Sakar ABC á Íslandi um mútur í Kenía Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. júní 2015 07:00 „Þetta gera þau til þess að taka yfir okkar starfsemi með valdi,“ segir Þórunn Helgadóttir. mynd/gunnarsalvarsson „Ég hef byggt upp starfið í Kenía síðan 2006 í samstarfi við samtökin á Íslandi og hef helgað líf mitt starfinu í Kenía og svo halda þau bara að þau geti tekið það allt af mér,“ segir Þórunn Helgadóttir, formaður ABC barnahjálpar í Kenía. Fréttablaðið greindi frá því í gær að deilur stæðu nú á milli ABC barnahjálpar í Kenía og ABC barnahjálpar á Íslandi. Þá var greint frá því að Þórunni hefði verið sagt upp störfum hjá ABC barnahjálp en hún væri föst á því að staða hennar í Kenía væri óbreytt, enda væri um tvö sjálfstæð félög að ræða. ABC barnahjálp á Íslandi heldur því hins vegar fram að félagið eigi ABC í Kenía og að Þórunn sé ekki lengur starfsmaður. „Ég er með samstarfssamning í höndunum sem sýnir það skýrt að félögin eru tvö sjálfstæð félög og hafa samtökin því enga heimild til þess að segja mér upp,“ segir Þórunn og bætir við að samkvæmt lögum í Kenía reki hún félagið. Árið 2006 fór Þórunn til Kenía fyrir hönd ABC til að skoða aðstæður fyrir uppbyggingu nýs skóla í fátækrahverfum í Naíróbí. Allar götur síðan hefur Þórunn helgað líf sitt hjálparstarfinu í Kenía og verið formaður félagsins. „Þetta er ótrúlega sársaukafullt og við eiginmaður minn höfum lagt allt okkar líf í starfið og séð til þess að halda hjálparstarfinu á floti.” Þá sakar Þórunn ABC barnahjálp á Íslandi um mútur. Hún segir að stjórnin á Íslandi beri fé í einstaka starfsmenn innan skólans í Kenía. „Þetta gera þau til þess að fá starfsmennina til að taka yfir skólann með valdi og taka yfir okkar starfsemi með valdi,“ segir Þórunn sem kveðst hafa áreiðanlegar heimildir fyrir ásökunum sínum. „Mér finnst þessi framganga siðlaus.“ Þá segir Þórunn að verst finnist henni að í kjölfar samstarfsslita félaganna missi hún styrktaraðila sem félagið í Kenía hafði fyrir milligöngu félagsins á Íslandi. „Það eru engir peningar að berast til félagsins úti núna og við missum þá styrktaraðila sem við höfum haft,“ segir hún. Þórunn telur uppsögnina hafa komið í kjölfar þess að hún hafi ekki talið heppilegt að sameinast sænskum samtökum sem ABC barnahjálp á Íslandi hefur ákveðið að gera. „Það er ekkert sem við höfum gert í okkar starfi sem kallar á þessa framkomu af hálfu félagsins á Íslandi.“ Tengdar fréttir Deila um hver eigi ABC Barnahjálp í Kenía ABC Barnahjálp á Íslandi sagði upp formanni ABC í Kenía en formaðurinn segist enn vera við störf. 12. júní 2015 07:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
„Ég hef byggt upp starfið í Kenía síðan 2006 í samstarfi við samtökin á Íslandi og hef helgað líf mitt starfinu í Kenía og svo halda þau bara að þau geti tekið það allt af mér,“ segir Þórunn Helgadóttir, formaður ABC barnahjálpar í Kenía. Fréttablaðið greindi frá því í gær að deilur stæðu nú á milli ABC barnahjálpar í Kenía og ABC barnahjálpar á Íslandi. Þá var greint frá því að Þórunni hefði verið sagt upp störfum hjá ABC barnahjálp en hún væri föst á því að staða hennar í Kenía væri óbreytt, enda væri um tvö sjálfstæð félög að ræða. ABC barnahjálp á Íslandi heldur því hins vegar fram að félagið eigi ABC í Kenía og að Þórunn sé ekki lengur starfsmaður. „Ég er með samstarfssamning í höndunum sem sýnir það skýrt að félögin eru tvö sjálfstæð félög og hafa samtökin því enga heimild til þess að segja mér upp,“ segir Þórunn og bætir við að samkvæmt lögum í Kenía reki hún félagið. Árið 2006 fór Þórunn til Kenía fyrir hönd ABC til að skoða aðstæður fyrir uppbyggingu nýs skóla í fátækrahverfum í Naíróbí. Allar götur síðan hefur Þórunn helgað líf sitt hjálparstarfinu í Kenía og verið formaður félagsins. „Þetta er ótrúlega sársaukafullt og við eiginmaður minn höfum lagt allt okkar líf í starfið og séð til þess að halda hjálparstarfinu á floti.” Þá sakar Þórunn ABC barnahjálp á Íslandi um mútur. Hún segir að stjórnin á Íslandi beri fé í einstaka starfsmenn innan skólans í Kenía. „Þetta gera þau til þess að fá starfsmennina til að taka yfir skólann með valdi og taka yfir okkar starfsemi með valdi,“ segir Þórunn sem kveðst hafa áreiðanlegar heimildir fyrir ásökunum sínum. „Mér finnst þessi framganga siðlaus.“ Þá segir Þórunn að verst finnist henni að í kjölfar samstarfsslita félaganna missi hún styrktaraðila sem félagið í Kenía hafði fyrir milligöngu félagsins á Íslandi. „Það eru engir peningar að berast til félagsins úti núna og við missum þá styrktaraðila sem við höfum haft,“ segir hún. Þórunn telur uppsögnina hafa komið í kjölfar þess að hún hafi ekki talið heppilegt að sameinast sænskum samtökum sem ABC barnahjálp á Íslandi hefur ákveðið að gera. „Það er ekkert sem við höfum gert í okkar starfi sem kallar á þessa framkomu af hálfu félagsins á Íslandi.“
Tengdar fréttir Deila um hver eigi ABC Barnahjálp í Kenía ABC Barnahjálp á Íslandi sagði upp formanni ABC í Kenía en formaðurinn segist enn vera við störf. 12. júní 2015 07:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Deila um hver eigi ABC Barnahjálp í Kenía ABC Barnahjálp á Íslandi sagði upp formanni ABC í Kenía en formaðurinn segist enn vera við störf. 12. júní 2015 07:00