Innlent

Lögreglan á alls 590 vopn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Jón F. Bjartmarz er yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra sem leggur mat á þörf lögreglunnar fyrir skotvopn.
Jón F. Bjartmarz er yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra sem leggur mat á þörf lögreglunnar fyrir skotvopn. Vísir
Lögreglan á samtals 590 vopn, að því er fram kemur í svari Ólafar Nordal, innanríkisráðherra, við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna.

Um fleiri vopn er að ræða en gefin voru upp í skýrslu frá 2012 um stöðu lögreglunnar. Skýrist það af því að þá voru ekki gefin upp vopn sem tekin hafa verið úr notkun en hægt er að taka þau flest í notkun á ný.

Alls á lögreglan 352 skammbyssur, 72 hríðskotabyssur, 53 fjárbyssur (einskota skammbyssur), 52 haglabyssur, 21 riffil, 18 hálfsjálfvirka riffla, 15 gasvopn og 7 hríðskotariffla.

Frá árinu 2004 hafa verið keypt 145 vopn fyrir samtals 16,4 milljónir króna. Engin vopn hafa verið þegin sem gjöf.

Þá kemur fram í svarinu að það sé í höndum ríkislögreglustjóra að leggja mat á þörf lögreglu fyrir skotvopn.


Tengdar fréttir

Kemur til greina að Gæslan skili byssunum

Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir eftir að koma í ljós hvort Norðmenn hafi skipt um skoðun varðandi gjöf á byssum til Gæslunnar. Meiri reisn væri að Gæslan keypti vopn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×