Birkir Gunnarsson komst auðveldlega í 2. umferð tenniskeppni karla á Smáþjóðaleikunum í Tennishöllinni í Kópavogi í morgun.
Birkir vann Möltumanninn Bradley Callus í tveimur settum, 6-2 og 6-1, í viðureign sem tók rúma klukkustund.
Þessi 23 ára gamli tenniskappi féll úr leik í 1. umferð á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg fyrir tveimur árum síðan.
Birkir keppir ásamt Rafni Kumar Bonifacius í tvíliðaleik gegn strákum frá Andorra síðar í dag.
Birkir komst auðveldlega í aðra umferð
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið






Luiz Diaz til Bayern
Fótbolti


Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní
Íslenski boltinn

