Innlent

Rafmagnslaust í Norðurárdal

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Staurinn og viðgerðarmenn að störfum.
Staurinn og viðgerðarmenn að störfum. myndir/eygló ingadóttir
Norðurá í Borgarfirði leysti sig í dag og flæddi yfir bakka sína. Í hamaganginum virðist ísjaki hafa lent á rafmagnsstaur með þeim afleiðingum að rafmagnslaust er í stórum hluta dalsins.

„Við erum búin að vera án rafmagns í ríflega tvær klukkustundir,“ segir Jóhann Harðarson en hann, ásamt konu sinni, rekur hótel og veitingastað á Hraunsnefi. Jakinn lenti á staurnum um klukkan fjögur.

Starfmenn RARIK komu á svæðið en komust ekki að staurnum sökum vatnsflaumsins. Því var brugðið á það ráð að fá björgunarsveitarmenn frá Brák í Borgarnesi með bát til að sigla að staurnum. Þeir losuðu staurinn frá línunum og í kjölfarið átti að vera hægt að koma rafmagni á að nýjan leik.

Tún bænda á svæðinu eru nú á kafi í vatni en þegar áin er í þessum ham á hún það til að breytast í stórfljót og ná yfir dalinn allan. Á sumrin gerist það hins vegar reglulega að hún þornar upp og breytist í lítinn læk.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×