Enski boltinn

Owen valdi átta úr United í sameiginlegu liði Liverpool og Manchester United

Vísir/GEtty
Michael Owen, fyrrum leikmaður Liverpool og Manchester United var spurður út í draumalið sitt úr núverandi leikmannahópum Manchester United og Liverpool fyrir stórleik helgarinnar. Valdi hann aðeins þrjá leikmenn úr Liverpool og átta úr liði Manchester United.

Owen sem lék með Liverpool í þrettán ár frá tólf ára aldri áður en hann gekk til liðs við Real Madrid. Fjórum árum síðar gekk hann til liðs við erkifjendur Liverpool í Manchester United á frjálsri sölu eftir að samningur hans hjá Newcastle rann út.

Til þess að hita upp fyrir stórleik helgarinnar var Owen beðinn um að velja sameiginlegt byrjunarlið sitt úr báðum leikmannahópum og valdi hann aðeins þrjá leikmenn Liverpool.

Valdi hann Christian Benteke, Philippe Coutinho og Martin Skrtel í liðið úr liði Liverpool en átta leikmenn úr Manchester United.

Byrjunarlið Owen úr liðum Liverpool og Manchester United:

Markmaður: David De Gea

Hægri bakvörður: Matteo Darmian

Vinstri bakvörður: Luke Shaw

Miðverðir: Martin Skrtel og Chris Smalling

Miðjumenn: Michael Carrick og Bastian Schweinsteiger

Vinstri kantur: Memphis Depay

Hægri kantur: Philippe Coutinho

Framherjar: Wayne Rooney og Christian Benteke




Fleiri fréttir

Sjá meira


×