Innlent

Flogin vegalengd í íslenska flugstjórnarsvæðinu á við rúmar 4000 ferðir umhverfis jörðina

Ferðum fjölgaði um 12,5 prósent á íslenska flugstjórnarsvæðinu.
Ferðum fjölgaði um 12,5 prósent á íslenska flugstjórnarsvæðinu. Fréttablaðið/Valli
Árið 2014 voru um 130 þúsund flugferðir farnar um íslenska flugstjórnarsvæðið. Þessar flugtölur eru að finna í greiningu Isavia á umferð ársins um flugvelli landsins og íslenska flugstjórnarsvæðið. Þar kemur fram að á þessum 130 þúsum ferðum voru flognir um 186 milljónir kílómetra um íslenska flugstjórnarsvæðið en það jafnast á við 4644 ferðir umhverfis jörðina.

Á árinu sem leið fjölgaði millilandafarþegum um flugvelli Isavia um 19,9% miðað við árið 2013 en innanlandsfarþegum fækkaði um 2,8% á sama tímabili. Farþegafjöldi á Keflavíkurflugvelli var alls 3.867.418 sem er 20,5% aukning frá fyrra ári. Umfang vöru- og póstflutninga minnkaði um 1,5% innanlands en jókst um 1,3% milli landa.

Ferðum um íslenska flugstjórnarsvæðið fjölgaði á árinu 2014 og voru 12,5% fleiri en árið áður. Flognir kílómetrar voru 11,1% fleiri á sama tímabili. Um 64% umferðarinnar var á vesturleið og 36% á austurleið sem stafar af ríkjandi vindáttum á svæðinu. Mikill hluti þessarar umferðar er á milli Evrópu og Norður-Ameríku, en um íslenska svæðið fer um 25% þeirrar flugumferðar.

Algengasta leiðin innan flugstjórnarsvæðisins var sem fyrr frá London til Los Angeles en 2.181 ferðir voru farnar þá leið á árinu. 1,980 ferðir voru farnar frá London til Keflavíkur og 1,949 frá Keflavík til London.

Þau sjö flugfélög sem flugu oftast um íslenska svæðið eru Icelandair, United Airlines, Delta, British Airways, Lufthansa, Emirates og SAS.

Sjá nánar hér. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×