Að sjálfsögðu hafa menn á netinu ekki látið þetta framhjá sér fara og hafa búið til svokallað meme í tilefni af þessari þróun rokkarans.

Mörgum þykir Cage ákaflega líkur Manson í eftirfarandi senu:
Hér má sjá Marilyn Manson á nýlegri mynd, þegar hann lenti á LAX-flugvellinum í Los Angeles. Hann splæsti í sparibrosið.


Nicolas Cage fæddist þann 7. janúar 1964 og er því nýorðinn 51 árs.
Marilyn Manson fæddist þann 5. janúar 1969 og er því nýorðinn 46 ára. Þeir félagarnar eru því í sama stjörnumerki, þeir eru steingeitur.
Samkvæmt Stjörnuspá Siggu Kling kemur fram að félagarnir geti búist við því að gömul leiðindi taki sig upp á ný nú í janúar. Þeir eru báðir á hápunkti ársins nú í janúr og alveg fram í lok febrúar, samkvæmt Siggu.
„Mikill fögnuður verður í sambandi við fjármálin þín. Það ganga upp hlutir sem þú hefur grátið yfir og þegar líða tekur á get ég ekki betur séð en að þú getir farið að eyða peningum í vitleysu. Og það er alveg nauðsynlegt í og með," segir jafnframt í stjörnuspánni.