Aron Kristjánsson: Færanýtingin var að drepa okkur Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 18. janúar 2015 18:36 Vísir/Eva Björk Aron Kristjánsson, þjálfari Íslands, segir að mikilvægast í leiknum gegn Alsír í kvöld hafi verið að halda rónni þrátt fyrir mótlætið í fyrri hálfleik. Alsíringar skoruðu fyrstu sex mörk leiksins og leiddu í hálfleik með einu marki, 13-12. Strákarnir tóku þó völdin snemma í þeim síðari og lönduðu góðum sigri. „Við gerðum okkur erfitt fyrir í kvöld þrátt fyrir að okkur hafi tekist að spila okkur í dauðafæri í nánast hverri sókn. Það var því ótrúlegt að hafa lent 6-0 undir og markvörðurinn þeirra var að verja ótrúlega,“ sagði Aron en viðtalið má heyra allt hér efst í fréttinni. „Við héldum þó rónni enda var spilið okkar að virka. Þeir voru oft að spila lengi þegar við náðum að stilla upp í vörn svo að þetta snerist í raun ekki um að annað en að vera ekki að örvænta - taka bara eina sókn í einu og eina vörn í einu. Okkur tókst að jafna undir lok hálfleiksins og kláruðum þetta svo í þeim seinni.“ Hann segir að það sem hafi helst breyst hjá íslenska liðinu í síðari hálfleik hafi verið að strákarnir fóru loks að nýta færin sín betur. „Það var að drepa okkur í fyrri hálfleik. Við vorum að spila okkur í færi allan leikinn, líka í byrjuninni. Við héldum áfram að spila inn á þeirra veikleika og það virkaði vel.“ „Við töluðum mikið um að halda einbeitingunni - skora eitt mark í einu og það skilaði sér í dag.“ Loks þegar sóknarleikur Íslands fór loksins að ganga upp datt vörn og markvarsla aðeins niður hjá strákunum. „Mér fannst þeir ná að slíta okkur aðeins í sundur. Við fengum líka nokkrar brottvísanir en mér fannst Aron Rafn koma ágætlega inn í þetta í lokin og verja nokkra góða bolta.“ Frakkar verða næstu andstæðingar Íslands og Aron á vitanlega von á erfiðum leik gegn Evrópumeisturunum. „Frakkar eru auðvitað með frábært lið og þetta verður erfiður leikur. En þetta snýst um okkur - að vinna í okkar málum og halda áfram að bæta okkar leik. Við þurfum að spila vel gegn Frökkum og við skulum sjá hvort að það nægi okkur ekki til sigurs.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Alsír 32-24 | Sigur þrátt fyrir erfiða fæðingu Hörmuleg byrjun strákanna okkar gegn Alsír varð þeim sem betur fer ekki að falli. 18. janúar 2015 00:01 Snorri Steinn: Fór aðeins um mig "Það er engin spurning að mér er létt. Dagurinn eftir Svíaleikinn var erfiður og það er gott að vera kominn á kortið þó svo byrjun þessa leiks hafi ekki alveg verið sú sem maður óskaði sér," sagði Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins, eftir Alsír-leikinn. 18. janúar 2015 18:17 Aron: Hafði aldrei áhyggjur Aron Pálmarsson var maður leiksins í sigri Íslands á Alsír í kvöld en eftir erfiða fæðingu er Íslands loksins komið á blað á HM í handbolta. 18. janúar 2015 18:17 Björgvin: Þessi byrjun var bara djók Björgvin Páll Gústavsson var léttur eftir leik kvöldsins enda fyrstu punktarnir komnir í hús á HM í Katar. 18. janúar 2015 18:03 Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Fótbolti Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira
Aron Kristjánsson, þjálfari Íslands, segir að mikilvægast í leiknum gegn Alsír í kvöld hafi verið að halda rónni þrátt fyrir mótlætið í fyrri hálfleik. Alsíringar skoruðu fyrstu sex mörk leiksins og leiddu í hálfleik með einu marki, 13-12. Strákarnir tóku þó völdin snemma í þeim síðari og lönduðu góðum sigri. „Við gerðum okkur erfitt fyrir í kvöld þrátt fyrir að okkur hafi tekist að spila okkur í dauðafæri í nánast hverri sókn. Það var því ótrúlegt að hafa lent 6-0 undir og markvörðurinn þeirra var að verja ótrúlega,“ sagði Aron en viðtalið má heyra allt hér efst í fréttinni. „Við héldum þó rónni enda var spilið okkar að virka. Þeir voru oft að spila lengi þegar við náðum að stilla upp í vörn svo að þetta snerist í raun ekki um að annað en að vera ekki að örvænta - taka bara eina sókn í einu og eina vörn í einu. Okkur tókst að jafna undir lok hálfleiksins og kláruðum þetta svo í þeim seinni.“ Hann segir að það sem hafi helst breyst hjá íslenska liðinu í síðari hálfleik hafi verið að strákarnir fóru loks að nýta færin sín betur. „Það var að drepa okkur í fyrri hálfleik. Við vorum að spila okkur í færi allan leikinn, líka í byrjuninni. Við héldum áfram að spila inn á þeirra veikleika og það virkaði vel.“ „Við töluðum mikið um að halda einbeitingunni - skora eitt mark í einu og það skilaði sér í dag.“ Loks þegar sóknarleikur Íslands fór loksins að ganga upp datt vörn og markvarsla aðeins niður hjá strákunum. „Mér fannst þeir ná að slíta okkur aðeins í sundur. Við fengum líka nokkrar brottvísanir en mér fannst Aron Rafn koma ágætlega inn í þetta í lokin og verja nokkra góða bolta.“ Frakkar verða næstu andstæðingar Íslands og Aron á vitanlega von á erfiðum leik gegn Evrópumeisturunum. „Frakkar eru auðvitað með frábært lið og þetta verður erfiður leikur. En þetta snýst um okkur - að vinna í okkar málum og halda áfram að bæta okkar leik. Við þurfum að spila vel gegn Frökkum og við skulum sjá hvort að það nægi okkur ekki til sigurs.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Alsír 32-24 | Sigur þrátt fyrir erfiða fæðingu Hörmuleg byrjun strákanna okkar gegn Alsír varð þeim sem betur fer ekki að falli. 18. janúar 2015 00:01 Snorri Steinn: Fór aðeins um mig "Það er engin spurning að mér er létt. Dagurinn eftir Svíaleikinn var erfiður og það er gott að vera kominn á kortið þó svo byrjun þessa leiks hafi ekki alveg verið sú sem maður óskaði sér," sagði Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins, eftir Alsír-leikinn. 18. janúar 2015 18:17 Aron: Hafði aldrei áhyggjur Aron Pálmarsson var maður leiksins í sigri Íslands á Alsír í kvöld en eftir erfiða fæðingu er Íslands loksins komið á blað á HM í handbolta. 18. janúar 2015 18:17 Björgvin: Þessi byrjun var bara djók Björgvin Páll Gústavsson var léttur eftir leik kvöldsins enda fyrstu punktarnir komnir í hús á HM í Katar. 18. janúar 2015 18:03 Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Fótbolti Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Alsír 32-24 | Sigur þrátt fyrir erfiða fæðingu Hörmuleg byrjun strákanna okkar gegn Alsír varð þeim sem betur fer ekki að falli. 18. janúar 2015 00:01
Snorri Steinn: Fór aðeins um mig "Það er engin spurning að mér er létt. Dagurinn eftir Svíaleikinn var erfiður og það er gott að vera kominn á kortið þó svo byrjun þessa leiks hafi ekki alveg verið sú sem maður óskaði sér," sagði Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins, eftir Alsír-leikinn. 18. janúar 2015 18:17
Aron: Hafði aldrei áhyggjur Aron Pálmarsson var maður leiksins í sigri Íslands á Alsír í kvöld en eftir erfiða fæðingu er Íslands loksins komið á blað á HM í handbolta. 18. janúar 2015 18:17
Björgvin: Þessi byrjun var bara djók Björgvin Páll Gústavsson var léttur eftir leik kvöldsins enda fyrstu punktarnir komnir í hús á HM í Katar. 18. janúar 2015 18:03