Mótmælin á Austurvelli: „Það er eins og við séum lent í tröllahöndum“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. mars 2015 19:25 Guðrún Pétursdóttir lífeðlisfræðingur fór ekki mjúkum orðum um ríkisstjórn Íslands í ræðu sinni á Austurvelli í dag. Vísir/Atli/GVA „Auðvitað greinir menn á um málefni og leiðir, en lýðræðið byggir á því að menn segja satt og rétt frá því hvað þeir standa fyrir svo kjósendur geti gert upp á milli þeirra á þeim forsendum.“ Þetta sagði Guðrún Pétursdóttir, lífeðlisfræðingur, en hún var ein þeirra sem ávarpaði mótmælendur á Austurvelli í dag. Guðrún er barnabarn Ólafs Thors og minntist hans og þætti hans í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga í ræðu sinni.Mótmælin í dag voru eins og kunnugt er haldin í kjölfar fregna þess efnis að Gunnar Bragi Sveinsson hefði án samþykktar þingsins afturkallað umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Áætlað er að um átta þúsund manns hafi mætt á Austurvöll. „Grundvöllur lýðræðisins er að menn segi rétt til sín – enginn á að þurfa að kaupa köttinn í sekknum – við eigum að vita hvern við erum að kjósa – við veljum menn af því að þeir eru skásti kosturinn,“ sagði Guðrún á mótmælunum í dag og vísar þar með í loforð ríkisstjórnarflokkanna um að þjóðin fengi að kjósa um afdrif aðildarumsóknarinnar. Guðrún sagði í ræðu sinni nú ríkisstjórnina hafa gengið enn lengra en að svíkja loforð heldur að nú hafi ríkisstjórnin gert „atlögu að þingræðinu í heigulshætti sínum og hræðslu við að leggja mál fyrir þingið.“ Guðrún var afdráttarlaus í ræðu sinni og fjallaði auk trausts almennings á loforð ríkisstjórnarflokkanna um meðferð hennar á orðspori Íslands. „Það er eins og við séum lent í tröllahöndum. Þessir menn fleygja fjöreggi íslensku þjóðarinnar, orðspori hennar og æru, út og suður eins og ekkert sé – eins og það geri ekkert til þótt þeir glutri því niður og hreinlega týni því.“ Guðrún sagði líta út fyrir að ríkisstjórn landsins héldi að það skipti ekki máli hvernig hún hegðaði sér. Virðing fyrir stjórnskipun landsins líður fyrir verk ríkisstjórnarinnar að sögn Guðrúnar. „Ef lýðræðið á að virka – og ef þingræðið á að virka,- verður að virða leikreglurnar. Stjórnskipunina. Og ef ríkisstjórnin gleymir í hverju stjórnskipun okkar er fólgin, þá verðum við að minna hana á. Til þess erum við hér – enn eina ferðina í tíð þessarar ríkisstjórnar: til þess - að gefnu tilefni - að standa vörð um fagleg vinnubrögð. Að standa vörð um lýðræði gegn gerræði.“ Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Halldór teiknar Landsdóm Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
„Auðvitað greinir menn á um málefni og leiðir, en lýðræðið byggir á því að menn segja satt og rétt frá því hvað þeir standa fyrir svo kjósendur geti gert upp á milli þeirra á þeim forsendum.“ Þetta sagði Guðrún Pétursdóttir, lífeðlisfræðingur, en hún var ein þeirra sem ávarpaði mótmælendur á Austurvelli í dag. Guðrún er barnabarn Ólafs Thors og minntist hans og þætti hans í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga í ræðu sinni.Mótmælin í dag voru eins og kunnugt er haldin í kjölfar fregna þess efnis að Gunnar Bragi Sveinsson hefði án samþykktar þingsins afturkallað umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Áætlað er að um átta þúsund manns hafi mætt á Austurvöll. „Grundvöllur lýðræðisins er að menn segi rétt til sín – enginn á að þurfa að kaupa köttinn í sekknum – við eigum að vita hvern við erum að kjósa – við veljum menn af því að þeir eru skásti kosturinn,“ sagði Guðrún á mótmælunum í dag og vísar þar með í loforð ríkisstjórnarflokkanna um að þjóðin fengi að kjósa um afdrif aðildarumsóknarinnar. Guðrún sagði í ræðu sinni nú ríkisstjórnina hafa gengið enn lengra en að svíkja loforð heldur að nú hafi ríkisstjórnin gert „atlögu að þingræðinu í heigulshætti sínum og hræðslu við að leggja mál fyrir þingið.“ Guðrún var afdráttarlaus í ræðu sinni og fjallaði auk trausts almennings á loforð ríkisstjórnarflokkanna um meðferð hennar á orðspori Íslands. „Það er eins og við séum lent í tröllahöndum. Þessir menn fleygja fjöreggi íslensku þjóðarinnar, orðspori hennar og æru, út og suður eins og ekkert sé – eins og það geri ekkert til þótt þeir glutri því niður og hreinlega týni því.“ Guðrún sagði líta út fyrir að ríkisstjórn landsins héldi að það skipti ekki máli hvernig hún hegðaði sér. Virðing fyrir stjórnskipun landsins líður fyrir verk ríkisstjórnarinnar að sögn Guðrúnar. „Ef lýðræðið á að virka – og ef þingræðið á að virka,- verður að virða leikreglurnar. Stjórnskipunina. Og ef ríkisstjórnin gleymir í hverju stjórnskipun okkar er fólgin, þá verðum við að minna hana á. Til þess erum við hér – enn eina ferðina í tíð þessarar ríkisstjórnar: til þess - að gefnu tilefni - að standa vörð um fagleg vinnubrögð. Að standa vörð um lýðræði gegn gerræði.“
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Halldór teiknar Landsdóm Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira