Innlent

100 þúsund fuglum fargað eftir ellefu salmonellutilfelli á Suðurlandi

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Hænan Bogga er ekki með salmonellu, hún býr á bænum Höfða í Biskupstungum og er sérstaklega hænda Víglundi Þorsteinssyni, bónda á bænum. Bogga er eineygð.
Hænan Bogga er ekki með salmonellu, hún býr á bænum Höfða í Biskupstungum og er sérstaklega hænda Víglundi Þorsteinssyni, bónda á bænum. Bogga er eineygð. Vísir/Magnús Hlynur
Það sem af er árinu 2015 hafa komið um ellefu tilfelli vegna salmonellu í alifuglabúum á Suðurlandi sem leiddi til þess að fuglarnir fóru í förgun og urðun. Alls er um að ræða um 100 þúsund fugla. Þetta kom fram á síðasta fundi Heilbrigðisnefndar Suðurlands.

Ekki fæst uppgefið hjá eftirlitinu á hvaða búum salmonellan fannst því miklir viðskiptahagsmunir eru í húfi. 

Kjúklingarnir voru urðaðir í Álfsnesi því ekki er heimilt að urða dýrahræ á Suðurlandi. Þegar salmonella finnst í eldishópi er bannað að senda hann til slátrunar og öllum fuglum í hópnum er fargað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×