Forsætisráðherra kom stjórnarandstöðunni á óvart Heimir Már Pétursson skrifar 15. maí 2015 19:00 „Til þess að leiða fram mesta mögulega sátt hefur hæstvirtur umhverfisráðherra gert samkomulag við meirihluta atvinnuveganefndar um að draga til baka tillögu um að setja Hagavatn í nýtingu að sinni,“ sagði Sigmundur Davíð. Meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis lét undan þrýstingi umhverfisráðherra og stjórnarandstöðunnar í dag og hætti við að leggja til að Hagavatnsvirkjun verði færð í nýtingarflokk. Forsætisráðherra segir ekki hægt að ræða við stjórnarandstöðuna um þinglok undir hótunum hennar og því geti þingið haldið áfram næstu vikur og mánuði. Umræður um breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar um að setja auk Hagavatnsvirkjunar þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár sem og Skrokkölduveitu og Hagavatnsvirkjun í nýtingarflokk stóðu yfir þriðja daginn í röð á Alþingi í dag. Og þingmenn stjórnarandstöðunnar ræddu málið undir liðnum fundarstjórn forseta í um klukkustund áður en óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra hófust, þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra kom þingheimi á óvart í svari við fyrirspurn frá formanni Bjartrar framtíðar. „Til þess að leiða fram mesta mögulega sátt hefur hæstvirtur umhverfisráðherra gert samkomulag við meirihluta atvinnuveganefndar um að draga til baka tillögu um að setja Hagavatn í nýtingu að sinni,“ sagði Sigmundur Davíð. Sem þó væri til bóta að virkja að mati forsætisráðherra, þar sem þá yrði Hagavatn fært til fyrri stærðar og dregið úr miklu moldroki þaðan. En Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra hefur einnig sett fram efasemdir um Skrokkölduvirkjun. „Hvenær átti að segja okkur þetta? Hvenær ætlaði hæstvirtur forseti (Einar K. Guðfinnson) að segja okkur þetta? Hvar eru þessar ákvarðanir teknar? Hvað erum við að ræða hér í þingsalnum? Þetta er bara orðinn farsi,“ sagði Guðmundur formaður Bjartrar framtíðar. Ekki væri óskað eftir faglegu mati forsætisráðherra á einstökum virkjunum. Það væri verkefnisstjórnar rammaáæltunar að meta kostina. Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata hvatti forsætisráðherra til að boða til funda formanna flokkanna um framgang mála á Alþingi. En að deginum í dag meðtöldum eru aðeins fimm þingfundadagar eftir af vorþingi og mörg stór mál óafgreidd. Það myndi hjálpa til að boða til fundar um málin. „Því það er bara þannig að alltaf þegar hæstvirtur forsætisráðherra kemur hér upp í pontu þá er eins og allir misskilji hann. Ég held að þetta yrði þá til þess að tryggja að svona mikils misskilnings gæti ekki,“ sagði Birgitta. „Það er ekki hægt fyrir ríkisstjórn að fara að ræða við fulltrúa minnihlutans undir hótunum. Hótunum eins og birst hafa hér í dag, algerlega afdráttarlausar og skýrar um að menn muni ekki fá að ræða mál í þinginu nema þeir geri eins og stjórnarandstaðan vill. Við þær aðstæður er ekki hægt að halda samráðsfundi,“ sagði forsætisráðherra og bætti við, að ef stjórnarandstaðan héldi málþófi sínu áfram gæti þingið starfað áfram næstu vikur og mánuði. Alþingi Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira
Meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis lét undan þrýstingi umhverfisráðherra og stjórnarandstöðunnar í dag og hætti við að leggja til að Hagavatnsvirkjun verði færð í nýtingarflokk. Forsætisráðherra segir ekki hægt að ræða við stjórnarandstöðuna um þinglok undir hótunum hennar og því geti þingið haldið áfram næstu vikur og mánuði. Umræður um breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar um að setja auk Hagavatnsvirkjunar þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár sem og Skrokkölduveitu og Hagavatnsvirkjun í nýtingarflokk stóðu yfir þriðja daginn í röð á Alþingi í dag. Og þingmenn stjórnarandstöðunnar ræddu málið undir liðnum fundarstjórn forseta í um klukkustund áður en óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra hófust, þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra kom þingheimi á óvart í svari við fyrirspurn frá formanni Bjartrar framtíðar. „Til þess að leiða fram mesta mögulega sátt hefur hæstvirtur umhverfisráðherra gert samkomulag við meirihluta atvinnuveganefndar um að draga til baka tillögu um að setja Hagavatn í nýtingu að sinni,“ sagði Sigmundur Davíð. Sem þó væri til bóta að virkja að mati forsætisráðherra, þar sem þá yrði Hagavatn fært til fyrri stærðar og dregið úr miklu moldroki þaðan. En Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra hefur einnig sett fram efasemdir um Skrokkölduvirkjun. „Hvenær átti að segja okkur þetta? Hvenær ætlaði hæstvirtur forseti (Einar K. Guðfinnson) að segja okkur þetta? Hvar eru þessar ákvarðanir teknar? Hvað erum við að ræða hér í þingsalnum? Þetta er bara orðinn farsi,“ sagði Guðmundur formaður Bjartrar framtíðar. Ekki væri óskað eftir faglegu mati forsætisráðherra á einstökum virkjunum. Það væri verkefnisstjórnar rammaáæltunar að meta kostina. Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata hvatti forsætisráðherra til að boða til funda formanna flokkanna um framgang mála á Alþingi. En að deginum í dag meðtöldum eru aðeins fimm þingfundadagar eftir af vorþingi og mörg stór mál óafgreidd. Það myndi hjálpa til að boða til fundar um málin. „Því það er bara þannig að alltaf þegar hæstvirtur forsætisráðherra kemur hér upp í pontu þá er eins og allir misskilji hann. Ég held að þetta yrði þá til þess að tryggja að svona mikils misskilnings gæti ekki,“ sagði Birgitta. „Það er ekki hægt fyrir ríkisstjórn að fara að ræða við fulltrúa minnihlutans undir hótunum. Hótunum eins og birst hafa hér í dag, algerlega afdráttarlausar og skýrar um að menn muni ekki fá að ræða mál í þinginu nema þeir geri eins og stjórnarandstaðan vill. Við þær aðstæður er ekki hægt að halda samráðsfundi,“ sagði forsætisráðherra og bætti við, að ef stjórnarandstaðan héldi málþófi sínu áfram gæti þingið starfað áfram næstu vikur og mánuði.
Alþingi Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira