Kostar 80 milljarða að tryggja afhendingu 10. september 2015 07:00 Hálslón er fjarri því að vera búið að safna því vatnsmagni sem árstíminn gefur tilefni til. Í byrjun október er vonast til að fylling lónsins nái 80%. Mynd/Landsvirkjun Landsvirkjun myndi þurfa að fjárfesta í nýjum virkjunum fyrir um 80 milljarða króna ef orkufyrirtækið vildi komast alfarið hjá því að þurfa að skerða afhendingu raforku til viðskiptavina sinna í vondum vatnsárum eins og nú. Það myndi hins vegar reynast afar óskynsamleg fjárfesting þar sem skerðing á afhendingu raforku eru undantekning frá reglunni og aðeins hefur í eitt skipti á síðastliðnum fimmtán árum komið til slíkrar aðgerðar.Skítaveður Kalt tíðarfar hefur valdið því að innrennsli í miðlunarlón hefur verið sögulega lítið og er Hálslón nú aðeins búið að safna 70 prósentum af því vatnsmagni sem þarf til að fylla það. Staðan í Þórisvatni er betri en ljóst er að lónin verða ekki fyllt þetta haustið. Stórnotendum á raforku var tilkynnt í byrjun mánaðar að orka til þeirra yrði að öllum líkindum skert þegar líða tekur á veturinn, en gert er ráð fyrir slíkri skerðingu í samningum Landsvirkjunar og fyrirtækjanna. Gagnkvæmur sveigjanleiki er í samningum. Það þýðir að stór hluti raforkusamninga Landsvirkjunar er þannig upp byggður að heimild er til að minnka orkuframboð um allt að 10 prósent, og hefur Landsvirkjun nýtt sér þessa heimild einu sinni á undanförnum árum þegar orka var minnkuð um 2 prósent síðla vetrar og vor árið 2014. Þá komu skerðingar til vegna lélegs vatnsárs 2013.Hörður ArnarsonEnn vonHörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að enn eigi eftir að koma í ljós hvernig september og október reynast og því geti staðan breyst mikið frá því sem nú er. Hins vegar er staðan sú núna samkvæmt rekstraráætlunum að nauðsynlegt þótti að tilkynna fyrirtækjunum það núna að þessi hætta sé fyrir hendi. Uppistaðan af vatnsmiðlunum Landsvirkjunar eru í Fljótsdal og á Þjórsár-Tungnaársvæðunum, eða 88 prósent af heildinni. Blanda hefur einnig ákveðið miðlunargildi. Eðli kerfisins er vetrarúrkoman á hálendinu og á jöklum, en yfir sumarið taka miðlanirnar við bráðnun sumarsins og geyma vatnið yfir veturinn til orkuvinnslu. „Þetta er ekki með öllu óþekkt,“ segir Hörður og rifjar upp að árið 1993 er sambærilegt og að segja megi að á 20 ára fresti sé von á aðstæðum sem skapa vanda eins og nú er staðreynd. „Síðasta lágrennslisár var 1997 fram til ársins 2013, svo segja má að aðstæður séu óvenjulegar núna að tvö lágrennslisár komi með svo stuttu millibili. Eins má hnykkja á því að lágrennslisárin 2013 og í ár eru óskyldir atburðir og tengjast ekki að neinu leyti. Hins vegar er það til bóta að vera komin með svo stórt og öflugt kerfi. Við sáum það í fyrra þegar við lentum í vandræðum á Þjórsársvæðinu þegar Tungnaá fór niður fyrir sögulegt rennsli að við gátum styrkt reksturinn með Fljótsdalsstöð þar sem vatnsbúskapurinn var betri. Núna hefur þetta snúist við og við erum að styðja við Austurland með aukinni keyrslu á Þjórsársvæðinu,“ segir Hörður en á þennan hátt má draga úr áhættunni.Duttlungar náttúrunnar Með öðrum orðum þá er sparað vatn í öðru kerfinu til framleiðslu síðar með því að auka vatnsnýtingu og meiri framleiðslu inn á kerfið úr því síðara. Það er reyndar gríðarlegur munur á orkuvinnslunni tengdur þessum duttlungum náttúrunnar en hægt er að vinna allt að því 40 prósentum meira af orku í hárennslisári en lágrennslisári. Rétt er að taka fram að þessar sveiflur hafa lítil sem engin áhrif á aðra en stóriðjuna í landinu. Flestir á heildsölumarkaði raforku eru að kaupa forgangsorku sem er ekki skerðanleg. Það eru helst fiskimjölsverksmiðjur sem kaupa mjög skerðanlega orku enda kostar hún aðeins einn þriðja af verði forgangsorkunnar. Þær keyra nú á olíu, sem mun ekki vera dýrara en að keyra á rafmagni þessa dagana. Svo þeir sem kaupa raforku til hitunar á köldum svæðum, til dæmis Orkubú Vestfjarða og Rarik, kaupa líka skerðanlega orku og þurfa kannski að skipta yfir í olíu seinna í vetur. Það ætti ekki að hafa áhrif á þeirra notendur.Vetur konungur ræður einn Enn ríkir óvissa um takmörkun orkuafhendingar en miðað við meðalhorfur um 80 prósenta fyllingu lóna 1. október og meðalrennsli í vetur og fram á næsta vor, má reikna með að orkusala Landsvirkjunar geti dregist saman um 3,5 prósent í vetur. Hún gæti orðið minni eða meiri en því ræður vetur konungur einn. „Við erum mjög langt frá því að nýta þær heimildir sem við höfum til að draga úr orkuafhendingu. Við höfum heimildir í einstökum árum til að skerða afhendingu þrefalt meira en nú er útlit fyrir. Við erum undirbúnir fyrir að annað lágrennslisár komi strax og mál þróist eins og núna, og svo aftur og aftur, þá myndum við á endanum þurfa að skerða afhendingu umfram þetta en þá taka við önnur ákvæði samninganna. Samningar okkar dekka öll hugsanleg tilvik að okkar mati,“ segir Hörður sem segir afhendingaröryggi Landsvirkjunar með því allra besta sem þekkist í heiminum. Það sýni reynslan.80 milljarðar Samningar um sveigjanleika um afhendingu raforku þýða að kerfið er nýtt betur en annars væri. Ef tryggja ætti 100 prósenta skil á orku til allra þyrfti 80 milljarða króna fjárfestingu – en sagan segir að þessi fjárfesting er óþörf miðað við orkusölu dagsins í dag. „Það er eitt ár sem við hefðum notað þá fjárfestingu til að standa skil á þeirri orku sem við höfum samið um að afhenda. Það má segja að síðastliðin 15 ár hefðum við þurft að nýta þá fjárfestingu einu sinni hluta úr ári – þ.a.s. í fyrra – en öll hin árin hefðu mannvirki staðið tilbúin til að mæta slíku tilviki, sem væri auðvitað afar slæm fjárfesting,“ segir Hörður. Samningar Landsvirkjunar og stórnotenda eru gagnkvæmir – eða að stóriðjufyrirtækin hafa almennt 85 prósenta kaupskyldu. Á árunum 2009 til 2014 keyptu fyrirtækin 95 til 98 prósent af samningsbundinni raforku og ótekin orka því tvö til fimm prósent. Hér er komið til móts við fyrirtækin ef koma upp alvarlegar bilanir eða hverjar þær markaðsaðstæður sem breyta rekstrarforsendum mjög mikið. Talan á bak við þennan hluta samninganna er 15 til 20 milljónir Bandaríkjadalir í ótekna orku á ári fyrir Landsvirkjun – tveir til 2,5 milljarðar á ári samkvæmt gengi dagsins.Skerðingar í næsta mánuði Eins og staðan er í dag þá býst Landsvirkjun við að skerða orku til viðskiptavina sinna strax í október – eða 30 dögum eftir að tilkynning barst til fyrirtækja um vandann. Staðan verður þó metin næstu vikur, og ef mikið streymir fram í lónin þá verður skerðingu kannski frestað eða samið verður við einstaka viðskiptavini um hvernig brugðist verður við. „September þarf að verða mjög góður ef við eigum að getað gefið frá okkur heimildir til að draga úr afhendingu í október,“ segir Hörður og bætir við að Landsvirkjun fari svo snemma af stað með að draga úr afhendingu til þess að undirbúa þann möguleika að annað lágrennslisár komi strax og fyrirtækið ráði við það. Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki á Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira
Landsvirkjun myndi þurfa að fjárfesta í nýjum virkjunum fyrir um 80 milljarða króna ef orkufyrirtækið vildi komast alfarið hjá því að þurfa að skerða afhendingu raforku til viðskiptavina sinna í vondum vatnsárum eins og nú. Það myndi hins vegar reynast afar óskynsamleg fjárfesting þar sem skerðing á afhendingu raforku eru undantekning frá reglunni og aðeins hefur í eitt skipti á síðastliðnum fimmtán árum komið til slíkrar aðgerðar.Skítaveður Kalt tíðarfar hefur valdið því að innrennsli í miðlunarlón hefur verið sögulega lítið og er Hálslón nú aðeins búið að safna 70 prósentum af því vatnsmagni sem þarf til að fylla það. Staðan í Þórisvatni er betri en ljóst er að lónin verða ekki fyllt þetta haustið. Stórnotendum á raforku var tilkynnt í byrjun mánaðar að orka til þeirra yrði að öllum líkindum skert þegar líða tekur á veturinn, en gert er ráð fyrir slíkri skerðingu í samningum Landsvirkjunar og fyrirtækjanna. Gagnkvæmur sveigjanleiki er í samningum. Það þýðir að stór hluti raforkusamninga Landsvirkjunar er þannig upp byggður að heimild er til að minnka orkuframboð um allt að 10 prósent, og hefur Landsvirkjun nýtt sér þessa heimild einu sinni á undanförnum árum þegar orka var minnkuð um 2 prósent síðla vetrar og vor árið 2014. Þá komu skerðingar til vegna lélegs vatnsárs 2013.Hörður ArnarsonEnn vonHörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að enn eigi eftir að koma í ljós hvernig september og október reynast og því geti staðan breyst mikið frá því sem nú er. Hins vegar er staðan sú núna samkvæmt rekstraráætlunum að nauðsynlegt þótti að tilkynna fyrirtækjunum það núna að þessi hætta sé fyrir hendi. Uppistaðan af vatnsmiðlunum Landsvirkjunar eru í Fljótsdal og á Þjórsár-Tungnaársvæðunum, eða 88 prósent af heildinni. Blanda hefur einnig ákveðið miðlunargildi. Eðli kerfisins er vetrarúrkoman á hálendinu og á jöklum, en yfir sumarið taka miðlanirnar við bráðnun sumarsins og geyma vatnið yfir veturinn til orkuvinnslu. „Þetta er ekki með öllu óþekkt,“ segir Hörður og rifjar upp að árið 1993 er sambærilegt og að segja megi að á 20 ára fresti sé von á aðstæðum sem skapa vanda eins og nú er staðreynd. „Síðasta lágrennslisár var 1997 fram til ársins 2013, svo segja má að aðstæður séu óvenjulegar núna að tvö lágrennslisár komi með svo stuttu millibili. Eins má hnykkja á því að lágrennslisárin 2013 og í ár eru óskyldir atburðir og tengjast ekki að neinu leyti. Hins vegar er það til bóta að vera komin með svo stórt og öflugt kerfi. Við sáum það í fyrra þegar við lentum í vandræðum á Þjórsársvæðinu þegar Tungnaá fór niður fyrir sögulegt rennsli að við gátum styrkt reksturinn með Fljótsdalsstöð þar sem vatnsbúskapurinn var betri. Núna hefur þetta snúist við og við erum að styðja við Austurland með aukinni keyrslu á Þjórsársvæðinu,“ segir Hörður en á þennan hátt má draga úr áhættunni.Duttlungar náttúrunnar Með öðrum orðum þá er sparað vatn í öðru kerfinu til framleiðslu síðar með því að auka vatnsnýtingu og meiri framleiðslu inn á kerfið úr því síðara. Það er reyndar gríðarlegur munur á orkuvinnslunni tengdur þessum duttlungum náttúrunnar en hægt er að vinna allt að því 40 prósentum meira af orku í hárennslisári en lágrennslisári. Rétt er að taka fram að þessar sveiflur hafa lítil sem engin áhrif á aðra en stóriðjuna í landinu. Flestir á heildsölumarkaði raforku eru að kaupa forgangsorku sem er ekki skerðanleg. Það eru helst fiskimjölsverksmiðjur sem kaupa mjög skerðanlega orku enda kostar hún aðeins einn þriðja af verði forgangsorkunnar. Þær keyra nú á olíu, sem mun ekki vera dýrara en að keyra á rafmagni þessa dagana. Svo þeir sem kaupa raforku til hitunar á köldum svæðum, til dæmis Orkubú Vestfjarða og Rarik, kaupa líka skerðanlega orku og þurfa kannski að skipta yfir í olíu seinna í vetur. Það ætti ekki að hafa áhrif á þeirra notendur.Vetur konungur ræður einn Enn ríkir óvissa um takmörkun orkuafhendingar en miðað við meðalhorfur um 80 prósenta fyllingu lóna 1. október og meðalrennsli í vetur og fram á næsta vor, má reikna með að orkusala Landsvirkjunar geti dregist saman um 3,5 prósent í vetur. Hún gæti orðið minni eða meiri en því ræður vetur konungur einn. „Við erum mjög langt frá því að nýta þær heimildir sem við höfum til að draga úr orkuafhendingu. Við höfum heimildir í einstökum árum til að skerða afhendingu þrefalt meira en nú er útlit fyrir. Við erum undirbúnir fyrir að annað lágrennslisár komi strax og mál þróist eins og núna, og svo aftur og aftur, þá myndum við á endanum þurfa að skerða afhendingu umfram þetta en þá taka við önnur ákvæði samninganna. Samningar okkar dekka öll hugsanleg tilvik að okkar mati,“ segir Hörður sem segir afhendingaröryggi Landsvirkjunar með því allra besta sem þekkist í heiminum. Það sýni reynslan.80 milljarðar Samningar um sveigjanleika um afhendingu raforku þýða að kerfið er nýtt betur en annars væri. Ef tryggja ætti 100 prósenta skil á orku til allra þyrfti 80 milljarða króna fjárfestingu – en sagan segir að þessi fjárfesting er óþörf miðað við orkusölu dagsins í dag. „Það er eitt ár sem við hefðum notað þá fjárfestingu til að standa skil á þeirri orku sem við höfum samið um að afhenda. Það má segja að síðastliðin 15 ár hefðum við þurft að nýta þá fjárfestingu einu sinni hluta úr ári – þ.a.s. í fyrra – en öll hin árin hefðu mannvirki staðið tilbúin til að mæta slíku tilviki, sem væri auðvitað afar slæm fjárfesting,“ segir Hörður. Samningar Landsvirkjunar og stórnotenda eru gagnkvæmir – eða að stóriðjufyrirtækin hafa almennt 85 prósenta kaupskyldu. Á árunum 2009 til 2014 keyptu fyrirtækin 95 til 98 prósent af samningsbundinni raforku og ótekin orka því tvö til fimm prósent. Hér er komið til móts við fyrirtækin ef koma upp alvarlegar bilanir eða hverjar þær markaðsaðstæður sem breyta rekstrarforsendum mjög mikið. Talan á bak við þennan hluta samninganna er 15 til 20 milljónir Bandaríkjadalir í ótekna orku á ári fyrir Landsvirkjun – tveir til 2,5 milljarðar á ári samkvæmt gengi dagsins.Skerðingar í næsta mánuði Eins og staðan er í dag þá býst Landsvirkjun við að skerða orku til viðskiptavina sinna strax í október – eða 30 dögum eftir að tilkynning barst til fyrirtækja um vandann. Staðan verður þó metin næstu vikur, og ef mikið streymir fram í lónin þá verður skerðingu kannski frestað eða samið verður við einstaka viðskiptavini um hvernig brugðist verður við. „September þarf að verða mjög góður ef við eigum að getað gefið frá okkur heimildir til að draga úr afhendingu í október,“ segir Hörður og bætir við að Landsvirkjun fari svo snemma af stað með að draga úr afhendingu til þess að undirbúa þann möguleika að annað lágrennslisár komi strax og fyrirtækið ráði við það.
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki á Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira