Lýðræðisást eða hræðsla Felix Felixson skrifar 11. september 2015 09:43 Áhugavert var að fylgjast með umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Sérstaka náði Birgitta Jónsdóttir athygli minni þegar hún hjólaði í Ólaf Ragnar vegna ræðu hans fyrr um daginn. Það hefur örugglega verið takmarkið en lyktaði af populisma að mínu mati. Ólafur Ragnar varaði við því að hafa kosningar vegna breytinga á stjórnarskrá á sama tíma og forsetakosningarnar á næsta ári. Hætta væri á því að þær kosningar snérust eingöngu um stjórnarskránna og álit forsetaefna á henni en ekki um að velja hæfasta einstaklinginn til forseta. Birgitta tók þetta til sín og ákvað að setja ofan í forsetan. Hún sagði að það væri langbest að tengja stjórnarskrárkosningar við aðrar þjóðkosningar þvi þá væri meiri líkur á því að nægur meirihluti fengist til að mæta á kjörstað. Við þessi orð var ég hugsi. Samræmist þetta lýðræðislegum skoðunum Birgittu? Þarf að hengja kosningar um stjórnarskrá lýðveldisins við forsetakosningar til að nægur fjöldi komi á kjörstað? Hvernig veit Birgitta þá hvort fólk kom til að kjósa forseta eða kjósa um breytingu á stjórnarskrá? Hvert ætlar hún að sækja umboðið til að breyta stjórnarskránni? Nei hér er Birgitta á miklum villigötum að mínu mati. Það væri glapræði að hengja þessar kosningar saman. Ef þingið vill fá óheft og óskilyrt umboð þjóðarinnar um breytingu á stjórnarskrá þá þarf að halda þær kosningar sér. Þannig sjást best raunverulegar skoðanir og einnig áhuga þjóðarinnar á þvi hvort eigi yfirhöfuð að breyta stjórnarskránni. Við erum að tala um Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands! Ekki eitthvað plagg sem hægt er að kjósa um í framhjáhlaupi með öðrum kosningum. Ef það er raunverulegur vilji þjóðarinnar að breytingar verða gerðar á stjórnarskránni þá fer þjóðin á kjörstað til að kjósa um þær breytingar. Þeir sem segjast vilja beint lýðræði mega ekki falla í þá gryfju að hræðast niðurstöðu slíks lýðræðis. Ef svo vildi til að fáir mættu á kjörstað vegna breytinga á stjórnarskrá er það ekki vísbending um að ekki sé mikill áhugi á stjórnarskrárbreytingum? Hvort sem að þjóðin samþykki eða hafni breytingum á stjórnarskrá er umboðið sem þingið fær ekki sterkara ef kosningarnar væru haldnar sér? Er kannski verið að þrýsta í gegn breytingum á stjórnarskránni án þess að fá til þess skýrt umboð þjóðarinnar eins síðasta ríkisstjórn gerði þegar sótt var um aðild að ESB án þess að spyrja þjóðina fyrst? Þetta hljómar í mín eyru eins og það sé hræðsla um að ekki náist næg þátttaka til að gera breytingar á stjórnarskránni ef kosningarnar verða haldnar sér og því eigi að hengja þær við forsetakosningarnar í þeirri von að nógu margir fari á kjörstað þá. En þá erum við komin langt frá því opna lýðræði sem Birgitta og fleiri stjórnmálamenn segjast styðja. Þá er bara verið að koma sínum hugðarefnum fram hvort sem þjóðin vill það eður ei. Enda hljómar oft málflutningur Pírata oft eins það sem þau telji að fólk vilji heyra en ekki raunverulegar áherslur þeirra sem stjórnmálaflokkur. Það er villandi og óheiðarlegt gagnvart þjóðinni og því lýðræði sem þau segjast elska svo heitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Áhugavert var að fylgjast með umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Sérstaka náði Birgitta Jónsdóttir athygli minni þegar hún hjólaði í Ólaf Ragnar vegna ræðu hans fyrr um daginn. Það hefur örugglega verið takmarkið en lyktaði af populisma að mínu mati. Ólafur Ragnar varaði við því að hafa kosningar vegna breytinga á stjórnarskrá á sama tíma og forsetakosningarnar á næsta ári. Hætta væri á því að þær kosningar snérust eingöngu um stjórnarskránna og álit forsetaefna á henni en ekki um að velja hæfasta einstaklinginn til forseta. Birgitta tók þetta til sín og ákvað að setja ofan í forsetan. Hún sagði að það væri langbest að tengja stjórnarskrárkosningar við aðrar þjóðkosningar þvi þá væri meiri líkur á því að nægur meirihluti fengist til að mæta á kjörstað. Við þessi orð var ég hugsi. Samræmist þetta lýðræðislegum skoðunum Birgittu? Þarf að hengja kosningar um stjórnarskrá lýðveldisins við forsetakosningar til að nægur fjöldi komi á kjörstað? Hvernig veit Birgitta þá hvort fólk kom til að kjósa forseta eða kjósa um breytingu á stjórnarskrá? Hvert ætlar hún að sækja umboðið til að breyta stjórnarskránni? Nei hér er Birgitta á miklum villigötum að mínu mati. Það væri glapræði að hengja þessar kosningar saman. Ef þingið vill fá óheft og óskilyrt umboð þjóðarinnar um breytingu á stjórnarskrá þá þarf að halda þær kosningar sér. Þannig sjást best raunverulegar skoðanir og einnig áhuga þjóðarinnar á þvi hvort eigi yfirhöfuð að breyta stjórnarskránni. Við erum að tala um Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands! Ekki eitthvað plagg sem hægt er að kjósa um í framhjáhlaupi með öðrum kosningum. Ef það er raunverulegur vilji þjóðarinnar að breytingar verða gerðar á stjórnarskránni þá fer þjóðin á kjörstað til að kjósa um þær breytingar. Þeir sem segjast vilja beint lýðræði mega ekki falla í þá gryfju að hræðast niðurstöðu slíks lýðræðis. Ef svo vildi til að fáir mættu á kjörstað vegna breytinga á stjórnarskrá er það ekki vísbending um að ekki sé mikill áhugi á stjórnarskrárbreytingum? Hvort sem að þjóðin samþykki eða hafni breytingum á stjórnarskrá er umboðið sem þingið fær ekki sterkara ef kosningarnar væru haldnar sér? Er kannski verið að þrýsta í gegn breytingum á stjórnarskránni án þess að fá til þess skýrt umboð þjóðarinnar eins síðasta ríkisstjórn gerði þegar sótt var um aðild að ESB án þess að spyrja þjóðina fyrst? Þetta hljómar í mín eyru eins og það sé hræðsla um að ekki náist næg þátttaka til að gera breytingar á stjórnarskránni ef kosningarnar verða haldnar sér og því eigi að hengja þær við forsetakosningarnar í þeirri von að nógu margir fari á kjörstað þá. En þá erum við komin langt frá því opna lýðræði sem Birgitta og fleiri stjórnmálamenn segjast styðja. Þá er bara verið að koma sínum hugðarefnum fram hvort sem þjóðin vill það eður ei. Enda hljómar oft málflutningur Pírata oft eins það sem þau telji að fólk vilji heyra en ekki raunverulegar áherslur þeirra sem stjórnmálaflokkur. Það er villandi og óheiðarlegt gagnvart þjóðinni og því lýðræði sem þau segjast elska svo heitt.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun