Ríflegur meirihluti Reykvíkinga vill aðild að ESB Heimir Már Pétursson skrifar 3. febrúar 2015 19:45 Stuðningur við aðild Íslands að Evrópusambandinu hefur aukist og munar nú aðeins átta prósentustigum á milli þeirra sem vilja aðild og þeirra sem eru á móti henni, andstæðingum aðildar í hag. Þá er meirihluti þjóðarinnar á móti því að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Capacent Gallup kannaði hug fólks á kosningaaldri til annars vegar aðildar Íslands að Evrópusambandinu og hins vegar til þess hvort draga ætti umsókn um aðild til baka fyrir Já Ísland dagana 22. til 29. janúar. Mjög dregur saman með fylkingum, því 53,8 prósent segjast munu greiða atkvæði gegn aðild að sambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu en 46,2 prósent segjast muna samþiggja aðild. Aðeins munar 8 prósentustigum á fylkingunum og hefur stuðningurinn við aðild aldrei mælst meiri, að sögn Jóns Steindórs Valdimarssonar formanns Já Ísland. Þetta kemur Össuri Skarphéðinssyni fyrrverandi utanríkisráðherra ekki á óvart. „Það hefur verið mikil umræða um Evrópusambandið og menn hafa kynnt sér það í þaula og komist að þeirri niðurstöðu að Íslandi sé betur borgið þar heldur en utan. En síðan er ég þeirrar skoðunar að þegar samningur liggur fyrir í fyllingu tímans muni menn sjá að það er mjög farsælt fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið margra hluta vegna,“ segir Össur. Þegar spurt er hvort fólk sé hlynt eða andvígt því að íslensk stjórnvöld dragi aðildarumsókn Íslands til baka, segjast 53,2 prósent vera andvíg því, 35,7 prósent vilja draga umsóknina til baka en 11,1 prósent svöruðu hvorki né. Það kemur ekki á óvart að stuðningur við að draga umsóknina til baka er mestur meðal kjósenda stjórnarflokkanna, 70 prósent framsóknarmanna og 59 prósent sjálfstæísmanna. Þó eru 28 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins á móti því og mikill meirihluti þeirra sem kjósa stjórnarandstöðuflokkanna vill ekki draga umsóknina til baka. Vilhjálmur Bjarnason einn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálanefnd segir andstöðuna við riftun viðræðna í flokknum komi ekki á óvart. Stuðningurinn við að klára viðræðurnar og aðild sé mikill bæði meðal sjálfstæðismanna í röðum atvinnurekenda og innan verkalýðshreyfingarinnar. „Að uppfylltum vissum skilyrðum. En hins vegar kemur líka fram í þessari könnun að það eru dálítið mikil skipti milli höfuðborgar landsbyggðar og það kannski kemur mér á óvart. Vegna þess að landsbyggðarkaflarnir, sem eru þá landbúnaður og sjávarútvegur, hafa aldrei verið ræddir. Þannig að menn vita ekkert hvað þeir eru að tala um,“ segir Vilhjálmur. Þannig segjast 61 prósent kjósenda í Reykjavík munu kjósa með aðild að sambandinu, 47 prósent kjósenda í nágrannasveitarfélögum borgarinnar en 30 prósent íbúa annarra sveitarfélaga eru fylgjandi aðild að ESB. Þá eykst stuðningur við aðild eftir því sem menntun fólks er meiri og tekjurnar hærri. Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Sjá meira
Stuðningur við aðild Íslands að Evrópusambandinu hefur aukist og munar nú aðeins átta prósentustigum á milli þeirra sem vilja aðild og þeirra sem eru á móti henni, andstæðingum aðildar í hag. Þá er meirihluti þjóðarinnar á móti því að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Capacent Gallup kannaði hug fólks á kosningaaldri til annars vegar aðildar Íslands að Evrópusambandinu og hins vegar til þess hvort draga ætti umsókn um aðild til baka fyrir Já Ísland dagana 22. til 29. janúar. Mjög dregur saman með fylkingum, því 53,8 prósent segjast munu greiða atkvæði gegn aðild að sambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu en 46,2 prósent segjast muna samþiggja aðild. Aðeins munar 8 prósentustigum á fylkingunum og hefur stuðningurinn við aðild aldrei mælst meiri, að sögn Jóns Steindórs Valdimarssonar formanns Já Ísland. Þetta kemur Össuri Skarphéðinssyni fyrrverandi utanríkisráðherra ekki á óvart. „Það hefur verið mikil umræða um Evrópusambandið og menn hafa kynnt sér það í þaula og komist að þeirri niðurstöðu að Íslandi sé betur borgið þar heldur en utan. En síðan er ég þeirrar skoðunar að þegar samningur liggur fyrir í fyllingu tímans muni menn sjá að það er mjög farsælt fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið margra hluta vegna,“ segir Össur. Þegar spurt er hvort fólk sé hlynt eða andvígt því að íslensk stjórnvöld dragi aðildarumsókn Íslands til baka, segjast 53,2 prósent vera andvíg því, 35,7 prósent vilja draga umsóknina til baka en 11,1 prósent svöruðu hvorki né. Það kemur ekki á óvart að stuðningur við að draga umsóknina til baka er mestur meðal kjósenda stjórnarflokkanna, 70 prósent framsóknarmanna og 59 prósent sjálfstæísmanna. Þó eru 28 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins á móti því og mikill meirihluti þeirra sem kjósa stjórnarandstöðuflokkanna vill ekki draga umsóknina til baka. Vilhjálmur Bjarnason einn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálanefnd segir andstöðuna við riftun viðræðna í flokknum komi ekki á óvart. Stuðningurinn við að klára viðræðurnar og aðild sé mikill bæði meðal sjálfstæðismanna í röðum atvinnurekenda og innan verkalýðshreyfingarinnar. „Að uppfylltum vissum skilyrðum. En hins vegar kemur líka fram í þessari könnun að það eru dálítið mikil skipti milli höfuðborgar landsbyggðar og það kannski kemur mér á óvart. Vegna þess að landsbyggðarkaflarnir, sem eru þá landbúnaður og sjávarútvegur, hafa aldrei verið ræddir. Þannig að menn vita ekkert hvað þeir eru að tala um,“ segir Vilhjálmur. Þannig segjast 61 prósent kjósenda í Reykjavík munu kjósa með aðild að sambandinu, 47 prósent kjósenda í nágrannasveitarfélögum borgarinnar en 30 prósent íbúa annarra sveitarfélaga eru fylgjandi aðild að ESB. Þá eykst stuðningur við aðild eftir því sem menntun fólks er meiri og tekjurnar hærri.
Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Sjá meira