Innlent

Jón Steinar heldur erindi um Hæstarétt

Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar
Jón Steinar hefur verið ötull í því að ræða um störf Hæstaréttar.
Jón Steinar hefur verið ötull í því að ræða um störf Hæstaréttar. Vísir/Gva
Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands, ætlar að flytja erindi um Hæstarétt, miðvikudaginn 20. maí í Háskólanum í Reykjavík.

Jón Steinar ætlar að ræða um starfsskilyrðin sem rétturinn starfar við og áhrif þeirra á gæði úrlausna réttarins. Hann segist leitast við að skýra hvaða vandamál steðja að réttinum og hvað þurfi að gera til að bæta þar úr. Fundurinn er haldinn að frumkvæði Jóns Steinars sjálfs.

Jón Steinar tekur fram í tilkynningu að hann telji úrbætur á dómskerfinu meðal allra brýnustu verkefna samtímans á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×