Kvenlæg lesblinda Ingibjörg Gréta Gísladóttir skrifar 10. júlí 2015 10:00 Framkvæmdastjórn Evrópu segir að lítil og meðalstór fyrirtæki séu hryggjarstykkið í efnahagslífi Evrópu. Hún segir að þau séu 99% fyrirtækja álfunnar, skapi 85% nýrra starfa og ráði tvo þriðju hluta starfshæfs fólks í vinnu. Konur eru stór hluti þessarar aukningar, reka oft lítil fyrirtæki í kringum sína sérfræðiþekkingu, byrja smátt og stækka síðan hægt og rólega. Konur hafa verið taldar áhættufælnari stjórnendur í gegnum tíðina og er mjög oft komið fram við þær á þann máta. Það var því ansi áhugavert þegar kona nokkur tók þátt í tveimur viðskiptaáætlunarkeppnum hér á landi með sömu hugmyndina og sömu áætlunina. Hugmyndin snerist um nýsköpun á hönnunarsviði og var sami karlmaðurinn meðal dómara í báðum keppnum sem sérlegur fulltrúi nýsköpunar hjá hinu opinbera. Í fyrri samkeppninni, sem var eingöngu ætluð konum, fékk hugmyndin þá umsögn að hún væri áhugaverð en alltof hógvær, of lítill vöxtur sjáanlegur og því ekki spennandi fjárfestingakostur. Vinkonan tók sig þá til og gerði áhættusamari áætlun, breytti eingöngu Excel-áætlunarþætti hugmyndarinnar, skalaði hana upp og sendi í hina keppnina. Þar fékk hún þá umsögn, frá sama aðila, að þetta væri áhugaverð hugmynd en alltof áhættusöm og ekki raunsær vöxtur. Niðurstaðan? Viðkomandi gat augljóslega ekki sett sig inn í hugmyndina, þekkti ekki til slíks rekstrar og faldi sig á bak við meinta áhættufælni kvenna. Sama kona fór þá til bankans þar sem hún hafði verið tryggur viðskiptavinur í gegnum súrt, sætt og kreppu. Veðsetti heimilið sitt, kom verkefninu af stað, en vantaði síðan tvær milljónir til framleiðslunnar (var með sölusamninga upp á rúma milljón ásamt töluverðum áhuga frá markhópnum). Áhættan var lítil sem engin fyrir bankann sem hafði nú þegar veð í heimili konunnar. Svarið sem hún fékk á endanum frá yfirmanni, sem var karlmaður, var orðrétt: „Nei, því ég trúi ekki á þessa hugmynd en það væri gaman ef þú gætir „proof me wrong“.“ Svo mörg voru þau orð. Hún fór í annan banka, lagði fram sömu gögn fyrir starfsmann þess banka sem í þessu tilfelli var kona, fékk tilboð í bankaviðskiptin og flutti sig síðan yfir í þann banka. Það má til gamans geta að salan fór fram úr væntingum og hefur hugmyndin staðið undir sér frá upphafi. Sporin og hindranir sem konur þurfa að yfirstíga eru enn þá of mörg. Það er enn of mikil kvenlæg lesblinda til staðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópu segir að lítil og meðalstór fyrirtæki séu hryggjarstykkið í efnahagslífi Evrópu. Hún segir að þau séu 99% fyrirtækja álfunnar, skapi 85% nýrra starfa og ráði tvo þriðju hluta starfshæfs fólks í vinnu. Konur eru stór hluti þessarar aukningar, reka oft lítil fyrirtæki í kringum sína sérfræðiþekkingu, byrja smátt og stækka síðan hægt og rólega. Konur hafa verið taldar áhættufælnari stjórnendur í gegnum tíðina og er mjög oft komið fram við þær á þann máta. Það var því ansi áhugavert þegar kona nokkur tók þátt í tveimur viðskiptaáætlunarkeppnum hér á landi með sömu hugmyndina og sömu áætlunina. Hugmyndin snerist um nýsköpun á hönnunarsviði og var sami karlmaðurinn meðal dómara í báðum keppnum sem sérlegur fulltrúi nýsköpunar hjá hinu opinbera. Í fyrri samkeppninni, sem var eingöngu ætluð konum, fékk hugmyndin þá umsögn að hún væri áhugaverð en alltof hógvær, of lítill vöxtur sjáanlegur og því ekki spennandi fjárfestingakostur. Vinkonan tók sig þá til og gerði áhættusamari áætlun, breytti eingöngu Excel-áætlunarþætti hugmyndarinnar, skalaði hana upp og sendi í hina keppnina. Þar fékk hún þá umsögn, frá sama aðila, að þetta væri áhugaverð hugmynd en alltof áhættusöm og ekki raunsær vöxtur. Niðurstaðan? Viðkomandi gat augljóslega ekki sett sig inn í hugmyndina, þekkti ekki til slíks rekstrar og faldi sig á bak við meinta áhættufælni kvenna. Sama kona fór þá til bankans þar sem hún hafði verið tryggur viðskiptavinur í gegnum súrt, sætt og kreppu. Veðsetti heimilið sitt, kom verkefninu af stað, en vantaði síðan tvær milljónir til framleiðslunnar (var með sölusamninga upp á rúma milljón ásamt töluverðum áhuga frá markhópnum). Áhættan var lítil sem engin fyrir bankann sem hafði nú þegar veð í heimili konunnar. Svarið sem hún fékk á endanum frá yfirmanni, sem var karlmaður, var orðrétt: „Nei, því ég trúi ekki á þessa hugmynd en það væri gaman ef þú gætir „proof me wrong“.“ Svo mörg voru þau orð. Hún fór í annan banka, lagði fram sömu gögn fyrir starfsmann þess banka sem í þessu tilfelli var kona, fékk tilboð í bankaviðskiptin og flutti sig síðan yfir í þann banka. Það má til gamans geta að salan fór fram úr væntingum og hefur hugmyndin staðið undir sér frá upphafi. Sporin og hindranir sem konur þurfa að yfirstíga eru enn þá of mörg. Það er enn of mikil kvenlæg lesblinda til staðar.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar