Innlent

Reykvíkingar geta tekið þátt í kosningu um betri hverfi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Reykjavíkurborg skuldbindur sig til að framkvæma þau verkefni sem kosin eru í hverfum borgarinnar.
Reykjavíkurborg skuldbindur sig til að framkvæma þau verkefni sem kosin eru í hverfum borgarinnar. vísir/gva
Reykvíkingum gefst kostur á því að taka þátt í rafrænum kosningum um betri hverfi í Reykjavík á miðnætti í kvöld.  

Allir sem orðnir eru 16 ára og eiga lögheimili í Reykjavík geta tekið þátt í kosningunum.  Slóðin inn á kosningavefinn má sjá hér.

Reykjavíkurborg heldur á þessu ári rafrænar íbúakosningar í fjórða sinn með sama sniði. Úthlutað er 300 milljónum til  að framkvæma verkefni sem íbúar hafa komið með hugmyndir að í hverfum  borgarinnar. Reykjavíkurborg skuldbindur sig til að framkvæma þau verkefni sem kosin eru í hverfum borgarinnar.

Hinar eiginlegu kosningar hófust á miðnætti og standa yfir til miðnættis 24. febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×