Aron Kristjánsson: Færanýtingin var að drepa okkur Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 18. janúar 2015 18:36 Vísir/Eva Björk Aron Kristjánsson, þjálfari Íslands, segir að mikilvægast í leiknum gegn Alsír í kvöld hafi verið að halda rónni þrátt fyrir mótlætið í fyrri hálfleik. Alsíringar skoruðu fyrstu sex mörk leiksins og leiddu í hálfleik með einu marki, 13-12. Strákarnir tóku þó völdin snemma í þeim síðari og lönduðu góðum sigri. „Við gerðum okkur erfitt fyrir í kvöld þrátt fyrir að okkur hafi tekist að spila okkur í dauðafæri í nánast hverri sókn. Það var því ótrúlegt að hafa lent 6-0 undir og markvörðurinn þeirra var að verja ótrúlega,“ sagði Aron en viðtalið má heyra allt hér efst í fréttinni. „Við héldum þó rónni enda var spilið okkar að virka. Þeir voru oft að spila lengi þegar við náðum að stilla upp í vörn svo að þetta snerist í raun ekki um að annað en að vera ekki að örvænta - taka bara eina sókn í einu og eina vörn í einu. Okkur tókst að jafna undir lok hálfleiksins og kláruðum þetta svo í þeim seinni.“ Hann segir að það sem hafi helst breyst hjá íslenska liðinu í síðari hálfleik hafi verið að strákarnir fóru loks að nýta færin sín betur. „Það var að drepa okkur í fyrri hálfleik. Við vorum að spila okkur í færi allan leikinn, líka í byrjuninni. Við héldum áfram að spila inn á þeirra veikleika og það virkaði vel.“ „Við töluðum mikið um að halda einbeitingunni - skora eitt mark í einu og það skilaði sér í dag.“ Loks þegar sóknarleikur Íslands fór loksins að ganga upp datt vörn og markvarsla aðeins niður hjá strákunum. „Mér fannst þeir ná að slíta okkur aðeins í sundur. Við fengum líka nokkrar brottvísanir en mér fannst Aron Rafn koma ágætlega inn í þetta í lokin og verja nokkra góða bolta.“ Frakkar verða næstu andstæðingar Íslands og Aron á vitanlega von á erfiðum leik gegn Evrópumeisturunum. „Frakkar eru auðvitað með frábært lið og þetta verður erfiður leikur. En þetta snýst um okkur - að vinna í okkar málum og halda áfram að bæta okkar leik. Við þurfum að spila vel gegn Frökkum og við skulum sjá hvort að það nægi okkur ekki til sigurs.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Alsír 32-24 | Sigur þrátt fyrir erfiða fæðingu Hörmuleg byrjun strákanna okkar gegn Alsír varð þeim sem betur fer ekki að falli. 18. janúar 2015 00:01 Snorri Steinn: Fór aðeins um mig "Það er engin spurning að mér er létt. Dagurinn eftir Svíaleikinn var erfiður og það er gott að vera kominn á kortið þó svo byrjun þessa leiks hafi ekki alveg verið sú sem maður óskaði sér," sagði Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins, eftir Alsír-leikinn. 18. janúar 2015 18:17 Aron: Hafði aldrei áhyggjur Aron Pálmarsson var maður leiksins í sigri Íslands á Alsír í kvöld en eftir erfiða fæðingu er Íslands loksins komið á blað á HM í handbolta. 18. janúar 2015 18:17 Björgvin: Þessi byrjun var bara djók Björgvin Páll Gústavsson var léttur eftir leik kvöldsins enda fyrstu punktarnir komnir í hús á HM í Katar. 18. janúar 2015 18:03 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Sjá meira
Aron Kristjánsson, þjálfari Íslands, segir að mikilvægast í leiknum gegn Alsír í kvöld hafi verið að halda rónni þrátt fyrir mótlætið í fyrri hálfleik. Alsíringar skoruðu fyrstu sex mörk leiksins og leiddu í hálfleik með einu marki, 13-12. Strákarnir tóku þó völdin snemma í þeim síðari og lönduðu góðum sigri. „Við gerðum okkur erfitt fyrir í kvöld þrátt fyrir að okkur hafi tekist að spila okkur í dauðafæri í nánast hverri sókn. Það var því ótrúlegt að hafa lent 6-0 undir og markvörðurinn þeirra var að verja ótrúlega,“ sagði Aron en viðtalið má heyra allt hér efst í fréttinni. „Við héldum þó rónni enda var spilið okkar að virka. Þeir voru oft að spila lengi þegar við náðum að stilla upp í vörn svo að þetta snerist í raun ekki um að annað en að vera ekki að örvænta - taka bara eina sókn í einu og eina vörn í einu. Okkur tókst að jafna undir lok hálfleiksins og kláruðum þetta svo í þeim seinni.“ Hann segir að það sem hafi helst breyst hjá íslenska liðinu í síðari hálfleik hafi verið að strákarnir fóru loks að nýta færin sín betur. „Það var að drepa okkur í fyrri hálfleik. Við vorum að spila okkur í færi allan leikinn, líka í byrjuninni. Við héldum áfram að spila inn á þeirra veikleika og það virkaði vel.“ „Við töluðum mikið um að halda einbeitingunni - skora eitt mark í einu og það skilaði sér í dag.“ Loks þegar sóknarleikur Íslands fór loksins að ganga upp datt vörn og markvarsla aðeins niður hjá strákunum. „Mér fannst þeir ná að slíta okkur aðeins í sundur. Við fengum líka nokkrar brottvísanir en mér fannst Aron Rafn koma ágætlega inn í þetta í lokin og verja nokkra góða bolta.“ Frakkar verða næstu andstæðingar Íslands og Aron á vitanlega von á erfiðum leik gegn Evrópumeisturunum. „Frakkar eru auðvitað með frábært lið og þetta verður erfiður leikur. En þetta snýst um okkur - að vinna í okkar málum og halda áfram að bæta okkar leik. Við þurfum að spila vel gegn Frökkum og við skulum sjá hvort að það nægi okkur ekki til sigurs.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Alsír 32-24 | Sigur þrátt fyrir erfiða fæðingu Hörmuleg byrjun strákanna okkar gegn Alsír varð þeim sem betur fer ekki að falli. 18. janúar 2015 00:01 Snorri Steinn: Fór aðeins um mig "Það er engin spurning að mér er létt. Dagurinn eftir Svíaleikinn var erfiður og það er gott að vera kominn á kortið þó svo byrjun þessa leiks hafi ekki alveg verið sú sem maður óskaði sér," sagði Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins, eftir Alsír-leikinn. 18. janúar 2015 18:17 Aron: Hafði aldrei áhyggjur Aron Pálmarsson var maður leiksins í sigri Íslands á Alsír í kvöld en eftir erfiða fæðingu er Íslands loksins komið á blað á HM í handbolta. 18. janúar 2015 18:17 Björgvin: Þessi byrjun var bara djók Björgvin Páll Gústavsson var léttur eftir leik kvöldsins enda fyrstu punktarnir komnir í hús á HM í Katar. 18. janúar 2015 18:03 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Alsír 32-24 | Sigur þrátt fyrir erfiða fæðingu Hörmuleg byrjun strákanna okkar gegn Alsír varð þeim sem betur fer ekki að falli. 18. janúar 2015 00:01
Snorri Steinn: Fór aðeins um mig "Það er engin spurning að mér er létt. Dagurinn eftir Svíaleikinn var erfiður og það er gott að vera kominn á kortið þó svo byrjun þessa leiks hafi ekki alveg verið sú sem maður óskaði sér," sagði Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins, eftir Alsír-leikinn. 18. janúar 2015 18:17
Aron: Hafði aldrei áhyggjur Aron Pálmarsson var maður leiksins í sigri Íslands á Alsír í kvöld en eftir erfiða fæðingu er Íslands loksins komið á blað á HM í handbolta. 18. janúar 2015 18:17
Björgvin: Þessi byrjun var bara djók Björgvin Páll Gústavsson var léttur eftir leik kvöldsins enda fyrstu punktarnir komnir í hús á HM í Katar. 18. janúar 2015 18:03