Þurfti að útskýra ásakanir um kynferðisleg SMS til táningsstelpna fyrir tengdó Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. maí 2015 11:45 Um eitt þúsund manns búa á Eskifirði. Vísir/Pjetur „Hann er að ýja að því að ég sé að senda unglingum kynferðisleg skilaboð. Þetta er með ólíkindum, að maðurinn skuli leyfa sér að skrifa þetta á opinberum vettvangi,“ segir lögreglumaðurinn Þór Þórðarson á Eskifirði. Vísar hann til Facebook-færslu Emils K. Thorarensen, íbúa á Eskifirði, sem orðin er að meiðyrðamáli sem tekið var til meðferðar í Héraðsdómi Austurlands fyrir helgi. Ríkissaksóknari sækir málið gegn Emil. Færsluna ritaði Emil í maí 2013 en hann segir sjálfur frá því að um opið bréf til sýslumannsins á Eskifirði hafi verið að ræða. Í færslunni sakaði Emil lögreglumanninn um að leggja sig og son sinn í einelti auk þess að hafa sent „táningum og unglingsstelpum kynferðisleg skilaboð og jafnframt boðið þeim upp á „afslátt“ gegn ???,“ eins og sagði orðrétt í færslu Emils sem var opin og því öllum aðgengileg. Blaðamaður Austurfréttar sat aðalmeðferðina í málinu og fjallar ítarlega um málið, bæði út frá sjónarhorni Emils og Þórs lögreglumanns.Óþægilegar augngotur Emil var beðinn um að lýsa eineltinu í sinn garð. Tengdust þau því sem hann taldi óeðlileg afskipti. Bíll hans væri stöðvaður auk þess sem honum þætti Þór leggja lögreglubílnum ótt og títt við hlið bíls Emils. „Ef hann var að fara í ræktina þá lagði hann bílnum sínum við hliðina á mínum bíl, þó tugir auðra stæða væru á svæðinu.“ Þá fannst Emil lögreglumaðurinn oft aka framhjá húsi sínu og horfa inn um gluggann. Sérstaklega í kjölfar þess að Emil skrifaði umrædda færslu á Facebook. Eineltið í garð sonar Emils sneri að handtöku sem hann mundi þó óljóst eftir. Þá voru taldar til óþægilegar augngotur á golfvelli fyrir austan og víðar. Í eitt skipti hafi lögreglumaðurinn spurt Emil fyrir utan pósthúsið á Eskifirði hvort hann væri að „senda dóp“ með póstinum.Táningar í augum sextugs manns Einn hluti ákærunnar snýr að ummælum Emils þess efnis að lögreglumaðurinn hafi haft óviðeigandi kynferðisleg samskipti við „táninga og unglingsstúlkur“. Emil hafði heyrt af þessu frá syni sínum og nafna sem hafði eftir vinkonu sinni að Þór hefði reynt að kyssa sig í fangaklefa. Í framhaldinu hefði hann sent skilaboð og reynt við hana. Í umfjöllun Austufrétta segir að töluvert fát hafi komið á Emil þegar hann var beðinn um að útskýra nánar hvað hann átti við með skrifum um samskipti Þórs við táninga og unglingsstúlkur. Hann hafi ekki átt við almenna skilgreiningu þeirra orða heldur væru allar konur undir þrítugu ungar og fallegar, hann væri orðinn rúmlega sextugur.Þurfti að útskýra málið fyrir tengdó Þór lýsti því hvaða áhrif færslan á Facebook hefði haft á fjölskyldu sína og sig. „Ég tók þessu mjög illa og fjölskylda mín líka. Þetta náttúrulega vegur að starfsheiðri mínum sem lögreglumaður. Kona mín átti erfiða daga eftir þetta. Í hvert skipti sem þetta hefur komið upp hefur það reynt mjög á okkar fjölskyldulíf,“ sagði Þór. Hann hafnaði alfarið ásökunum feðganna um einelti. Það er hans mat að hann hafi alls ekki oft þurft að hafa afskipti af Emil eldri í starfi sínu þó það hafi komið fyrir. Ekkert ætti þó að gefa Emil tilefni til að ráðast á persónu hans á opinberum vettvangi. Þór var sérstaklega ósáttur við skrifin um skilaboð til táninga og unglingsstelpna. Sagði hann að umfjöllun hefði verið mikil í fjölmiðlum í kjölfar færslunnar, myndir birst í fjölmiðlum af heimili þeirra. „Tengdaforeldrar mínir vissu ekki sitt rjúkandi ráð,“ sagði Þór. Hann hefði þurft að útskýra sín mál gagnvart þeim og verja æru sína.Engar formlegar kvartanir Lögreglumaðurinn sagði fólk alltaf tilbúið að níða skóinn af sér og og kollegum sínum. Ekki síst í minni samfélögum líkt og Eskifirði. Þar verði allt persónulegt. Lögreglumaðurinn sé ekki lögreglumaður heldur Þór. Yfirmaður hans, Jónas Vilhelmsson, tók undir orð Þórs. „Ég hef heyrt allskyns kjaftasögur, um Þór Þórðarson, sjálfan mig, son minn, mömmu mína og svo framvegis,“ sagði Jónas og bætti við að fleiri lögregluþjónar hefðu verið sakaðir um einelti. Engar formlegar kvartanir hefðu borist vegna framkomu Þórs í starfi. Emil heldur áfram skrifum sínum á Facebook og gerir upp aðalmeðferðina sjálfur á Facebook-síðu sinni eins og sjá má hér að neðan.Deginum í gær eyddi ég í Hérðasdómi Austurlannds, við oipinber réttarhöld, á Egilsstöðum vegna ákæru Ríkissaksóknara á...Posted by Emil Thorarensen on Friday, May 22, 2015 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
„Hann er að ýja að því að ég sé að senda unglingum kynferðisleg skilaboð. Þetta er með ólíkindum, að maðurinn skuli leyfa sér að skrifa þetta á opinberum vettvangi,“ segir lögreglumaðurinn Þór Þórðarson á Eskifirði. Vísar hann til Facebook-færslu Emils K. Thorarensen, íbúa á Eskifirði, sem orðin er að meiðyrðamáli sem tekið var til meðferðar í Héraðsdómi Austurlands fyrir helgi. Ríkissaksóknari sækir málið gegn Emil. Færsluna ritaði Emil í maí 2013 en hann segir sjálfur frá því að um opið bréf til sýslumannsins á Eskifirði hafi verið að ræða. Í færslunni sakaði Emil lögreglumanninn um að leggja sig og son sinn í einelti auk þess að hafa sent „táningum og unglingsstelpum kynferðisleg skilaboð og jafnframt boðið þeim upp á „afslátt“ gegn ???,“ eins og sagði orðrétt í færslu Emils sem var opin og því öllum aðgengileg. Blaðamaður Austurfréttar sat aðalmeðferðina í málinu og fjallar ítarlega um málið, bæði út frá sjónarhorni Emils og Þórs lögreglumanns.Óþægilegar augngotur Emil var beðinn um að lýsa eineltinu í sinn garð. Tengdust þau því sem hann taldi óeðlileg afskipti. Bíll hans væri stöðvaður auk þess sem honum þætti Þór leggja lögreglubílnum ótt og títt við hlið bíls Emils. „Ef hann var að fara í ræktina þá lagði hann bílnum sínum við hliðina á mínum bíl, þó tugir auðra stæða væru á svæðinu.“ Þá fannst Emil lögreglumaðurinn oft aka framhjá húsi sínu og horfa inn um gluggann. Sérstaklega í kjölfar þess að Emil skrifaði umrædda færslu á Facebook. Eineltið í garð sonar Emils sneri að handtöku sem hann mundi þó óljóst eftir. Þá voru taldar til óþægilegar augngotur á golfvelli fyrir austan og víðar. Í eitt skipti hafi lögreglumaðurinn spurt Emil fyrir utan pósthúsið á Eskifirði hvort hann væri að „senda dóp“ með póstinum.Táningar í augum sextugs manns Einn hluti ákærunnar snýr að ummælum Emils þess efnis að lögreglumaðurinn hafi haft óviðeigandi kynferðisleg samskipti við „táninga og unglingsstúlkur“. Emil hafði heyrt af þessu frá syni sínum og nafna sem hafði eftir vinkonu sinni að Þór hefði reynt að kyssa sig í fangaklefa. Í framhaldinu hefði hann sent skilaboð og reynt við hana. Í umfjöllun Austufrétta segir að töluvert fát hafi komið á Emil þegar hann var beðinn um að útskýra nánar hvað hann átti við með skrifum um samskipti Þórs við táninga og unglingsstúlkur. Hann hafi ekki átt við almenna skilgreiningu þeirra orða heldur væru allar konur undir þrítugu ungar og fallegar, hann væri orðinn rúmlega sextugur.Þurfti að útskýra málið fyrir tengdó Þór lýsti því hvaða áhrif færslan á Facebook hefði haft á fjölskyldu sína og sig. „Ég tók þessu mjög illa og fjölskylda mín líka. Þetta náttúrulega vegur að starfsheiðri mínum sem lögreglumaður. Kona mín átti erfiða daga eftir þetta. Í hvert skipti sem þetta hefur komið upp hefur það reynt mjög á okkar fjölskyldulíf,“ sagði Þór. Hann hafnaði alfarið ásökunum feðganna um einelti. Það er hans mat að hann hafi alls ekki oft þurft að hafa afskipti af Emil eldri í starfi sínu þó það hafi komið fyrir. Ekkert ætti þó að gefa Emil tilefni til að ráðast á persónu hans á opinberum vettvangi. Þór var sérstaklega ósáttur við skrifin um skilaboð til táninga og unglingsstelpna. Sagði hann að umfjöllun hefði verið mikil í fjölmiðlum í kjölfar færslunnar, myndir birst í fjölmiðlum af heimili þeirra. „Tengdaforeldrar mínir vissu ekki sitt rjúkandi ráð,“ sagði Þór. Hann hefði þurft að útskýra sín mál gagnvart þeim og verja æru sína.Engar formlegar kvartanir Lögreglumaðurinn sagði fólk alltaf tilbúið að níða skóinn af sér og og kollegum sínum. Ekki síst í minni samfélögum líkt og Eskifirði. Þar verði allt persónulegt. Lögreglumaðurinn sé ekki lögreglumaður heldur Þór. Yfirmaður hans, Jónas Vilhelmsson, tók undir orð Þórs. „Ég hef heyrt allskyns kjaftasögur, um Þór Þórðarson, sjálfan mig, son minn, mömmu mína og svo framvegis,“ sagði Jónas og bætti við að fleiri lögregluþjónar hefðu verið sakaðir um einelti. Engar formlegar kvartanir hefðu borist vegna framkomu Þórs í starfi. Emil heldur áfram skrifum sínum á Facebook og gerir upp aðalmeðferðina sjálfur á Facebook-síðu sinni eins og sjá má hér að neðan.Deginum í gær eyddi ég í Hérðasdómi Austurlannds, við oipinber réttarhöld, á Egilsstöðum vegna ákæru Ríkissaksóknara á...Posted by Emil Thorarensen on Friday, May 22, 2015
Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira