Bakarí þurfa að bæta ráð sitt til að forðast sektir ingvar haraldsson skrifar 27. febrúar 2015 13:09 Athugasemdir voru gerðar við verðmerkingar í fimm verslunum Bakarameistarans. „Augljóst er að verðmerkingar í bakaríum eru langt frá því að vera viðunandi,“ er niðurstaða Neytendastofu eftir athugun stofnunarinnar á verðmerkingum í 46 bakaríum á höfuðborgarsvæðinu, dagana eftir bolludaginn, 17. til 19. febrúar. Neytendastofa telur að fyrirtækin þurfi að fara vel yfir verðmerkingar og verklag í bakaríum sínum og bregðast fljótt við tilmælum Neytendastofu til að forðast sektir. Stofnunin gerði athugasemdir við verðmerkingar í þrettán bakaríum. Þar af fimm verslunum Bakarameistarans, í Austurveri, Glæsibæ, Húsgagnahöllinni, Smáratorgi og Suðurveri. Einnig voru gerðar athugasemdir við Jóa Fel Holtagörðum, Hringbraut, Kringlunni og Litlatúni, Kökuhornið Bæjarlind, Hverafold Bakarí, Fjarðarbakarí í Grafarholti og Sveinsbakarí Hólagörðum. Neytendastofa gerði sérstaklega athugasemdir við að rjómabollur væru auglýstar með afslætti án þess að fyrra verð væri gefið upp. „Sérstaklega var tekið eftir vörum sem voru á tilboði t.d rjómabollur sem voru merktar með 50% afslætti eða tvær fyrir eina en upprunalegt verð rjómabollanna kom hvergi fram. Upprunalegt verð vöru sem er á útsölu eða á tilboði þarf alltaf að koma skýrt fram,“ segir í frétt á vef Neytendastofu. Stofnunin telur stöðuna mikla afturför frá síðustu könnun sem gerð var haustið 2013 en þá voru verðmerkingar í borði í lagi hjá 92% bakaría en nú aðeins í 77% bakaría. Tengdar fréttir Verðlagseftirlit með kassastrimlum Nýtt tæki fyrir neytendur til að fylgjast með verðlagi var kynnt í gær og nefnist "Strimillinn". Hafin er söfnun í gagnagrunn á upplýsingum um matarverð og aðrar nauðsynjar. 30. janúar 2015 19:30 Síminn biðst velvirðingar á villandi auglýsingu Síminn hefur beðist velvirðingar á framsetningu auglýsingar sinnar í kjölfar þess að Fjarskipti hf., móðurfélag Vodafone, sendi Neytendastofu í gær kvörtun vegna auglýsingar Símans. 6. febrúar 2015 07:30 Neytendur blekktir með rjómabolluauglýsingum: „Þú auglýsir ekki útsölu nema hafa selt vöruna“ Hagkaup og Víðir auglýstu rjómabollur á lækkuðu verði um leið og varan fór á sölu. Forstjóri Neytendastofu segir það brot á reglum um útsölur. 15. febrúar 2015 22:22 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
„Augljóst er að verðmerkingar í bakaríum eru langt frá því að vera viðunandi,“ er niðurstaða Neytendastofu eftir athugun stofnunarinnar á verðmerkingum í 46 bakaríum á höfuðborgarsvæðinu, dagana eftir bolludaginn, 17. til 19. febrúar. Neytendastofa telur að fyrirtækin þurfi að fara vel yfir verðmerkingar og verklag í bakaríum sínum og bregðast fljótt við tilmælum Neytendastofu til að forðast sektir. Stofnunin gerði athugasemdir við verðmerkingar í þrettán bakaríum. Þar af fimm verslunum Bakarameistarans, í Austurveri, Glæsibæ, Húsgagnahöllinni, Smáratorgi og Suðurveri. Einnig voru gerðar athugasemdir við Jóa Fel Holtagörðum, Hringbraut, Kringlunni og Litlatúni, Kökuhornið Bæjarlind, Hverafold Bakarí, Fjarðarbakarí í Grafarholti og Sveinsbakarí Hólagörðum. Neytendastofa gerði sérstaklega athugasemdir við að rjómabollur væru auglýstar með afslætti án þess að fyrra verð væri gefið upp. „Sérstaklega var tekið eftir vörum sem voru á tilboði t.d rjómabollur sem voru merktar með 50% afslætti eða tvær fyrir eina en upprunalegt verð rjómabollanna kom hvergi fram. Upprunalegt verð vöru sem er á útsölu eða á tilboði þarf alltaf að koma skýrt fram,“ segir í frétt á vef Neytendastofu. Stofnunin telur stöðuna mikla afturför frá síðustu könnun sem gerð var haustið 2013 en þá voru verðmerkingar í borði í lagi hjá 92% bakaría en nú aðeins í 77% bakaría.
Tengdar fréttir Verðlagseftirlit með kassastrimlum Nýtt tæki fyrir neytendur til að fylgjast með verðlagi var kynnt í gær og nefnist "Strimillinn". Hafin er söfnun í gagnagrunn á upplýsingum um matarverð og aðrar nauðsynjar. 30. janúar 2015 19:30 Síminn biðst velvirðingar á villandi auglýsingu Síminn hefur beðist velvirðingar á framsetningu auglýsingar sinnar í kjölfar þess að Fjarskipti hf., móðurfélag Vodafone, sendi Neytendastofu í gær kvörtun vegna auglýsingar Símans. 6. febrúar 2015 07:30 Neytendur blekktir með rjómabolluauglýsingum: „Þú auglýsir ekki útsölu nema hafa selt vöruna“ Hagkaup og Víðir auglýstu rjómabollur á lækkuðu verði um leið og varan fór á sölu. Forstjóri Neytendastofu segir það brot á reglum um útsölur. 15. febrúar 2015 22:22 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Verðlagseftirlit með kassastrimlum Nýtt tæki fyrir neytendur til að fylgjast með verðlagi var kynnt í gær og nefnist "Strimillinn". Hafin er söfnun í gagnagrunn á upplýsingum um matarverð og aðrar nauðsynjar. 30. janúar 2015 19:30
Síminn biðst velvirðingar á villandi auglýsingu Síminn hefur beðist velvirðingar á framsetningu auglýsingar sinnar í kjölfar þess að Fjarskipti hf., móðurfélag Vodafone, sendi Neytendastofu í gær kvörtun vegna auglýsingar Símans. 6. febrúar 2015 07:30
Neytendur blekktir með rjómabolluauglýsingum: „Þú auglýsir ekki útsölu nema hafa selt vöruna“ Hagkaup og Víðir auglýstu rjómabollur á lækkuðu verði um leið og varan fór á sölu. Forstjóri Neytendastofu segir það brot á reglum um útsölur. 15. febrúar 2015 22:22