Hyggst kæra Strætó fyrir að neita henni um þjónustu Bjarki Ármannsson skrifar 10. júlí 2015 15:15 Steinunn hefur nýtt sér ferðaþjónustu fatlaðra undanfarin ár. Vísir Hreyfihömluð kona sem segist hafa verið kynferðislega áreitt af nokkrum bílstjórum á vegum ferðaþjónustu fatlaðra segist ekki hafa fengið akstursþjónustu frá því að hún greindi frá hegðun bílstjóranna á Facebook. Hún hyggst leggja fram kæru í næstu viku gegn bæði bílstjórunum og Strætó. Framkvæmdastjóri Strætó vísar því á bug að bílstjórar hafi komið sér saman um að neita að keyra konuna.Steinunn hyggst kæra Strætó eftir helgi.Mynd/Steinunn JakobsdóttirFái ekki lengur akstur vegna Facebook-færslu Steinunn Jakobsdóttir hefur verið lömuð öðrum megin á líkamanum eftir að hún fékk heilablóðfall fyrir ellefu árum. Hún hefur nýtt sér ferðaþjónustu fatlaðra allar götur síðan. Steinunn lýsti í viðtali við Vísi fyrr í vikunni nokkrum skiptum þar sem hún taldi ökumenn ferðaþjónustunnar hafa brotið á sér, meðal annars með óviðeigandi ummælum og þukli. Steinunn segir að henni hafi verið boðið að koma og ræða málið við nokkra yfirmenn hjá Strætó eftir að hún nafngreindi ökumenninna í opinni Facebook-færslu í síðasta mánuði. „Undirtóninn á fundinum var svona: „Segðu frá því sem þú ert óánægð með en haltu samt kjafti,““ segir Steinunn. Hún segir að eftir fundinn hafi vinur hennar sett færsluna inn á Facebook-hópinn Beauty Tips, sem telur rúmlega tuttugu þúsund meðlimi. Daginn eftir hafi hún svo fengið símtal frá Erlendi Pálssyni, sviðsstjóra akstursþjónustu Strætó og einum þeirra sem setið hafði fundinn. „Hann tjáir mér það að bílstjórarnir hafi bara haldið fund, af því að þetta væri nú komið inn á Beauty Tips og málinu greinilega ekki lokið,“ segir Steinunn. „Hann segir að bílstjórarnir neiti að keyra mig.“ Steinunn segist ekki hafa fengið akstur síðan. Hún heldur því jafnframt fram að þegar hún hafi hringt í þjónustuver Strætó til að spyrjast fyrir um bókaðar ferðir, hafi henni verið tjáð af starfsmanni að Erlendur hafi látið fjarlægja hana úr kerfinu. Hún hyggst kæra bílstjórana eftir helgina, sem og Strætó fyrir að neita henni um akstur.Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Bílstjórar ráði engu um hvern þeir keyraErlendur vildi ekki tjá sig um málið, heldur vísaði á Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóra Strætó, sem einnig sat fundinn með Steinunni. Jóhannes segir það af og frá að Strætó geti neitað fötluðum um ferðaþjónustu, hvað þá að bílstjórar ráði einhverju um það hvern þeir keyri. „Ef bíllinn er sendur til að sækja farþega þá ber þeim að taka hann,” segir Jóhannes. „Þeir geta alveg lýst sínum persónulegu skoðunum, ég hef engin áhrif á það, en þeir eru sendir þangað sem þörf er á.“ Jóhannes segir að bílstjórarnir gætu hafa viðrað þá skoðun við einhvern að þeir hefðu ekki áhuga á að keyra tiltekinn farþega og að misskilningur gæti hafa komið upp þannig. „En það eru náttúrulega sveitarfélögin sem setja fólk inn í kerfið og taka það út, við gerum það ekki,“ segir hann. „Við höfum enga skýringu á því hvers vegna hún var tekin af listanum, enda kemur það okkur ekkert við. Við getum ekki sagt einstaklingi upp þjónustu.“ Sveitarfélagið í þessu tilfelli er Mosfellsbær, þar sem Steinunn býr. Fulltrúar fjölskyldusviðs bæjarins vildu engin svör veita varðandi það hvernig stæði á því að Steinunn fengi ekki lengur þessa þjónustu. Tengdar fréttir Segir ökumenn hjá ferðaþjónustu fatlaðra hafa áreitt sig kynferðislega Steinunn Jakobsdóttir segir mennina meðal annars hafa káfað á sér og sent henni SMS utan vinnu. 7. júlí 2015 15:37 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Hreyfihömluð kona sem segist hafa verið kynferðislega áreitt af nokkrum bílstjórum á vegum ferðaþjónustu fatlaðra segist ekki hafa fengið akstursþjónustu frá því að hún greindi frá hegðun bílstjóranna á Facebook. Hún hyggst leggja fram kæru í næstu viku gegn bæði bílstjórunum og Strætó. Framkvæmdastjóri Strætó vísar því á bug að bílstjórar hafi komið sér saman um að neita að keyra konuna.Steinunn hyggst kæra Strætó eftir helgi.Mynd/Steinunn JakobsdóttirFái ekki lengur akstur vegna Facebook-færslu Steinunn Jakobsdóttir hefur verið lömuð öðrum megin á líkamanum eftir að hún fékk heilablóðfall fyrir ellefu árum. Hún hefur nýtt sér ferðaþjónustu fatlaðra allar götur síðan. Steinunn lýsti í viðtali við Vísi fyrr í vikunni nokkrum skiptum þar sem hún taldi ökumenn ferðaþjónustunnar hafa brotið á sér, meðal annars með óviðeigandi ummælum og þukli. Steinunn segir að henni hafi verið boðið að koma og ræða málið við nokkra yfirmenn hjá Strætó eftir að hún nafngreindi ökumenninna í opinni Facebook-færslu í síðasta mánuði. „Undirtóninn á fundinum var svona: „Segðu frá því sem þú ert óánægð með en haltu samt kjafti,““ segir Steinunn. Hún segir að eftir fundinn hafi vinur hennar sett færsluna inn á Facebook-hópinn Beauty Tips, sem telur rúmlega tuttugu þúsund meðlimi. Daginn eftir hafi hún svo fengið símtal frá Erlendi Pálssyni, sviðsstjóra akstursþjónustu Strætó og einum þeirra sem setið hafði fundinn. „Hann tjáir mér það að bílstjórarnir hafi bara haldið fund, af því að þetta væri nú komið inn á Beauty Tips og málinu greinilega ekki lokið,“ segir Steinunn. „Hann segir að bílstjórarnir neiti að keyra mig.“ Steinunn segist ekki hafa fengið akstur síðan. Hún heldur því jafnframt fram að þegar hún hafi hringt í þjónustuver Strætó til að spyrjast fyrir um bókaðar ferðir, hafi henni verið tjáð af starfsmanni að Erlendur hafi látið fjarlægja hana úr kerfinu. Hún hyggst kæra bílstjórana eftir helgina, sem og Strætó fyrir að neita henni um akstur.Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Bílstjórar ráði engu um hvern þeir keyraErlendur vildi ekki tjá sig um málið, heldur vísaði á Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóra Strætó, sem einnig sat fundinn með Steinunni. Jóhannes segir það af og frá að Strætó geti neitað fötluðum um ferðaþjónustu, hvað þá að bílstjórar ráði einhverju um það hvern þeir keyri. „Ef bíllinn er sendur til að sækja farþega þá ber þeim að taka hann,” segir Jóhannes. „Þeir geta alveg lýst sínum persónulegu skoðunum, ég hef engin áhrif á það, en þeir eru sendir þangað sem þörf er á.“ Jóhannes segir að bílstjórarnir gætu hafa viðrað þá skoðun við einhvern að þeir hefðu ekki áhuga á að keyra tiltekinn farþega og að misskilningur gæti hafa komið upp þannig. „En það eru náttúrulega sveitarfélögin sem setja fólk inn í kerfið og taka það út, við gerum það ekki,“ segir hann. „Við höfum enga skýringu á því hvers vegna hún var tekin af listanum, enda kemur það okkur ekkert við. Við getum ekki sagt einstaklingi upp þjónustu.“ Sveitarfélagið í þessu tilfelli er Mosfellsbær, þar sem Steinunn býr. Fulltrúar fjölskyldusviðs bæjarins vildu engin svör veita varðandi það hvernig stæði á því að Steinunn fengi ekki lengur þessa þjónustu.
Tengdar fréttir Segir ökumenn hjá ferðaþjónustu fatlaðra hafa áreitt sig kynferðislega Steinunn Jakobsdóttir segir mennina meðal annars hafa káfað á sér og sent henni SMS utan vinnu. 7. júlí 2015 15:37 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Segir ökumenn hjá ferðaþjónustu fatlaðra hafa áreitt sig kynferðislega Steinunn Jakobsdóttir segir mennina meðal annars hafa káfað á sér og sent henni SMS utan vinnu. 7. júlí 2015 15:37