Aron Kristjánsson: Færanýtingin var að drepa okkur Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 18. janúar 2015 18:36 Vísir/Eva Björk Aron Kristjánsson, þjálfari Íslands, segir að mikilvægast í leiknum gegn Alsír í kvöld hafi verið að halda rónni þrátt fyrir mótlætið í fyrri hálfleik. Alsíringar skoruðu fyrstu sex mörk leiksins og leiddu í hálfleik með einu marki, 13-12. Strákarnir tóku þó völdin snemma í þeim síðari og lönduðu góðum sigri. „Við gerðum okkur erfitt fyrir í kvöld þrátt fyrir að okkur hafi tekist að spila okkur í dauðafæri í nánast hverri sókn. Það var því ótrúlegt að hafa lent 6-0 undir og markvörðurinn þeirra var að verja ótrúlega,“ sagði Aron en viðtalið má heyra allt hér efst í fréttinni. „Við héldum þó rónni enda var spilið okkar að virka. Þeir voru oft að spila lengi þegar við náðum að stilla upp í vörn svo að þetta snerist í raun ekki um að annað en að vera ekki að örvænta - taka bara eina sókn í einu og eina vörn í einu. Okkur tókst að jafna undir lok hálfleiksins og kláruðum þetta svo í þeim seinni.“ Hann segir að það sem hafi helst breyst hjá íslenska liðinu í síðari hálfleik hafi verið að strákarnir fóru loks að nýta færin sín betur. „Það var að drepa okkur í fyrri hálfleik. Við vorum að spila okkur í færi allan leikinn, líka í byrjuninni. Við héldum áfram að spila inn á þeirra veikleika og það virkaði vel.“ „Við töluðum mikið um að halda einbeitingunni - skora eitt mark í einu og það skilaði sér í dag.“ Loks þegar sóknarleikur Íslands fór loksins að ganga upp datt vörn og markvarsla aðeins niður hjá strákunum. „Mér fannst þeir ná að slíta okkur aðeins í sundur. Við fengum líka nokkrar brottvísanir en mér fannst Aron Rafn koma ágætlega inn í þetta í lokin og verja nokkra góða bolta.“ Frakkar verða næstu andstæðingar Íslands og Aron á vitanlega von á erfiðum leik gegn Evrópumeisturunum. „Frakkar eru auðvitað með frábært lið og þetta verður erfiður leikur. En þetta snýst um okkur - að vinna í okkar málum og halda áfram að bæta okkar leik. Við þurfum að spila vel gegn Frökkum og við skulum sjá hvort að það nægi okkur ekki til sigurs.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Alsír 32-24 | Sigur þrátt fyrir erfiða fæðingu Hörmuleg byrjun strákanna okkar gegn Alsír varð þeim sem betur fer ekki að falli. 18. janúar 2015 00:01 Snorri Steinn: Fór aðeins um mig "Það er engin spurning að mér er létt. Dagurinn eftir Svíaleikinn var erfiður og það er gott að vera kominn á kortið þó svo byrjun þessa leiks hafi ekki alveg verið sú sem maður óskaði sér," sagði Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins, eftir Alsír-leikinn. 18. janúar 2015 18:17 Aron: Hafði aldrei áhyggjur Aron Pálmarsson var maður leiksins í sigri Íslands á Alsír í kvöld en eftir erfiða fæðingu er Íslands loksins komið á blað á HM í handbolta. 18. janúar 2015 18:17 Björgvin: Þessi byrjun var bara djók Björgvin Páll Gústavsson var léttur eftir leik kvöldsins enda fyrstu punktarnir komnir í hús á HM í Katar. 18. janúar 2015 18:03 Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Sjá meira
Aron Kristjánsson, þjálfari Íslands, segir að mikilvægast í leiknum gegn Alsír í kvöld hafi verið að halda rónni þrátt fyrir mótlætið í fyrri hálfleik. Alsíringar skoruðu fyrstu sex mörk leiksins og leiddu í hálfleik með einu marki, 13-12. Strákarnir tóku þó völdin snemma í þeim síðari og lönduðu góðum sigri. „Við gerðum okkur erfitt fyrir í kvöld þrátt fyrir að okkur hafi tekist að spila okkur í dauðafæri í nánast hverri sókn. Það var því ótrúlegt að hafa lent 6-0 undir og markvörðurinn þeirra var að verja ótrúlega,“ sagði Aron en viðtalið má heyra allt hér efst í fréttinni. „Við héldum þó rónni enda var spilið okkar að virka. Þeir voru oft að spila lengi þegar við náðum að stilla upp í vörn svo að þetta snerist í raun ekki um að annað en að vera ekki að örvænta - taka bara eina sókn í einu og eina vörn í einu. Okkur tókst að jafna undir lok hálfleiksins og kláruðum þetta svo í þeim seinni.“ Hann segir að það sem hafi helst breyst hjá íslenska liðinu í síðari hálfleik hafi verið að strákarnir fóru loks að nýta færin sín betur. „Það var að drepa okkur í fyrri hálfleik. Við vorum að spila okkur í færi allan leikinn, líka í byrjuninni. Við héldum áfram að spila inn á þeirra veikleika og það virkaði vel.“ „Við töluðum mikið um að halda einbeitingunni - skora eitt mark í einu og það skilaði sér í dag.“ Loks þegar sóknarleikur Íslands fór loksins að ganga upp datt vörn og markvarsla aðeins niður hjá strákunum. „Mér fannst þeir ná að slíta okkur aðeins í sundur. Við fengum líka nokkrar brottvísanir en mér fannst Aron Rafn koma ágætlega inn í þetta í lokin og verja nokkra góða bolta.“ Frakkar verða næstu andstæðingar Íslands og Aron á vitanlega von á erfiðum leik gegn Evrópumeisturunum. „Frakkar eru auðvitað með frábært lið og þetta verður erfiður leikur. En þetta snýst um okkur - að vinna í okkar málum og halda áfram að bæta okkar leik. Við þurfum að spila vel gegn Frökkum og við skulum sjá hvort að það nægi okkur ekki til sigurs.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Alsír 32-24 | Sigur þrátt fyrir erfiða fæðingu Hörmuleg byrjun strákanna okkar gegn Alsír varð þeim sem betur fer ekki að falli. 18. janúar 2015 00:01 Snorri Steinn: Fór aðeins um mig "Það er engin spurning að mér er létt. Dagurinn eftir Svíaleikinn var erfiður og það er gott að vera kominn á kortið þó svo byrjun þessa leiks hafi ekki alveg verið sú sem maður óskaði sér," sagði Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins, eftir Alsír-leikinn. 18. janúar 2015 18:17 Aron: Hafði aldrei áhyggjur Aron Pálmarsson var maður leiksins í sigri Íslands á Alsír í kvöld en eftir erfiða fæðingu er Íslands loksins komið á blað á HM í handbolta. 18. janúar 2015 18:17 Björgvin: Þessi byrjun var bara djók Björgvin Páll Gústavsson var léttur eftir leik kvöldsins enda fyrstu punktarnir komnir í hús á HM í Katar. 18. janúar 2015 18:03 Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Alsír 32-24 | Sigur þrátt fyrir erfiða fæðingu Hörmuleg byrjun strákanna okkar gegn Alsír varð þeim sem betur fer ekki að falli. 18. janúar 2015 00:01
Snorri Steinn: Fór aðeins um mig "Það er engin spurning að mér er létt. Dagurinn eftir Svíaleikinn var erfiður og það er gott að vera kominn á kortið þó svo byrjun þessa leiks hafi ekki alveg verið sú sem maður óskaði sér," sagði Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins, eftir Alsír-leikinn. 18. janúar 2015 18:17
Aron: Hafði aldrei áhyggjur Aron Pálmarsson var maður leiksins í sigri Íslands á Alsír í kvöld en eftir erfiða fæðingu er Íslands loksins komið á blað á HM í handbolta. 18. janúar 2015 18:17
Björgvin: Þessi byrjun var bara djók Björgvin Páll Gústavsson var léttur eftir leik kvöldsins enda fyrstu punktarnir komnir í hús á HM í Katar. 18. janúar 2015 18:03