Aron: Hef áhyggjur af markvörslunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. janúar 2015 18:45 Aron Kristjánsson Vísir/Pjetur Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska liðsins, segir að það sé margt hægt að bæta við leik Íslands en strákarnir gerðu fyrr í dag jafntefli við Slóveníu, 32-32, í síðasta æfingaleik sínum fyrir HM í Katar. Eftir erfiða byrjun náðu strákarnir að vinna sig inn í leikinn gegn Slóveníu með frábærum lokakafla og voru þeir óheppnir að landa ekki sigrinum. Strákarnir voru þó að elta allan leikinn og voru langt frá sínu besta í varnarleiknum. Markvarslan var í takti við það og í algjöru lágmarki þar til að Björgvin Páll Gústavsson hrökk í gang á lokamínútum leiksins. „Við komum mjög illa inn í leikinn í dag og vantaði allan hreyfanleika á vörnina. Þeir röðuðu á okkur mörkum fyrstu mínúturnar en þó svo að það hafi aðeins hægst á því hjá þeim fengum við samt alltaf á okkur mörk,“ segir Aron. „Við vorum flatir í vörninni og þeir opnuðu mikið inn á líuna hjá sér. Við lásum leikinn ekki nægilega vel en það lagaðist þó aðeins í seinni hálfleik. Sóknarleikurinn var samt fínn hjá okkur - við skoruðum 32 mörk og sköpuðum mikið af færum. Það komu ekki margir kaflar í honum þar sem við lentum í vandræðum.“ Aron tefldi fram 3-2-1 vörninni á lokakafla leiksins sem gaf góða raun. „Það var margt jákvætt í henni og þvingaði Slóvenana í ákveðin skot. Það er erfitt að spila svona vörn gegn jafn teknísku liði og Slóveníu en það hjálpaði okkur í dag. Heilt yfir eru vankantar á henni sem við getum enn unnið í en það er framför í vörninni miðað við leikinn gegn Þýskalandi.“ „Gegn Dönum varn 6-0 vörnin, maður gegn manni, sterkari. En eftir leikinn í dag hefur maður meiri áhyggjur af markvörslunni og þá voru þeir grimmir að refsa okkur fyrir hægar skiptingar á milli sóknar og varnar. Það þarf að minnka skaðann í þeim aðgerðum.“ Strákarnir halda nú til Katar frá Kaupmannahöfn á þriðjudag og mun Guðjón Valur Sigurðsson, sem spilaði ekkert með Íslandi um helgina af persónulegum ástæðum, hitta strákana og halda með þeim til Doha. „Við fáum svo tvo æfingadaga í Katar þar sem við getum unnið í þeim hlutum sem við þurfum að fá í gang fyrir leikinn gegn Svíum á föstudag.“ Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 32-32 | Strákarnir hársbreidd frá sigri Öflugur lokakafli bætti upp fyrir slæman leik Íslands gegn Slóveníu í Danmörku í dag. 11. janúar 2015 13:00 Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska liðsins, segir að það sé margt hægt að bæta við leik Íslands en strákarnir gerðu fyrr í dag jafntefli við Slóveníu, 32-32, í síðasta æfingaleik sínum fyrir HM í Katar. Eftir erfiða byrjun náðu strákarnir að vinna sig inn í leikinn gegn Slóveníu með frábærum lokakafla og voru þeir óheppnir að landa ekki sigrinum. Strákarnir voru þó að elta allan leikinn og voru langt frá sínu besta í varnarleiknum. Markvarslan var í takti við það og í algjöru lágmarki þar til að Björgvin Páll Gústavsson hrökk í gang á lokamínútum leiksins. „Við komum mjög illa inn í leikinn í dag og vantaði allan hreyfanleika á vörnina. Þeir röðuðu á okkur mörkum fyrstu mínúturnar en þó svo að það hafi aðeins hægst á því hjá þeim fengum við samt alltaf á okkur mörk,“ segir Aron. „Við vorum flatir í vörninni og þeir opnuðu mikið inn á líuna hjá sér. Við lásum leikinn ekki nægilega vel en það lagaðist þó aðeins í seinni hálfleik. Sóknarleikurinn var samt fínn hjá okkur - við skoruðum 32 mörk og sköpuðum mikið af færum. Það komu ekki margir kaflar í honum þar sem við lentum í vandræðum.“ Aron tefldi fram 3-2-1 vörninni á lokakafla leiksins sem gaf góða raun. „Það var margt jákvætt í henni og þvingaði Slóvenana í ákveðin skot. Það er erfitt að spila svona vörn gegn jafn teknísku liði og Slóveníu en það hjálpaði okkur í dag. Heilt yfir eru vankantar á henni sem við getum enn unnið í en það er framför í vörninni miðað við leikinn gegn Þýskalandi.“ „Gegn Dönum varn 6-0 vörnin, maður gegn manni, sterkari. En eftir leikinn í dag hefur maður meiri áhyggjur af markvörslunni og þá voru þeir grimmir að refsa okkur fyrir hægar skiptingar á milli sóknar og varnar. Það þarf að minnka skaðann í þeim aðgerðum.“ Strákarnir halda nú til Katar frá Kaupmannahöfn á þriðjudag og mun Guðjón Valur Sigurðsson, sem spilaði ekkert með Íslandi um helgina af persónulegum ástæðum, hitta strákana og halda með þeim til Doha. „Við fáum svo tvo æfingadaga í Katar þar sem við getum unnið í þeim hlutum sem við þurfum að fá í gang fyrir leikinn gegn Svíum á föstudag.“
Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 32-32 | Strákarnir hársbreidd frá sigri Öflugur lokakafli bætti upp fyrir slæman leik Íslands gegn Slóveníu í Danmörku í dag. 11. janúar 2015 13:00 Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 32-32 | Strákarnir hársbreidd frá sigri Öflugur lokakafli bætti upp fyrir slæman leik Íslands gegn Slóveníu í Danmörku í dag. 11. janúar 2015 13:00