Facebook-samtal Skeljagrandabróður við konuna verður notað sem sönnunargagn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. febrúar 2015 15:18 Tók lögreglan þá ákvörðun að skoða og mynda samskiptin sem þar komu fram sem voru á milli Kristjáns og brotaþola í málinu. Vísir/Getty Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu má leggja fram Facebook-samskipti Kristjáns Markúsar Sívarssonar sem sönnunargagn við réttarhöld yfir Kristjáni. Verjandi Kristjáns hafði kærði úrskurð Héraðsdóms Reykjaness til Hæstaréttar í annað skipti. Kröfu Kristjáns um að ákæruvaldinu yrði synjað um framlagningu þessara rannsóknargagna var hafnað í tvígang í héraði og í Hæstarétti í janúar þar sem kæran þótti ekki fullnægja skilyrðum lagaákvæðis og því var henni vísað frá. Hæstiréttur vísaði frá áfrýjun lögmanns Kristjáns í kjölfar síðari höfnunar í héraði. Facebook-samskiptin sem á að leggja fram sem sönnunargagn eru á milli hans og konu sem hann er sakaður um að hafa veist að á bílastæði, slegið hana ítrekað hnefahögg í andlit, höfuð og á hendur og úlnlið. Lögreglan komst yfir þau við handtöku Kristjáns þann 27. nóvember í fyrra. Auk þess er Kristján ákærður fyrir brot gegn ákvæðum vopnalaga og umferðarlaga.Óskýr ákæra til Hæstaréttar Í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness kemur fram að við handtöku ákærða og húsleit mátti sjá borðtölvu sem hafði verið tengd við sjónvarp með opinni Facebook vefsíðu þar sem notandanafn Kristjáns kom fram. Húsráðandi sagðist eiga tölvuna en Kristján hefði verið að nota hana. Tók lögreglan þá ákvörðun að skoða og mynda samskiptin sem þar komu fram sem voru á milli Kristjáns og brotaþola í málinu. Var það mat Héraðsdóms Reykjaness að þessi gögn gætu ekki talist tilgangslaus við sönnunarfærslu í málinu og því var kröfu ákærða hafnað. Í nýföllnum dómi Hæstaréttar er minnt á að í lögum um meðferð sakamála skuli í skriflegri kæru geta þess hvaða úrskurður sé kærður, kröfu um breytingu á honum og ástæður sem kæran er reist á. „Í skriflegri kæru varnaraðila til héraðsdóms var hvorki greint frá kröfu um breytingu á hinum kærða úrskurði né þeim ástæðum sem hún væri reist á. Kæran fullnægir því ekki skilyrðum fyrrgreinds lagaákvæðis og verður málinu samkvæmt því vísað frá Hæstarétti.“Frávísun Hæstaréttar má nálgast hér. Tengdar fréttir Mega styðjast við Facebook-samskipti í máli Skeljagrandabróðurs Kristjáni Markúsi Sívarssyni er meðal annars gefið að sök að hafa veist að konu á bílastæði og slegið hana ítrekað hnefahögg í andlit, höfuðið og á hendur og úlnlið. 20. janúar 2015 12:26 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu má leggja fram Facebook-samskipti Kristjáns Markúsar Sívarssonar sem sönnunargagn við réttarhöld yfir Kristjáni. Verjandi Kristjáns hafði kærði úrskurð Héraðsdóms Reykjaness til Hæstaréttar í annað skipti. Kröfu Kristjáns um að ákæruvaldinu yrði synjað um framlagningu þessara rannsóknargagna var hafnað í tvígang í héraði og í Hæstarétti í janúar þar sem kæran þótti ekki fullnægja skilyrðum lagaákvæðis og því var henni vísað frá. Hæstiréttur vísaði frá áfrýjun lögmanns Kristjáns í kjölfar síðari höfnunar í héraði. Facebook-samskiptin sem á að leggja fram sem sönnunargagn eru á milli hans og konu sem hann er sakaður um að hafa veist að á bílastæði, slegið hana ítrekað hnefahögg í andlit, höfuð og á hendur og úlnlið. Lögreglan komst yfir þau við handtöku Kristjáns þann 27. nóvember í fyrra. Auk þess er Kristján ákærður fyrir brot gegn ákvæðum vopnalaga og umferðarlaga.Óskýr ákæra til Hæstaréttar Í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness kemur fram að við handtöku ákærða og húsleit mátti sjá borðtölvu sem hafði verið tengd við sjónvarp með opinni Facebook vefsíðu þar sem notandanafn Kristjáns kom fram. Húsráðandi sagðist eiga tölvuna en Kristján hefði verið að nota hana. Tók lögreglan þá ákvörðun að skoða og mynda samskiptin sem þar komu fram sem voru á milli Kristjáns og brotaþola í málinu. Var það mat Héraðsdóms Reykjaness að þessi gögn gætu ekki talist tilgangslaus við sönnunarfærslu í málinu og því var kröfu ákærða hafnað. Í nýföllnum dómi Hæstaréttar er minnt á að í lögum um meðferð sakamála skuli í skriflegri kæru geta þess hvaða úrskurður sé kærður, kröfu um breytingu á honum og ástæður sem kæran er reist á. „Í skriflegri kæru varnaraðila til héraðsdóms var hvorki greint frá kröfu um breytingu á hinum kærða úrskurði né þeim ástæðum sem hún væri reist á. Kæran fullnægir því ekki skilyrðum fyrrgreinds lagaákvæðis og verður málinu samkvæmt því vísað frá Hæstarétti.“Frávísun Hæstaréttar má nálgast hér.
Tengdar fréttir Mega styðjast við Facebook-samskipti í máli Skeljagrandabróðurs Kristjáni Markúsi Sívarssyni er meðal annars gefið að sök að hafa veist að konu á bílastæði og slegið hana ítrekað hnefahögg í andlit, höfuðið og á hendur og úlnlið. 20. janúar 2015 12:26 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Mega styðjast við Facebook-samskipti í máli Skeljagrandabróðurs Kristjáni Markúsi Sívarssyni er meðal annars gefið að sök að hafa veist að konu á bílastæði og slegið hana ítrekað hnefahögg í andlit, höfuðið og á hendur og úlnlið. 20. janúar 2015 12:26