Innlent

Neytendastofa sektaði þrjú bakarí

Úr verslun Bakarameistarans
Úr verslun Bakarameistarans
Neytendastofa hefur í kjölfar eftirlits með verðmerkingum í bakaríum á höfuðborgarsvæðinu sektað þrjú fyrirtæki vegna ástands verðmerkinga. 

Eftirlit Neytendastofu fólst í því að skoða ástand verðmerkinga í miklum fjölda bakaría annars vegar í febrúar og hins vegar í apríl 2015 er fram kemur á vef stofnunarinnar. Í seinni eftirlitsferð Neytendastofu hafði ástand verðmerkinga batnað umtalsvert. 

Nokkur bakarí höfðu þó ekki sinnt tilmælum Neytendastofu með fullnægjandi hætti og lagði Neytendastofa því stjórnvaldssektir á fyrirtækin. Þau fyrirtæki sem um ræðir eru Sveinsbakarí, Fjarðarbakarí, og Bakarameistarinn vegna verslana í Glæsibæ, Húsgagnahöllinni og Suðurveri, 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×