Innlent

Hvetur félagsmálaráðherra til að koma með tillögur fyrir aldraða og öryrkja

Birgir Ogeirsson skrifar
Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar segir fjárlaganefnd ekki hafa búið yfir þeim upplýsingum sem komu fram á opnum fundi nefndarinnar með öryrkjum og eldri borgurum.
Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar segir fjárlaganefnd ekki hafa búið yfir þeim upplýsingum sem komu fram á opnum fundi nefndarinnar með öryrkjum og eldri borgurum. Vísir
Formaður fjárlaganefndar segir upplýsingar sem komu fram á opnum fundi fjárlaganefndar með eldri borgurum og öryrkjum koma sér vel fyrir vinnu fjárlaganefndar. Loksins séu komnar fram upplýsingar um stöðu þessa hóps. Hún hvetur félagsmálaráðherra til að fara í það á nýju ári að greina þessa hópa og koma með tillögur til úrbóta.

Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar segir fjárlaganefnd ekki hafa búið yfir þeim upplýsingum sem komu fram á opnum fundi nefndarinnar með öryrkjum og eldri borgurum.

„Það var mjög merkilegur fundur sem við áttum í fjárlaganefnd með eldri borgurum og öryrkjum sem við áttum nú fyrir jólin.  Þá loksins fengum við tölur sem við erum búin að kalla eftir í allt haust. Hvað það eru margir í þessum hópum sem hafa það verst, það eru 4500 eldri borgarar sem eru í leiguhúsnæði. Það vantar félagslegt húsnæði sem sveitarfélögin eiga að skaffa. Þá koma fram upplýsingar í fjárlagagerðinni sem gerir þessa vinu auðveldari að grípa utan um. Þessar upplýsingar hafa ekki legið fyrir fyrr um hvað þetta er fjölmennur hópur. Þá er hægt að fara að kortleggja það.“

Hún hvetur félagsmálaráðherra til að vinna með þessar upplýsingar á nýju ári.

„Nú hvet ég félagsmálaráðherra til að fara bara strax á nýju ári að greina þessa hópa og hvað er hægt að gera og koma með tillögur.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×