Búast má við töfum vegna malbikunar Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2015 08:24 Ýmsar framkvæmdir eiga sér stað á næstunni. Vísir/Stefán Unnið verður að við malbikun víða á og við höfuðborgarsvæðið í dag og búast má við umferðartöfum á meðan á vinnunni stendur. Vegfarendur eru beðnir um að virða vinnusvæðamerkingar og sýna aðgát á vinnusvæðum. Frá klukkan 9:00 til 12:00 verður unnið við malbikun frá Vífilsstaðarvegi, Garðartorgi að Hagkaupum. Þá verður unnið frá klukkan 12:00 til 19:00 við malbikun á Reykjavíkurvegi. Frá gatnamótum í Engidal að gatnamótum við Flatahraun/Hraunbrún. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að einnig verði unnið við malbikun á Hringvegi 1 frá klukkan 8:00 og fram eftir degi. Nánar tiltekið á Hafnarmelum við Hafnarfjall. Þar að auki verður einnig unnið að malbikun á Hringvegi 1 á Kjalarnesi. Sú vinna byrjaði einnig klukkan 8:00 og mun standa til 21:00. Nokkur truflun verður á þessum vegkafla á meðan á framkvæmdum stendur. Næstu tvær vikur verður unnið við breikkun og lagfæringar á Álftanesvegi um Engidal milli Hafnarfjarðarvegar og Prýðihverfis. Meðan á þessari framkvæmd stendur má búast við nokkurri röskun á umferð um svæðið. Áætlað er að verkinu verði lokið að fullu 14. september nk. Verði þörf á að koma upp tímabundnum hjáleiðum vegna einhverra þátta framkvæmdarinnar verður það auglýst sérstaklega. Þá er unnið að því að setja niður ræsi í gegnum hringveginn, efst í Kömbum á Hellisheiði. Umferð verður beint um hjáleið og verður hraði tekinn niður í 50 km/klst á þessu svæði. Áætlað er að verkinu ljúki í byrjun september. Vegna framkvæmda við undirgöng undir Vesturlandsveg á móts við Aðaltún í Mosfellsbæ, er umferð þar beint um hjáleið. Hraði er tekinn niður í 50 km/klst. Áætlað er að nota þurfi hjáleiðina fram yfir miðjan september og að framkvæmdum ljúki í nóvember. Unnið er að nýju hringtorgi á Reykjanesbraut við Fitjar verður þrengt að umferð á leið til Reykjavíkur á um 400 m kafla við Stekk. Til að byrja með verður umferðarhraði óbreyttur meðfram vinnusvæðinu, 70 km/klst. Áætlað er að framkvæmdum ljúki í nóvember. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Fleiri fréttir Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira
Unnið verður að við malbikun víða á og við höfuðborgarsvæðið í dag og búast má við umferðartöfum á meðan á vinnunni stendur. Vegfarendur eru beðnir um að virða vinnusvæðamerkingar og sýna aðgát á vinnusvæðum. Frá klukkan 9:00 til 12:00 verður unnið við malbikun frá Vífilsstaðarvegi, Garðartorgi að Hagkaupum. Þá verður unnið frá klukkan 12:00 til 19:00 við malbikun á Reykjavíkurvegi. Frá gatnamótum í Engidal að gatnamótum við Flatahraun/Hraunbrún. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að einnig verði unnið við malbikun á Hringvegi 1 frá klukkan 8:00 og fram eftir degi. Nánar tiltekið á Hafnarmelum við Hafnarfjall. Þar að auki verður einnig unnið að malbikun á Hringvegi 1 á Kjalarnesi. Sú vinna byrjaði einnig klukkan 8:00 og mun standa til 21:00. Nokkur truflun verður á þessum vegkafla á meðan á framkvæmdum stendur. Næstu tvær vikur verður unnið við breikkun og lagfæringar á Álftanesvegi um Engidal milli Hafnarfjarðarvegar og Prýðihverfis. Meðan á þessari framkvæmd stendur má búast við nokkurri röskun á umferð um svæðið. Áætlað er að verkinu verði lokið að fullu 14. september nk. Verði þörf á að koma upp tímabundnum hjáleiðum vegna einhverra þátta framkvæmdarinnar verður það auglýst sérstaklega. Þá er unnið að því að setja niður ræsi í gegnum hringveginn, efst í Kömbum á Hellisheiði. Umferð verður beint um hjáleið og verður hraði tekinn niður í 50 km/klst á þessu svæði. Áætlað er að verkinu ljúki í byrjun september. Vegna framkvæmda við undirgöng undir Vesturlandsveg á móts við Aðaltún í Mosfellsbæ, er umferð þar beint um hjáleið. Hraði er tekinn niður í 50 km/klst. Áætlað er að nota þurfi hjáleiðina fram yfir miðjan september og að framkvæmdum ljúki í nóvember. Unnið er að nýju hringtorgi á Reykjanesbraut við Fitjar verður þrengt að umferð á leið til Reykjavíkur á um 400 m kafla við Stekk. Til að byrja með verður umferðarhraði óbreyttur meðfram vinnusvæðinu, 70 km/klst. Áætlað er að framkvæmdum ljúki í nóvember.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Fleiri fréttir Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira