Innlent

Kveikja á Friðarsúlunni annað kvöld

Stefán Árni Pálsson skrifar
Siglt verður með Eldingu frá Gömlu höfninni í Reykjavík kl. 20.00.
Siglt verður með Eldingu frá Gömlu höfninni í Reykjavík kl. 20.00. mynd/reykjavíkurborg
Reykjavíkurborg hefur ákveðið að kveikja á Friðarsúlunni, IMAGINE PEACE TOWER, á afmælisdegi Yoko Ono, miðvikudaginn 18. febrúar. Kveikt verður á súlunni við sólarlag og slökkt á ný við sólarupprás. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Boðið verður upp á Friðarsúluferð í tengslum við tendrun súlunnar. Siglt verður með Eldingu frá Gömlu höfninni í Reykjavík kl. 20.00 og fá þátttakendur skemmtilega leiðsögn um Friðarsúluna

Með í för verður „Ljósakórinn“ sem er stúlknakór úr Mosfellsbæ en einnig barnakór Ísaksskóla. Þau munu syngja lagið LOVE þegar komið verður að Friðarsúlunni. Arnbjörg Kristín mun leika á Gong og leiða alla gesti inn í friðsælan heim hugleiðslunnar. 

„Þetta verður ógleymanleg stund og öllum velkomið að slást í hópinn og njóta. Söngurinn er í tengslum við Friðarhátíð Reykjavíkur sem hófst mánudaginn 22. febrúar með söng tæplega 300 barna í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrir heimsfrið,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar.

Verð fyrir ferjusiglingu og leiðsögn:

– Fullorðnir 5.500 kr.

– Börn 7–15 ára 2.750 kr.*

– Börn 0–6 ára 0 kr.*

*í fylgd með fullorðnum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×