Aron: Hef áhyggjur af markvörslunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. janúar 2015 18:45 Aron Kristjánsson Vísir/Pjetur Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska liðsins, segir að það sé margt hægt að bæta við leik Íslands en strákarnir gerðu fyrr í dag jafntefli við Slóveníu, 32-32, í síðasta æfingaleik sínum fyrir HM í Katar. Eftir erfiða byrjun náðu strákarnir að vinna sig inn í leikinn gegn Slóveníu með frábærum lokakafla og voru þeir óheppnir að landa ekki sigrinum. Strákarnir voru þó að elta allan leikinn og voru langt frá sínu besta í varnarleiknum. Markvarslan var í takti við það og í algjöru lágmarki þar til að Björgvin Páll Gústavsson hrökk í gang á lokamínútum leiksins. „Við komum mjög illa inn í leikinn í dag og vantaði allan hreyfanleika á vörnina. Þeir röðuðu á okkur mörkum fyrstu mínúturnar en þó svo að það hafi aðeins hægst á því hjá þeim fengum við samt alltaf á okkur mörk,“ segir Aron. „Við vorum flatir í vörninni og þeir opnuðu mikið inn á líuna hjá sér. Við lásum leikinn ekki nægilega vel en það lagaðist þó aðeins í seinni hálfleik. Sóknarleikurinn var samt fínn hjá okkur - við skoruðum 32 mörk og sköpuðum mikið af færum. Það komu ekki margir kaflar í honum þar sem við lentum í vandræðum.“ Aron tefldi fram 3-2-1 vörninni á lokakafla leiksins sem gaf góða raun. „Það var margt jákvætt í henni og þvingaði Slóvenana í ákveðin skot. Það er erfitt að spila svona vörn gegn jafn teknísku liði og Slóveníu en það hjálpaði okkur í dag. Heilt yfir eru vankantar á henni sem við getum enn unnið í en það er framför í vörninni miðað við leikinn gegn Þýskalandi.“ „Gegn Dönum varn 6-0 vörnin, maður gegn manni, sterkari. En eftir leikinn í dag hefur maður meiri áhyggjur af markvörslunni og þá voru þeir grimmir að refsa okkur fyrir hægar skiptingar á milli sóknar og varnar. Það þarf að minnka skaðann í þeim aðgerðum.“ Strákarnir halda nú til Katar frá Kaupmannahöfn á þriðjudag og mun Guðjón Valur Sigurðsson, sem spilaði ekkert með Íslandi um helgina af persónulegum ástæðum, hitta strákana og halda með þeim til Doha. „Við fáum svo tvo æfingadaga í Katar þar sem við getum unnið í þeim hlutum sem við þurfum að fá í gang fyrir leikinn gegn Svíum á föstudag.“ Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 32-32 | Strákarnir hársbreidd frá sigri Öflugur lokakafli bætti upp fyrir slæman leik Íslands gegn Slóveníu í Danmörku í dag. 11. janúar 2015 13:00 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska liðsins, segir að það sé margt hægt að bæta við leik Íslands en strákarnir gerðu fyrr í dag jafntefli við Slóveníu, 32-32, í síðasta æfingaleik sínum fyrir HM í Katar. Eftir erfiða byrjun náðu strákarnir að vinna sig inn í leikinn gegn Slóveníu með frábærum lokakafla og voru þeir óheppnir að landa ekki sigrinum. Strákarnir voru þó að elta allan leikinn og voru langt frá sínu besta í varnarleiknum. Markvarslan var í takti við það og í algjöru lágmarki þar til að Björgvin Páll Gústavsson hrökk í gang á lokamínútum leiksins. „Við komum mjög illa inn í leikinn í dag og vantaði allan hreyfanleika á vörnina. Þeir röðuðu á okkur mörkum fyrstu mínúturnar en þó svo að það hafi aðeins hægst á því hjá þeim fengum við samt alltaf á okkur mörk,“ segir Aron. „Við vorum flatir í vörninni og þeir opnuðu mikið inn á líuna hjá sér. Við lásum leikinn ekki nægilega vel en það lagaðist þó aðeins í seinni hálfleik. Sóknarleikurinn var samt fínn hjá okkur - við skoruðum 32 mörk og sköpuðum mikið af færum. Það komu ekki margir kaflar í honum þar sem við lentum í vandræðum.“ Aron tefldi fram 3-2-1 vörninni á lokakafla leiksins sem gaf góða raun. „Það var margt jákvætt í henni og þvingaði Slóvenana í ákveðin skot. Það er erfitt að spila svona vörn gegn jafn teknísku liði og Slóveníu en það hjálpaði okkur í dag. Heilt yfir eru vankantar á henni sem við getum enn unnið í en það er framför í vörninni miðað við leikinn gegn Þýskalandi.“ „Gegn Dönum varn 6-0 vörnin, maður gegn manni, sterkari. En eftir leikinn í dag hefur maður meiri áhyggjur af markvörslunni og þá voru þeir grimmir að refsa okkur fyrir hægar skiptingar á milli sóknar og varnar. Það þarf að minnka skaðann í þeim aðgerðum.“ Strákarnir halda nú til Katar frá Kaupmannahöfn á þriðjudag og mun Guðjón Valur Sigurðsson, sem spilaði ekkert með Íslandi um helgina af persónulegum ástæðum, hitta strákana og halda með þeim til Doha. „Við fáum svo tvo æfingadaga í Katar þar sem við getum unnið í þeim hlutum sem við þurfum að fá í gang fyrir leikinn gegn Svíum á föstudag.“
Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 32-32 | Strákarnir hársbreidd frá sigri Öflugur lokakafli bætti upp fyrir slæman leik Íslands gegn Slóveníu í Danmörku í dag. 11. janúar 2015 13:00 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 32-32 | Strákarnir hársbreidd frá sigri Öflugur lokakafli bætti upp fyrir slæman leik Íslands gegn Slóveníu í Danmörku í dag. 11. janúar 2015 13:00