Innlent

Mótmælin í beinni: Nokkur hundruð manns mætt á Austurvöll

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá mótmælunum sem hófust klukkan fimm.
Frá mótmælunum sem hófust klukkan fimm. Vísir/Egill Aðalsteinsson
Mótmæli eru hafin á Austurvelli að nýju vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar í Evrópusambandsmálum. Lögregla telur að um fjögur hundruð manns séu saman komin að þessu sinni, en á samskonar mótmælum í gær skipti fjöldinn þúsundum.

Hægt er að fylgjast með samkomunni í beinni með vefmyndavél Mílu á Austurvelli. Lögregla hefur sett upp vegartálma við þinghúsið vegna mótmælanna, sem hófust klukkan 17.00.

Mikill hiti er í þingmönnum og hefur ekkert annað komist á dagskrá þingsins síðan fundur hófst klukkan 15 en umræða um ákvörðun ríkisstjórnarinnar varðandi ESB. Sú umræða stendur enn yfir og er hægt að fylgjast með henni í beinni útsendingu á Vísi.


Tengdar fréttir

Þúsundir mæta til að mótmæla

Búist er við að þúsundir taki þátt í mótmælum sem boðuð hafa verið í Frankfurt í Þýskalandi í tengslum við formlega opnun nýrra höfuðstöðva Seðlabanka Evrópu á miðvikudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×