Í pistli sem birtist á vefsíðunni friktionmagasin.dk fjallar Holten um líðan sína í kjölfarið og fjölda af skeytum og skilaboðum sem henni bárust í kjölfar myndbirtingarinnar fyrir þremur árum. Þar mátti meðal annars finna eftirfarandi skilaboð;
„Vita foreldrar þínir að þú sért drusla?“
„Haha, þú ert á hefndarklámssíðu. Vissirðu það?“
„Sendu mér fleiri nektarmyndir af þér eða ég sendi yfirmanninum þínum þær sem ég á nú þegar.“

Samkvæmt könnum sem framkvæmd var í fyrra hóta tíu prósent karla að deila nektarmyndum af fyrrverandi kærustum sínum í kjölfar sambandsslita. Um sextíu prósent þeirra standa við það.
Fyrir Alþingi liggur fyrir frumvarp Bjartar Ólafsdóttur, þingmanns Bjartrar Framtíðar, um breytingu á hegningarlögum þess efnis að dreifing á hefndarklámi verði gerð refsiverð. Hefndarklám hefur verið töluvert í umræðunni hérlendis en í fyrra ritaði Tinna Ingólfsdóttir grein, sem birtist upphaflega á vefnum Freyjur.is, fram og sagði frá reynslu sinni. Tinna varð bráðkvödd skömmu eftir birtingu greinarinnar en foreldrar hennar ræddu einnig við Ísland í dag. Einnig hafa síður sem ganga út á að deila slíku efni af íslenskum stelpum, sumum hverjum fæddum á þessari öld, verið milli tannanna á fólki.
Í lok viðtalsins við Holten er vísað á síðuna endrevengeporn.org.

