Nýi þjálfarinn talar vel um Söru og keppnisskapið hennar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2015 16:30 Sara Rún Hinriksdóttir. Vísir/Stefán Sara Rún Hinriksdóttir spilaði sinn síðasta leik með Keflavík í bili á dögunum en hún er að hefja nám við Canisius-háskólann í Buffalo og er ætlað stórt hlutverk hjá körfuboltaliði skólans næstu fjögur árin. Terry Zeh, þjálfari liðsins, talaði afar vel um Söru Rún í viðtali á Youtube-síðu Canisius-skólans. „Við erum mjög spennt að fá Söru inn í liðið fyrir næsta tímabil og hún kemur með svo margt inn í liðið," sagði Terry Zeh. „Hún er framherji með hæfileika bakvarðar. Hún er góður frákastari, getur spilað fyrir utan og er bæði góð með bolta og án bolta," sagði Terry Zeh. Sara Rún Hinriksdóttir var með 18,8 stig og 7,5 fráköst að meðaltali í úrslitakeppninni með Keflavíkurliðinu þar af skoraði hún 31 stig, tók 6 fráköst og gaf 4 stoðsendingar í lokaleiknum. „Hún kemur með orku inn í liðið okkar og það eru því allir mjög spenntir hér fyrir komu hennar," sagði Zeh. Hann nefnir sérstaklega frammistöðu hennar í b-deild Evrópukeppni 18 ára landsliða síðasta sumar þar sem Sara var næststigahæst (20,8 stig í leik) og sú sem náði flestum tvennum (yfir tíu í stigum og fráköstum) „Það er mjög mikilvægt fyrir leikmenn okkar að geta spilað fyrir utan vegna motion-sóknarinnar sem við spilum. Við viljum að leikmennirnir geti verið með boltann fyrir utan og sent hann þaðan. Þar liggur einn hennar helsti styrkleiki ef við tökum mið af hæð hennar," segir Zeh. „Hún kemur með orku inn í liðið vegna þess hvernig hún spilar leikinn sem og hvernig líkamstjáningin hennar er. Þessi orka frá henni mun hjálpa okkur á hverjum degi á æfingum. Hún er mikill keppnismaður og vill keppa bæði á æfingum sem og í leikjum. Það mun hjálpa okkur strax," sagði Zeh. „Við vildum bæta við leikmönnum sem eru með bein í nefinu og eru miklir keppnismenn. Þegar þú horfir á Söru spila þá er hún slíkur leikmaður og henni er líka alveg sama um það hvort hún særi tilfinningar mótherjans eða ekki. Hún ætlar sér bara að vinna leikinn og það er mikilvægt," sagði Zeh. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Terry Zeh hér fyrir neðan en þar má einnig sjá myndir af Söru þegar hún spilaði með 18 ára landsliðinu í Rúmeníu síðasta sumar. Dominos-deild kvenna Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Sjá meira
Sara Rún Hinriksdóttir spilaði sinn síðasta leik með Keflavík í bili á dögunum en hún er að hefja nám við Canisius-háskólann í Buffalo og er ætlað stórt hlutverk hjá körfuboltaliði skólans næstu fjögur árin. Terry Zeh, þjálfari liðsins, talaði afar vel um Söru Rún í viðtali á Youtube-síðu Canisius-skólans. „Við erum mjög spennt að fá Söru inn í liðið fyrir næsta tímabil og hún kemur með svo margt inn í liðið," sagði Terry Zeh. „Hún er framherji með hæfileika bakvarðar. Hún er góður frákastari, getur spilað fyrir utan og er bæði góð með bolta og án bolta," sagði Terry Zeh. Sara Rún Hinriksdóttir var með 18,8 stig og 7,5 fráköst að meðaltali í úrslitakeppninni með Keflavíkurliðinu þar af skoraði hún 31 stig, tók 6 fráköst og gaf 4 stoðsendingar í lokaleiknum. „Hún kemur með orku inn í liðið okkar og það eru því allir mjög spenntir hér fyrir komu hennar," sagði Zeh. Hann nefnir sérstaklega frammistöðu hennar í b-deild Evrópukeppni 18 ára landsliða síðasta sumar þar sem Sara var næststigahæst (20,8 stig í leik) og sú sem náði flestum tvennum (yfir tíu í stigum og fráköstum) „Það er mjög mikilvægt fyrir leikmenn okkar að geta spilað fyrir utan vegna motion-sóknarinnar sem við spilum. Við viljum að leikmennirnir geti verið með boltann fyrir utan og sent hann þaðan. Þar liggur einn hennar helsti styrkleiki ef við tökum mið af hæð hennar," segir Zeh. „Hún kemur með orku inn í liðið vegna þess hvernig hún spilar leikinn sem og hvernig líkamstjáningin hennar er. Þessi orka frá henni mun hjálpa okkur á hverjum degi á æfingum. Hún er mikill keppnismaður og vill keppa bæði á æfingum sem og í leikjum. Það mun hjálpa okkur strax," sagði Zeh. „Við vildum bæta við leikmönnum sem eru með bein í nefinu og eru miklir keppnismenn. Þegar þú horfir á Söru spila þá er hún slíkur leikmaður og henni er líka alveg sama um það hvort hún særi tilfinningar mótherjans eða ekki. Hún ætlar sér bara að vinna leikinn og það er mikilvægt," sagði Zeh. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Terry Zeh hér fyrir neðan en þar má einnig sjá myndir af Söru þegar hún spilaði með 18 ára landsliðinu í Rúmeníu síðasta sumar.
Dominos-deild kvenna Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti