hafa minni menntun en við, talið í árafjölda og einingafjölda, eru kannski með tuttugu til tuttugu og fimm prósent hærri laun en hjúkrunarfræðingar sem er ekki sanngjarnt. Við teljum okkar þekkingu jafn verðmæta", sagði Ólafur. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar líta til lækna í komandi kjaraviðræðum, segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga sem nú móta kröfugerð sína. Hjúkrunarfræðingar stefna í að minnsta kosti tuttugu prósenta launahækkunarkröfu miðað við orð formannsins. Grunnlaunakrafan fremst„Það er ekkert leyndarmál að laun hjúkrunarfræðinga eru ekki samkeppnishæf miðað við aðrar háskólastéttir. Okkar meginkrafa er sú að laun okkar verði leiðrétt til jafns á við þær. Það er aðallega grunnlaunakrafan sem verður sett fram", sagði Ólafur í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Forysta félags hjúkrunarfræðinga er nú á ferð um landið til fundar við félagsmenn í ólíkum sveitarfélögunum vegna komandi kjaraviðræðna og eru næstu fundir á Norðfirði og Egilsstöðum. Yfir 3700 manns eru í félaginu og árið 2013 þáðu tæplega þrjú þúsund hjúkrunarfræðinga laun samkvæmt kjarasamningum. Horfa til lækna Hjúkrunarfræðingar móta kröfur sínar til fulls þessa dagana í húsi sáttasemjara og ekki enn víst hvort farið verði fram á krónutöluhækkun launa eða prósentutölu, né hvort samið verði til lengri tíma nú eða meira en til eins árs. Öruggt er þó að hjúkrunarfræðingar munu taka mið að því sem læknar sömdu um í fyrri mánuði, launahækkunumnum upp á að minnsta kosti 20 prósent. „Allur vinnumarkaðurinn horfir auðvitað þangað", sagði Ólafur um samningar lækna við ríkið. „Við erum hluti af þessum opinbera geira sem er um tólf prósent af vinnumarkaðnum þannig að við teljum að við eigum að fá svipaðar launaleiðréttingar og læknarnir. Það eru sömu rök sem gilda um okkar stétt og þeirra. Við horfum vissulega til þeirra". Meiri menntun en lægri launHelstu baráttumál hjúkrunarfræðinga undanfarinn áratug eða svo er að fá dagvinnulaun hækkuð og vinnutíma styttan, sér í lagi hjá vaktavinnufólki. Hjá félaginu er til dæmis bent á mikinn mismun á launakjörum háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna. Starfsmenn stjórnarráðsins, líkt og til dæmis tæknifræðingar og viðskiptafræðingar fái um fimmtungi hærri laun en hjúkrunarfræðingar sem þó hafa almennt lengri menntun að baki. „Við miðum okkur við aðrar háskólamenntaðar stéttir. Til dæmis sjáum við að stéttir sem hafa minni menntun en við, talið í árafjölda og einingafjölda, eru kannski með tuttugu til tuttugu og fimm prósent hærri laun en hjúkrunarfræðingar sem er ekki sanngjarnt. Við teljum okkar þekkingu jafn verðmæta", sagði Ólafur.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira