Handbolti

Aron: Alsíringar hætturlegir með blóð á tönnunum

Arnar Björnsson skrifar
Aron Kristjánsson ræðir við fjölmiðla í dag.
Aron Kristjánsson ræðir við fjölmiðla í dag. Vísir/Eva Björk
Handboltalandsliðið var nýkomið af fundi þegar blaðamenn hittu leikmennina á Hilton-hótelinu í Doha í dag. Þá voru þeir búnir að skoða myndbandsupptöku af leiknum og þjálfarinn Aron Kristjánsson búinn að leggja línurnar.

„Það var gott fyrir leikmennina að skoða það sem fór úrskeiðis,“ sagði Aron um leikinn gegn Svíum í gær en hann tapaðist stórt, 24-16. Viðtalið við hann má sjá hér neðst í fréttinni.

„Við klúðruðum ákjósanlegum færum snemma í leiknum og smátt og smátt hvarf yfirsýnin og við hættum að nýta breydd vallarins, tímasetningar voru ónákvæmar og menn mættu ekki nógu snemma í boltann og slepptu honum á röngum tíma bæði í „klippingum“ og „stimplunum“. Við klikkuðum á skotum og sóknarleikurinn gékk mjög illa. Við vorum mjög ólíkir sjálfum okkur í leiknum“

Aron segir að leikurinn annað kvöld gegn Alsír verði allt öðru vísi en gegn Svíum. „Þeir spila 3-2-1 vörn eru mjög ákafir í vörninni og við þurfum að nýta okkur það. Þeir geta fokið útaf þegar við mætum þeim af krafti og það þurfum við að nýta vel og svo þurfum við að halda dampi í vörninni sem við gerðum vel í gær.“

Hverju ætlarðu að breyta frá Svíaleiknum? „Það er nokkuð ljóst að við þurfum öflugri sóknarleik, meiri samvinnu og það mun koma. Á meðan Alsírmenn eru inni í leiknum og sjá að þeir eiga möguleika og eru með blóð á tönnunum eru þeir erfiðir við að eiga en þeir eiga það til að brotna ef mótherjinn nær ágætu forskoti.“

Aron óttast ekki að Íslendingar vanmeti Alsírmenn þrátt fyrir að þeir hafi tapað stórt fyrir Egyptum í 1. umferðinni. „Við þurfum að kvitta fyrir leikinn í gær og getum spilað miklu betur.


Tengdar fréttir

Íslensk katastrófa í Katar

Strákarnir okkar sáu aldrei til sólar í eyðimerkurríkinu Katar við Persaflóann. Ísland steinlá fyrir Svíþjóð, 24-16, og átti sér vart viðreisnar von í sínum fyrsta leik á HM í handbolta. Ísland mætir Alsír á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×