Flugi rússneskra sprengjuflugvéla við Ísland ekki mótmælt formlega Heimir Már Pétursson skrifar 19. febrúar 2015 20:44 Utanríkisráðherra telur ekki þörf á að mótmæla formlega flugi tveggja langdrægra rússneskra sprengjuflugvéla inn í flugeftirlitssvæði NATO við Ísland í gær. Rússar séu með þessu að sýna NATO tennurnar en vissulega hafi viss hætta skapast af fluginu. Loftvarnakerfi Atlantshafsbandalagsins á Íslandi, sem Landhelgisgæslan starfrækir, greindi tvær Tupalev 95 sprengjuflugvélar austur og suður af landinu í gær, en þessar flugvélar eru oft kallaðar Björninn vegna stærðar sinnar. Flugvélarnar flugu upp að austur- og suðurströnd Íslands og áfram suður eftir með ströndum Bretlandseyja þar sem þeim var mætt af breska flughernum. Í bakaleiðinni komust þær næst Íslandi þegar þær voru í 26 sjómílna fjarlægð frá Stokksnesi. Rússneskar sprengjuflugvélar af þessari gerð hafa ekki flogið svo nálægt Íslandi frá því bandaríski herinn fór árið 2006.Sjá einnig: Ekki flogið jafn nærri Íslandi frá brotthvarfi hersins Utanríkisráðherra segir æskilegt að Rússar hefðu látið vita af þessum æfingum sínum enda sendi þessar flugvélar engin radarmerki frá sér þegar þær fljúgi hér inn í skilgreit svæði fyrir almannaflug og því geti þetta skapað hættu. „Það sem við höfum hins vegar séð er að okkar góða loftrýmiskerfi er að virka. Það sást til þessara flugvéla og fylgst með þeim sem segir okkur að þessi búnaður sem við erum að reka hér, eða Gæslan er að reka fyrir okkur, er sannarlega að virka,“ segir Gunnar Bragi. NATO hafi aukið viðbúnað sinn gagnvart Rússum strax og Úkraínudeilan hófst og það dyljist engum að Rússar séu að sýna NATO tennurnar með þessu flugi. „Ég held að menn megi nú samt ekki gera of mikið veður úr þessu. Við þekkjum þessi flug upp að Íslandi og við höndlum þau bara eins og við höfum gert áður,“ segir hann. „Við munum ræða að sjálfsögðu einhvertíma við Rússa um það, minna þá á hvað okkur finnst um þetta, en það er engin ástæða til að kalla sendiherrann inn akkúrat núna.“ Tengdar fréttir Rússneskar sprengjuvélar við Íslandsstrendur: Ekki flogið jafn nærri Íslandi frá brotthvarfi hersins Tvær langdrægar rússneskar sprengjuflugvélar af gerðinni Tupolev Tu-95 flugu inn í loftrýmiseftirlitssvæði NATO í nágrenni Íslands upp úr hádegi í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. 19. febrúar 2015 12:46 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Sjá meira
Utanríkisráðherra telur ekki þörf á að mótmæla formlega flugi tveggja langdrægra rússneskra sprengjuflugvéla inn í flugeftirlitssvæði NATO við Ísland í gær. Rússar séu með þessu að sýna NATO tennurnar en vissulega hafi viss hætta skapast af fluginu. Loftvarnakerfi Atlantshafsbandalagsins á Íslandi, sem Landhelgisgæslan starfrækir, greindi tvær Tupalev 95 sprengjuflugvélar austur og suður af landinu í gær, en þessar flugvélar eru oft kallaðar Björninn vegna stærðar sinnar. Flugvélarnar flugu upp að austur- og suðurströnd Íslands og áfram suður eftir með ströndum Bretlandseyja þar sem þeim var mætt af breska flughernum. Í bakaleiðinni komust þær næst Íslandi þegar þær voru í 26 sjómílna fjarlægð frá Stokksnesi. Rússneskar sprengjuflugvélar af þessari gerð hafa ekki flogið svo nálægt Íslandi frá því bandaríski herinn fór árið 2006.Sjá einnig: Ekki flogið jafn nærri Íslandi frá brotthvarfi hersins Utanríkisráðherra segir æskilegt að Rússar hefðu látið vita af þessum æfingum sínum enda sendi þessar flugvélar engin radarmerki frá sér þegar þær fljúgi hér inn í skilgreit svæði fyrir almannaflug og því geti þetta skapað hættu. „Það sem við höfum hins vegar séð er að okkar góða loftrýmiskerfi er að virka. Það sást til þessara flugvéla og fylgst með þeim sem segir okkur að þessi búnaður sem við erum að reka hér, eða Gæslan er að reka fyrir okkur, er sannarlega að virka,“ segir Gunnar Bragi. NATO hafi aukið viðbúnað sinn gagnvart Rússum strax og Úkraínudeilan hófst og það dyljist engum að Rússar séu að sýna NATO tennurnar með þessu flugi. „Ég held að menn megi nú samt ekki gera of mikið veður úr þessu. Við þekkjum þessi flug upp að Íslandi og við höndlum þau bara eins og við höfum gert áður,“ segir hann. „Við munum ræða að sjálfsögðu einhvertíma við Rússa um það, minna þá á hvað okkur finnst um þetta, en það er engin ástæða til að kalla sendiherrann inn akkúrat núna.“
Tengdar fréttir Rússneskar sprengjuvélar við Íslandsstrendur: Ekki flogið jafn nærri Íslandi frá brotthvarfi hersins Tvær langdrægar rússneskar sprengjuflugvélar af gerðinni Tupolev Tu-95 flugu inn í loftrýmiseftirlitssvæði NATO í nágrenni Íslands upp úr hádegi í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. 19. febrúar 2015 12:46 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Sjá meira
Rússneskar sprengjuvélar við Íslandsstrendur: Ekki flogið jafn nærri Íslandi frá brotthvarfi hersins Tvær langdrægar rússneskar sprengjuflugvélar af gerðinni Tupolev Tu-95 flugu inn í loftrýmiseftirlitssvæði NATO í nágrenni Íslands upp úr hádegi í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. 19. febrúar 2015 12:46