Innlent

Forsetinn hitti Spánarkonung

Bjarki Ármannsson skrifar
Forseti Íslands og Spánarkonungur í dag.
Forseti Íslands og Spánarkonungur í dag. Mynd/Skrifstofa Forseta Íslands
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, átti í dag fund með Filippusi VI Spánarkonungi í Zarzuela höllinni í Madrid. Forsetinn mun næstu daga taka þátt í dagskrá Íslandsdaga sem haldnir verða í Barcelona.

Í tilkynningu frá skrifstofu forseta kemur fram að Ólafur mun á morgun meðal annars halda fyrirlestur við IESE háskólann um lærdómana af glímu Íslendinga við fjármálakreppuna. Þá á hann fund með Xavier Trias, borgarstjóra Barcelona, á fimmtudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×