Innlent

Landsnet orðið 10 ára

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Guðmundur Ingi Ásmundsson er forstjóri Landsnets. Hann tók við starfinu um síðustu áramót, en var áður aðstoðarforstjóri.
Guðmundur Ingi Ásmundsson er forstjóri Landsnets. Hann tók við starfinu um síðustu áramót, en var áður aðstoðarforstjóri. Fréttablaðið/GVA
Landsnet kynnir nýjar áherslur í rekstri félagsins á opnum vorfundi um stöðu flutningskerfis raforku á Íslandi í fyrramálið, 9. apríl.

„Tíu ár eru frá því félagið tók til starfa og er vorfundurinn orðinn árviss viðburður,“ segir í tilkynningu.

Nýjum áherslum, sem Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, kynnir eiga meðal annars að ná fram víðtækari samfélagssátt um leiðir til að þróa og viðhalda raforkuflutningskerfi landsins, í sátt við samfélag og umhverfi.

Hægt verður að fylgjast með fundinum á landsnet.is og koma að spurningum á Twitter undir #landsnet, eða í netfangið landsnet@landsnet.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×