Kvenlæg lesblinda Ingibjörg Gréta Gísladóttir skrifar 10. júlí 2015 10:00 Framkvæmdastjórn Evrópu segir að lítil og meðalstór fyrirtæki séu hryggjarstykkið í efnahagslífi Evrópu. Hún segir að þau séu 99% fyrirtækja álfunnar, skapi 85% nýrra starfa og ráði tvo þriðju hluta starfshæfs fólks í vinnu. Konur eru stór hluti þessarar aukningar, reka oft lítil fyrirtæki í kringum sína sérfræðiþekkingu, byrja smátt og stækka síðan hægt og rólega. Konur hafa verið taldar áhættufælnari stjórnendur í gegnum tíðina og er mjög oft komið fram við þær á þann máta. Það var því ansi áhugavert þegar kona nokkur tók þátt í tveimur viðskiptaáætlunarkeppnum hér á landi með sömu hugmyndina og sömu áætlunina. Hugmyndin snerist um nýsköpun á hönnunarsviði og var sami karlmaðurinn meðal dómara í báðum keppnum sem sérlegur fulltrúi nýsköpunar hjá hinu opinbera. Í fyrri samkeppninni, sem var eingöngu ætluð konum, fékk hugmyndin þá umsögn að hún væri áhugaverð en alltof hógvær, of lítill vöxtur sjáanlegur og því ekki spennandi fjárfestingakostur. Vinkonan tók sig þá til og gerði áhættusamari áætlun, breytti eingöngu Excel-áætlunarþætti hugmyndarinnar, skalaði hana upp og sendi í hina keppnina. Þar fékk hún þá umsögn, frá sama aðila, að þetta væri áhugaverð hugmynd en alltof áhættusöm og ekki raunsær vöxtur. Niðurstaðan? Viðkomandi gat augljóslega ekki sett sig inn í hugmyndina, þekkti ekki til slíks rekstrar og faldi sig á bak við meinta áhættufælni kvenna. Sama kona fór þá til bankans þar sem hún hafði verið tryggur viðskiptavinur í gegnum súrt, sætt og kreppu. Veðsetti heimilið sitt, kom verkefninu af stað, en vantaði síðan tvær milljónir til framleiðslunnar (var með sölusamninga upp á rúma milljón ásamt töluverðum áhuga frá markhópnum). Áhættan var lítil sem engin fyrir bankann sem hafði nú þegar veð í heimili konunnar. Svarið sem hún fékk á endanum frá yfirmanni, sem var karlmaður, var orðrétt: „Nei, því ég trúi ekki á þessa hugmynd en það væri gaman ef þú gætir „proof me wrong“.“ Svo mörg voru þau orð. Hún fór í annan banka, lagði fram sömu gögn fyrir starfsmann þess banka sem í þessu tilfelli var kona, fékk tilboð í bankaviðskiptin og flutti sig síðan yfir í þann banka. Það má til gamans geta að salan fór fram úr væntingum og hefur hugmyndin staðið undir sér frá upphafi. Sporin og hindranir sem konur þurfa að yfirstíga eru enn þá of mörg. Það er enn of mikil kvenlæg lesblinda til staðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópu segir að lítil og meðalstór fyrirtæki séu hryggjarstykkið í efnahagslífi Evrópu. Hún segir að þau séu 99% fyrirtækja álfunnar, skapi 85% nýrra starfa og ráði tvo þriðju hluta starfshæfs fólks í vinnu. Konur eru stór hluti þessarar aukningar, reka oft lítil fyrirtæki í kringum sína sérfræðiþekkingu, byrja smátt og stækka síðan hægt og rólega. Konur hafa verið taldar áhættufælnari stjórnendur í gegnum tíðina og er mjög oft komið fram við þær á þann máta. Það var því ansi áhugavert þegar kona nokkur tók þátt í tveimur viðskiptaáætlunarkeppnum hér á landi með sömu hugmyndina og sömu áætlunina. Hugmyndin snerist um nýsköpun á hönnunarsviði og var sami karlmaðurinn meðal dómara í báðum keppnum sem sérlegur fulltrúi nýsköpunar hjá hinu opinbera. Í fyrri samkeppninni, sem var eingöngu ætluð konum, fékk hugmyndin þá umsögn að hún væri áhugaverð en alltof hógvær, of lítill vöxtur sjáanlegur og því ekki spennandi fjárfestingakostur. Vinkonan tók sig þá til og gerði áhættusamari áætlun, breytti eingöngu Excel-áætlunarþætti hugmyndarinnar, skalaði hana upp og sendi í hina keppnina. Þar fékk hún þá umsögn, frá sama aðila, að þetta væri áhugaverð hugmynd en alltof áhættusöm og ekki raunsær vöxtur. Niðurstaðan? Viðkomandi gat augljóslega ekki sett sig inn í hugmyndina, þekkti ekki til slíks rekstrar og faldi sig á bak við meinta áhættufælni kvenna. Sama kona fór þá til bankans þar sem hún hafði verið tryggur viðskiptavinur í gegnum súrt, sætt og kreppu. Veðsetti heimilið sitt, kom verkefninu af stað, en vantaði síðan tvær milljónir til framleiðslunnar (var með sölusamninga upp á rúma milljón ásamt töluverðum áhuga frá markhópnum). Áhættan var lítil sem engin fyrir bankann sem hafði nú þegar veð í heimili konunnar. Svarið sem hún fékk á endanum frá yfirmanni, sem var karlmaður, var orðrétt: „Nei, því ég trúi ekki á þessa hugmynd en það væri gaman ef þú gætir „proof me wrong“.“ Svo mörg voru þau orð. Hún fór í annan banka, lagði fram sömu gögn fyrir starfsmann þess banka sem í þessu tilfelli var kona, fékk tilboð í bankaviðskiptin og flutti sig síðan yfir í þann banka. Það má til gamans geta að salan fór fram úr væntingum og hefur hugmyndin staðið undir sér frá upphafi. Sporin og hindranir sem konur þurfa að yfirstíga eru enn þá of mörg. Það er enn of mikil kvenlæg lesblinda til staðar.
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun