Forsætisráðherra kom stjórnarandstöðunni á óvart Heimir Már Pétursson skrifar 15. maí 2015 19:00 „Til þess að leiða fram mesta mögulega sátt hefur hæstvirtur umhverfisráðherra gert samkomulag við meirihluta atvinnuveganefndar um að draga til baka tillögu um að setja Hagavatn í nýtingu að sinni,“ sagði Sigmundur Davíð. Meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis lét undan þrýstingi umhverfisráðherra og stjórnarandstöðunnar í dag og hætti við að leggja til að Hagavatnsvirkjun verði færð í nýtingarflokk. Forsætisráðherra segir ekki hægt að ræða við stjórnarandstöðuna um þinglok undir hótunum hennar og því geti þingið haldið áfram næstu vikur og mánuði. Umræður um breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar um að setja auk Hagavatnsvirkjunar þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár sem og Skrokkölduveitu og Hagavatnsvirkjun í nýtingarflokk stóðu yfir þriðja daginn í röð á Alþingi í dag. Og þingmenn stjórnarandstöðunnar ræddu málið undir liðnum fundarstjórn forseta í um klukkustund áður en óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra hófust, þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra kom þingheimi á óvart í svari við fyrirspurn frá formanni Bjartrar framtíðar. „Til þess að leiða fram mesta mögulega sátt hefur hæstvirtur umhverfisráðherra gert samkomulag við meirihluta atvinnuveganefndar um að draga til baka tillögu um að setja Hagavatn í nýtingu að sinni,“ sagði Sigmundur Davíð. Sem þó væri til bóta að virkja að mati forsætisráðherra, þar sem þá yrði Hagavatn fært til fyrri stærðar og dregið úr miklu moldroki þaðan. En Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra hefur einnig sett fram efasemdir um Skrokkölduvirkjun. „Hvenær átti að segja okkur þetta? Hvenær ætlaði hæstvirtur forseti (Einar K. Guðfinnson) að segja okkur þetta? Hvar eru þessar ákvarðanir teknar? Hvað erum við að ræða hér í þingsalnum? Þetta er bara orðinn farsi,“ sagði Guðmundur formaður Bjartrar framtíðar. Ekki væri óskað eftir faglegu mati forsætisráðherra á einstökum virkjunum. Það væri verkefnisstjórnar rammaáæltunar að meta kostina. Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata hvatti forsætisráðherra til að boða til funda formanna flokkanna um framgang mála á Alþingi. En að deginum í dag meðtöldum eru aðeins fimm þingfundadagar eftir af vorþingi og mörg stór mál óafgreidd. Það myndi hjálpa til að boða til fundar um málin. „Því það er bara þannig að alltaf þegar hæstvirtur forsætisráðherra kemur hér upp í pontu þá er eins og allir misskilji hann. Ég held að þetta yrði þá til þess að tryggja að svona mikils misskilnings gæti ekki,“ sagði Birgitta. „Það er ekki hægt fyrir ríkisstjórn að fara að ræða við fulltrúa minnihlutans undir hótunum. Hótunum eins og birst hafa hér í dag, algerlega afdráttarlausar og skýrar um að menn muni ekki fá að ræða mál í þinginu nema þeir geri eins og stjórnarandstaðan vill. Við þær aðstæður er ekki hægt að halda samráðsfundi,“ sagði forsætisráðherra og bætti við, að ef stjórnarandstaðan héldi málþófi sínu áfram gæti þingið starfað áfram næstu vikur og mánuði. Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis lét undan þrýstingi umhverfisráðherra og stjórnarandstöðunnar í dag og hætti við að leggja til að Hagavatnsvirkjun verði færð í nýtingarflokk. Forsætisráðherra segir ekki hægt að ræða við stjórnarandstöðuna um þinglok undir hótunum hennar og því geti þingið haldið áfram næstu vikur og mánuði. Umræður um breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar um að setja auk Hagavatnsvirkjunar þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár sem og Skrokkölduveitu og Hagavatnsvirkjun í nýtingarflokk stóðu yfir þriðja daginn í röð á Alþingi í dag. Og þingmenn stjórnarandstöðunnar ræddu málið undir liðnum fundarstjórn forseta í um klukkustund áður en óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra hófust, þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra kom þingheimi á óvart í svari við fyrirspurn frá formanni Bjartrar framtíðar. „Til þess að leiða fram mesta mögulega sátt hefur hæstvirtur umhverfisráðherra gert samkomulag við meirihluta atvinnuveganefndar um að draga til baka tillögu um að setja Hagavatn í nýtingu að sinni,“ sagði Sigmundur Davíð. Sem þó væri til bóta að virkja að mati forsætisráðherra, þar sem þá yrði Hagavatn fært til fyrri stærðar og dregið úr miklu moldroki þaðan. En Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra hefur einnig sett fram efasemdir um Skrokkölduvirkjun. „Hvenær átti að segja okkur þetta? Hvenær ætlaði hæstvirtur forseti (Einar K. Guðfinnson) að segja okkur þetta? Hvar eru þessar ákvarðanir teknar? Hvað erum við að ræða hér í þingsalnum? Þetta er bara orðinn farsi,“ sagði Guðmundur formaður Bjartrar framtíðar. Ekki væri óskað eftir faglegu mati forsætisráðherra á einstökum virkjunum. Það væri verkefnisstjórnar rammaáæltunar að meta kostina. Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata hvatti forsætisráðherra til að boða til funda formanna flokkanna um framgang mála á Alþingi. En að deginum í dag meðtöldum eru aðeins fimm þingfundadagar eftir af vorþingi og mörg stór mál óafgreidd. Það myndi hjálpa til að boða til fundar um málin. „Því það er bara þannig að alltaf þegar hæstvirtur forsætisráðherra kemur hér upp í pontu þá er eins og allir misskilji hann. Ég held að þetta yrði þá til þess að tryggja að svona mikils misskilnings gæti ekki,“ sagði Birgitta. „Það er ekki hægt fyrir ríkisstjórn að fara að ræða við fulltrúa minnihlutans undir hótunum. Hótunum eins og birst hafa hér í dag, algerlega afdráttarlausar og skýrar um að menn muni ekki fá að ræða mál í þinginu nema þeir geri eins og stjórnarandstaðan vill. Við þær aðstæður er ekki hægt að halda samráðsfundi,“ sagði forsætisráðherra og bætti við, að ef stjórnarandstaðan héldi málþófi sínu áfram gæti þingið starfað áfram næstu vikur og mánuði.
Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira