Innlent

Dreifði nektarmyndum af barnsmóður

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Konan sagði manninn meðal annars hafa hrint sér niður stiga þegar hún var með unga dóttur þeirra í fanginu.
Konan sagði manninn meðal annars hafa hrint sér niður stiga þegar hún var með unga dóttur þeirra í fanginu. vísir/getty
Hæstiréttur Íslands hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður sæti nálgunarbanni í sex mánuði. Maðurinn er grunaður um að hafa ráðist á barnsmóður sína og dreift af henni nektarmyndum. Dómurinn taldi ekkert benda til þess að maðurinn hefði beitt konuna líkamlegu ofbeldi eða að hætta væri á að hann myndi brjóta gegn henni með þeim hætti.

Konan sagði manninn meðal annars hafa hrint sér niður stiga þegar hún var með unga dóttur þeirra í fanginu. Þá hafi hann einnig hent henni inn í eldhús á eldhúsinnréttingu og að krafturinn hafi verið það mikill að hún hafi þeyst yfir og höfuð hennar rekist í eldhúsbekk hinum megin í eldhúsinu. Maðurinn var yfirheyrður vegna málsins en neitaði sök. Þá er hann sagður hafa hent ferðatösku í tíu ára dóttur konunnar.

Í greinargerð lögreglustjóra segir að maðurinn hafi í byrjun mánaðar sent kynlífsmynd og nektarmyndband af konunni á vinkonu hennar og vinnufélaga. Því játaði maðurinn. Taldi lögreglustjóri að háttsemi mannsins gæfi til kynna að hætta væri á að hann myndi halda áfram að raska friði konunnar, nyti hann fulls athafnafrelsis. Ekki sé talið sennilegt að friðhelgi hennar verið vernduð með öðrum og vægari hætti eins og sakir standa.


Tengdar fréttir

Lögreglumaður stal nektarmyndum af stútum

Kona sem handtekin var fyrir ölvunarakstur hefur kvartað yfir því að lögreglumaður sem handtók hana sendi sjálfum sér nektarmyndir úr síma hennar.

Varar unglinga við hvatvísi á Snapchat

Mikilvægt er að foreldrar séu meðvitaðir um internetnotkun barnanna og fræði þau um hættur sem leynast á netinu, segir Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. Alvarlegt sé að börn séu á vafasömum Snapchat-rásum.

Segir hefndarklámi stríð á hendur

Dönsk stúlka hefur deilt nektarmyndum af sér en áður voru myndir af henni í drefingu sem fyrrum kærasti hennar setti á netið gegn hennar vilja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×